Dofin

Sit hér við tölvuna hálf dofin...  þegar ég fletti mogganum sé ég allt of mörg andlit á minningargreinar síðunum sem ég kannast við.  Gráta

Ég kannaðist aðeins við Jóhönnu Hafsteinsdóttur sem var jarðsungin í dag.  Við unnum einu sinni saman á Sæborg í Reykjavík.  Hún var alltaf í góðu skapi og það var sjaldnast lognmolla í kringum hana.  Hress stelpa og eftirminnileg og ég man að það var gaman að fara út að skemmta sér með henni.  Mér brá því heldur betur þegar ég hitti hana fyrir um mánuði síðan á göngudeild krabbameinslækninga.  Þar stóð hún og spjallaði við aðra unga konu sem ég þekki lítillega og var sjálf í lyfjagjöf.  Jú hún kannaðist líka við mig og okkur fannst undarlegt hvað heimurinn er lítill.  Blessuð sé minning hennar.  Það er sárt að vita til þess að hún láti eftir sig eiginmann og unga dóttur.  Það fara margar hugsanir á kreik þegar maður les minningargreinarnar. Gráta

Já ég átta mig betur og betur á því að það eiga sjálfsagt margir eftir að kveðja þennan heim sem ég kannast við.  Þar sem meðferðin sem ég er í er það löng þá sé ég marga á göngudeildinni bæði veika og heilbrigða ef svo má segja.  Og kynnist mörgum í svipuðum sporum og ég er í.  Það eru a.m.k. 3 kunnugleg andlit í mogganum í dag.  Óákveðinn  Og í vetur lést einn sem við Stebbi vorum með á námskeiði tengdu krabbameini í október og nóvember.

Æ hugsanirnar fara bara á flug í dag og ég verð sorgmædd.    Ég ætla að fara að koma mér út í góða veðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið skil ég vel að það sé erfitt fyrir þig að sjá dánarfregnir af fólki sem er í svipaðri aðstöðu og þú dúllan mín!! En sumir eru "heppnir" og læknast alveg og því ekki þú??Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn því nú eru góðir tímar framundan hjá þér,,,, ég bara veit það:)
Hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn, ég veit ekki alveg hvað verður á boðstólnum, þú í aðhaldi og ég má ekkert éta:)Það verður kannski bara saltstangir og kaaafffi (ekki gaman að vera fertugur í verkfalli hahaha)
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 22:47

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

He he he heh Bogga mín. Þú nærð alltaf að kæta mann. Það er kannski spurning um 1 gulrót, saltstangir og kaffi!!!

Sjáumst annars á fimmtudag dúllan mín :) og það er alveg rétt. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn því það er ekkert sem bendir til annars en að þetta gangi vel hjá mér.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.5.2006 kl. 23:23

3 identicon

Ég svo innilega sammála ykkur, ekkert sem bendir til annars en að allt sé í góðu lagi en ég skil líka vel að svona fréttir komi aðeins við sálina. Þetta mun allt ganga eins og í sögu, sannaðu til :-)
knús Sandra Dís
p.s. ég er þér hjartanlega sammála sigurhjörtur, hjartanlega sammála og þakka þér fyrir og vertu blessaður..........Og þegiðu svo.....hehehehe

Sandra Dís (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 13:40

4 identicon

Sæl vinkona, já þetta er skrýtið líf. Mig langaði bara að segja þér að ég hef alltaf gaman af því að kíkja á síðuna þína, og vona að þú hafir tíma til að blogga þó þú sért farin að vinna aftur, kv. Erla Guðfinna

Erla Guðfinna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 13:46

5 identicon

Já, þetta er einmitt einn hluti af þessum sjúkdómi, það er að horfa á eftir vinum sínum. En þú ert ein af þessum heppnu elskan, ég finn það á mér. Hlakka til að sjá þig á morgun, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123800

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband