Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Þegar vindáttin breytist reisa sumir sér skjólveggi en aðrir byggja sér vindmyllur!

Þetta spakmæli er kínverskt og þegar ég var í krabbameinsmeðferðinni (vikulegu lyfjagjöfunum í 11 vikur) þá fórum við Stebbi á námskeið sem heitir "að lifa með krabbamein."  Í lok hvers tíma fengum við alltaf einhver góð spakmæli sem er ágætt að hafa til hliðsjónar þegar erfiðleikar steðja að.

Ég var að fletta möppunni með öllum efniviðnum sem við fengum á námskeiðinu og vá þvílkt safn af alls kyns fróðleik.  Það var ekki séns fyrir mig að lesa þetta allt saman á þeim tíma sem við vorum þarna því þegar líða tók á námskeiðið leið mér orðið svo illa að ég gat varla mætt í tímana.  Eins og einhverjir lesendur hér muna kannski þá var mér orðið ansi óglatt í lokin ásamt því að vera með munnangur eða sár um allan munn þannig að erfitt var fyrir mig að borða og þrekið var hreinlega ekki neitt Errm  Mér finnst pínu erfitt að rifja þennan tíma upp núna enda margt vatn runnið til sjávar síðan. 

Í lyfjagjöfunum kynntist ég mörgu góðu fólki, bæði hjúkrunarfólki, læknum og svo þónokkrum sjúklingum.  Mig langar að skrifa svo margt hér en læt það vera því það eru margir sjúklingarnir horfnir á braut og mér finnst hvert áfallið á fætur öðru hafa komið upp á þessum rúmum þremur árum sem er liðið síðan ég greindist.  Ég sit hér með tárin í augunum og rifja þetta upp en einmitt ein ágætis kona sem ég kynntist á göngudeildinni kom í viðtali í Vikunni í okt.2005 og í því viðtali var hún svo glöð að vera búin í lyfjagjöf og hélt hún ætti lífið framundan.  Þegar þetta blað kom svo út þá sat hún með það í næstu lyfjagjöf því hún hafði greinst aftur Crying  Og nú er hún látin blessunin.  Svo sorglegt og ósanngjarnt! 

Munum að lifa í núinu og njóta hvers dags því enginn veit hvað gerist á morgun. 


Da dam da damm... da dam da damm...

  Við hjónin eigum 2 ára brúðkaupsafmæli í dag   sem er hreint alveg ótrúlegt.  Mér finnst eins og það hafi gerst í gær Whistling    Set inn nokkrar myndir úr brúðkaupinu til upprifjunar.  Djö... var gaman maður        

Flottust    Sigrún bíður eftir mömmu og afa    Skál í boðinu    Allir samankomnir við Gaulverjakirkju  Smellið á myndirnar ef þið viljið sjá þær stærri.

Annars gekk fyrsti skóladagurinn vel hjá Sigrúnu og hún er voða spennt fyrir þessu öllu núna.  Hlakkar til að fara í heimilisfræði enda heitir kennarinn Sigrún LoL  Hún var nú móðguðust yfir því að fá ekki að fara heim með skólabílnum því hún var í skólavistun eftir skóla og þurfti ég því að sækja hana.  Hún var stolt af því að geta skorið fiskibollurnar og kartöflurnar alveg sjálf í hádeginu og þurfti enga hjálp Smile  Já þau eru mörg verkefnin sem þarf að glíma við. 


Landbúnaðarsýningin á Hellu

Við hjónin drifum okkur á föstudaginn með einkabarnið á Landbúnaðarsýninguna á Hellu með fellihýsið aftaní.  Fórum með Kollu og Steinari og börnum þeirra og það var grenjandi rigning og hífandi rok en við létum það ekki aftra okkur því við tókum ákvörðun um það snemma í vor að á Landbúnaðarsýninguna skyldum við fara.  Og sjáum ekki eftir því að hafa drifið okkur.  Þetta tókst allt með ágætum, fengum að sjá ný tæki og tól í landbúnaðinum, fengum að smakka á hinum ýmsu kræsingum eins og nýju og brakandi grænmeti, Krakkaskyri og ýmsum ostategundum, Þykkvabæjarsnakki, hráu hrossakjöti í soyasósu með wasabi sesamfræjum, nautakjöti sem var heilsteikt á teini og ég veit ekki hvað og hvað.  Allt hið mesta hnossgæti og svo auðvitað kaffi og súkkulaði á öllum sýningarbásum Smile

Við fórum um allt svæðið nokkrum sinnum og skoðuðum íslensku hænurnar og kusum fallegustu hænuna og fallegasta hanann.  Það var ekki létt verk LoL  svo fór Sigrún á hestbak IMG_7817 fór í hoppukastala, fékk fullt af blöðrum og ýmsu góðgæti, söng með Ingó  IMG_7819 fékk að halda á hvolpum IMG_7812  og ýmislegt fleira skemmtilegt.    Við sáum líka þegar kind var rúin og skoðuðum gamlar heyvinnuvélar og fleira og fleira.  Svo fórum við á kvöldvökuna á laugardagskvöldið þar sem m.a. Álftagerðisbræður sungu af sinni alkunnu snilld, Guðni Ág. hélt þrusugóða ræðu, Gísli Einarsson kynnti atriðin og fór með gamanmál, Ingó og Veðurguðirnir náðu upp brjálaðri stemningu og Sigrún vildi nú endilega fara nær þannig að pabbi hennar labbaði með hana á háhest að sviðinu og þar settist skvísan hjá Ingibjörgu vinkonu sinni og þær sungu og skemmtu sér vel.  Skemmtilegast að vera við sviðið því þar er mesta stemningin Grin  Hvaðan skildi hún hafa það blessunin???  LoL  Nú nú nema hvað.  Árni Johnsen slúttaði kvöldvökunni með kartöflugörðunum heima og svo fór nú fólkið að týnast heim.  Að lokum var flott flugeldasýning og það voru þreyttir tjaldgestir sem fóru að sofa um kvöldið og voru ekki lengi að sofna.  Sleeping 

Hin flottasta sýning að mínu mati en mér fannst þeir klikka á einu atriði.  Og það var að ekki var hægt að kaupa grænmeti, snakk og nýja skyrið á staðnum.  Við hefðum viljað geta keypt það sem við vorum að smakka á en það var ekki hægt Frown  Vonandi verður bætt úr því næst Wink  Allt annað hið besta mál og ég þakka fyrir mig og mína Happy

Skólinn er að byrja hjá Sigrúnu á morgun og það er búið að fjárfesta í bleikri skólatösku(æi já já mamma, keyptu bara eitthvað), blárri möppu og bláu pennaveski (bleiki liturinn er loksins aðeins á undanhaldi) og nú kemur í ljós hvernig þetta á eftir að ganga allt saman.  Joyful  Hún hefur ekkert verið neitt sérlega spennt en svo verður þetta örugglega voðalega gaman allt saman.


Læknaferð... og Episode 2

Fór í gær í mitt hefðbundna eftirlit sem er á þriggja mánaðar fresti.  Ég byrjaði á að fara í hina árlegu brjóstamyndatöku á leitarstöðinni og hitti Sibbu systir þar.  Fékk nett flashback því hún var einmitt með mér fyrir 3 árum síðan þegar ég fékk fyrsta sjokkið Errm  En ég var mynduð í nýja flotta tækinu þar og svo lá leiðin niður á landsa og ég fór í blóðprufur og hjartaómun.  Stungan gekk vel að þessu sinni og þurfti aðeins eina stungu núna.  Stundum eru þær þrjár en þetta slapp vel, fjúff.  Er orðin nett leið á því þegar ekki finnast æðar í mér og þá þarf að stinga aftur. 

Hjartaómunin gekk vel og konan sem ómaði mig sagði að ég væri með gott og sterkt hjarta Happy  Hún sagði einnig að þær konur sem hún hefur verið að óma undanfarið og hafi fengið brjóstakrabbamein eru langoftast með meinið í vinstra brjósti.  Ein á móti 20-30 talaði hún um.  Það er nefninlega erfiðara að óma á örinu eftir skurðinn og því hefur hún tekið sérstaklega eftir þessu Errm

En ég fór svo inn í lyf og fékk Zolotexið og beinalyfið núna en seinna lyfið þarf ég aðeins að fá 2x á ári því beinin mín virðast vera í fínu lagi LoL  Ég er dugleg að taka lýsi og kalk og svo borða ég mjólkurmat líka þannig að vonandi held ég áfram að vera góð í bein-mælingu.

Óskar sagði mér ýmislegt í viðtalinu í gær sem ég nenni nú ekki að tíunda hér en mergur málsins er sá að enginn veit sína ævina fyrr en öll er og við það situr!  Nenni ekki að fara að lifa í einhverju ef-i því hver er þá tilgangur lífsins???  Ég bara spyr Pouty  Auðvitað get ég greinst aftur og ég er í ákveðnum áhættuhóp og allt það en ég er bara ekki týpan í að velta mér upp úr því.  Ég ætla að njóta lífsins og tek einn dag í einu.  Og þakka Guði fyrir það að ég vakna hress á hverjum degi og er til í tuskið LoL

En nóg um það.  Nú kemur aðalstöffið... ég fór í Ráðhús Árborgar í dag til að taka við verðlaunum fyrir nafngiftina á nýja leikskólann í Árborg (sem hann Einar Magni stórvinur minn og félagar smíðuðu).  Ég mætti þarna með Sigrúnu með mér og hitti leikskólafulltrúann, formann leikskólanefndar og blaðamenn og ég veit ekki hvað LoL  Fékk voða fínan blómvönd og pening að gjöf sem ég er afar þakklát fyrir.  Frábært framtak að hafa svona samkeppni (og ég tala nú ekki um fyrst maður vinnur hana HAHA).  Það bárust hugmyndir frá 39 aðilum og nöfnin voru 29 (sumir með sama nafnið) en ég var víst sú eina sem datt nafnið Jötunheimar í hug Grin  Getið væntanlega séð fréttaklausu um málið í næsta Sunnlenska og Suðurglugga.  Já svona fór um sjóferð þá!

En helgin framundan og Landbúnaðarsýningin og allt að gerast.  Sjáumst Wink


Allt að gerast hérna...

Já það er margt um að vera þessa dagana.  Er að fara á morgun í hið hefðbundna eftirlit til Óskars (Hr.Krabba) og fer í leiðinni í brjóstamyndatöku og hjartalínurit.  Það þarf að tékka reglulega á þessum hlutum hvort ekki sé allt með eðlilegum hætti.  Ef maður getur talist eðlilegur á einhvern hátt W00t  Ætla að hitta Sibbu söst og við kíkjum örugglega á einn af aðalstöðunum sem við fórum alltaf á fyrir 3 árum sem er náttúrlega Á næstu grösum.  Fáum okkur auðvitað kaffi og heilsuköku Smile

Svo var ég að byrja á mjög spennandi námskeiði í kvöld sem mér líst ljómandi vel á.  Fjalla kannski nánar um það á "átaksblogginu" því nú fer það aftur í gang.  Þú manst lykilorðið er þakki? Wink  Já það er sko allt að gerast....

Nú svo er það aðalmálið maður..... sem ég segi ekki frá að svo stöddu LoL  Þú verður að fylgjast vel með ef þú vilt vita það en það snýst að vissu leyti um leikskólamál.... og ..... nei ég segi ekki meir!!!

So if you want to see more from next episode you have to stay tuned for more details. 

TO BE CONTINUED... 


Tæpur á því...

Óskar var besti kosturinn í stöðunni

Sjálfstæpisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa náð samkomulagi um meiirhlutasamstarf í Reykjavíkurborg. Frá þessu va... 

Svona var fréttin á visi.is og má kannski segja að þetta sé einmitt málið LoL  Frekar tæpur á því þessa dagana blessaður flokkurinn.

Væri ekki ráð að vanda sig betur við fréttirnar á vefnum í stað þess að rembast eins og rjúpan við staurinn við að vera fyrstur með fréttirnar?! 

Bara svona pæling Gasp


Stolt siglir fleyið mitt

Skipstjórahjónin  Pabbi bauð okkur í siglingu í gær á skemmtibátnum sínum.  Við sigldum inn í Hvammsvík í Hvalfirði og hittum Guðrúnu og Sibbu og þeirra fylgifiska þar.  Skipperinn grillaði pylsur í liðið og bauð uppá kaffi og meððí Cool  Þetta var hin mesta skemmtun og læt ég nokkrar myndir fylgja hér með að vanda.  Hægt er að sjá þær stærri með því að smella á þær W00t

Hásetinn á Súlunni  Hafsteinn kom með okkur  Marglytta  Allt svart af krækiberjum í Hvammsvík  Þuríður kom með okkur til baka  Keilir og nágrenni hans :) 


Á feeeeeerðalagiiiiii...

...uuuum laaaandið þeysum við...  Kaffi Lísa á Hjalteyri  Á Hjalteyri  Anna Lísa og Sigrún á Kaffi Lísu  Gáfum öndunum Möffins  Hittum nokkra vini í Ásbyrgi  Svava í stuði  Fótboltabullan  Sigrún og Rannveig Klara  Við byrjuðum á Hjalteyri sem er yndislegur lítill staður nokkra km. fyrir utan Akureyri (á leið til Dalvíkur) og plöntuðum fellihýsinu okkar fyrir utan kaffihúsið hjá Önnu Lísu og Bubba (fólk sem við höfum verið með á Kanarí).  Fórum því næst inn á Akureyri í kaffi til Ragnheiðar og Tómasar (hún er systir tengdapabba) og enduðum í Ásbyrgi um kvöldið.  Hittum þar hluta af Regnfólkinu og fengum þessa líka brakandi blíðu allan tímann þar.  Þá vitum við hver það er sem kemur rigningunni af stað í þessum ferðum okkar LoL   Við fórum svo Melrakkasléttuna með Siggu og co með stoppi á Kópaskeri og Raufarhöfn þar sem borðað var nesti fyrir utan grunnskólann þar.  Börnin léku sér í voða fínum leiktækjum þarna, aparólu og fleiri skemmtilegum tækjum á meðan við foreldrarnir hriðskulfum í norðaustan gaddinum á Ribenhaben, brrrrr.  Lentum aftur í Ásbyrgi um 6 leytið (eftir sundferð í Lundi) og þar var þetta líka ennþá rjómablíðan þar.  Furðulegt alveg FootinMouth   Ég skelli svo kannski inn fleiri myndum við tækifæri og áframhaldi á ferðasögunni.

Hvít Persakisa með blá augu er týnd!!!

068  Þessi kisa er týnd.  Hún býr á Bárugötu 8 í 101 Reykjavík og ef þú lesandi góður sérð hana máttu vinsamlegast hringja í síma 856-5031  Benedikta og Egill eru eigendur hennar og sakna hennar sárt. 

Með kæru þakklæti RB


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband