Læknaferð... og Episode 2

Fór í gær í mitt hefðbundna eftirlit sem er á þriggja mánaðar fresti.  Ég byrjaði á að fara í hina árlegu brjóstamyndatöku á leitarstöðinni og hitti Sibbu systir þar.  Fékk nett flashback því hún var einmitt með mér fyrir 3 árum síðan þegar ég fékk fyrsta sjokkið Errm  En ég var mynduð í nýja flotta tækinu þar og svo lá leiðin niður á landsa og ég fór í blóðprufur og hjartaómun.  Stungan gekk vel að þessu sinni og þurfti aðeins eina stungu núna.  Stundum eru þær þrjár en þetta slapp vel, fjúff.  Er orðin nett leið á því þegar ekki finnast æðar í mér og þá þarf að stinga aftur. 

Hjartaómunin gekk vel og konan sem ómaði mig sagði að ég væri með gott og sterkt hjarta Happy  Hún sagði einnig að þær konur sem hún hefur verið að óma undanfarið og hafi fengið brjóstakrabbamein eru langoftast með meinið í vinstra brjósti.  Ein á móti 20-30 talaði hún um.  Það er nefninlega erfiðara að óma á örinu eftir skurðinn og því hefur hún tekið sérstaklega eftir þessu Errm

En ég fór svo inn í lyf og fékk Zolotexið og beinalyfið núna en seinna lyfið þarf ég aðeins að fá 2x á ári því beinin mín virðast vera í fínu lagi LoL  Ég er dugleg að taka lýsi og kalk og svo borða ég mjólkurmat líka þannig að vonandi held ég áfram að vera góð í bein-mælingu.

Óskar sagði mér ýmislegt í viðtalinu í gær sem ég nenni nú ekki að tíunda hér en mergur málsins er sá að enginn veit sína ævina fyrr en öll er og við það situr!  Nenni ekki að fara að lifa í einhverju ef-i því hver er þá tilgangur lífsins???  Ég bara spyr Pouty  Auðvitað get ég greinst aftur og ég er í ákveðnum áhættuhóp og allt það en ég er bara ekki týpan í að velta mér upp úr því.  Ég ætla að njóta lífsins og tek einn dag í einu.  Og þakka Guði fyrir það að ég vakna hress á hverjum degi og er til í tuskið LoL

En nóg um það.  Nú kemur aðalstöffið... ég fór í Ráðhús Árborgar í dag til að taka við verðlaunum fyrir nafngiftina á nýja leikskólann í Árborg (sem hann Einar Magni stórvinur minn og félagar smíðuðu).  Ég mætti þarna með Sigrúnu með mér og hitti leikskólafulltrúann, formann leikskólanefndar og blaðamenn og ég veit ekki hvað LoL  Fékk voða fínan blómvönd og pening að gjöf sem ég er afar þakklát fyrir.  Frábært framtak að hafa svona samkeppni (og ég tala nú ekki um fyrst maður vinnur hana HAHA).  Það bárust hugmyndir frá 39 aðilum og nöfnin voru 29 (sumir með sama nafnið) en ég var víst sú eina sem datt nafnið Jötunheimar í hug Grin  Getið væntanlega séð fréttaklausu um málið í næsta Sunnlenska og Suðurglugga.  Já svona fór um sjóferð þá!

En helgin framundan og Landbúnaðarsýningin og allt að gerast.  Sjáumst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært afrek að "eiga" nafnið á nýja leikskólanum. Til lukku með þetta. Nú er bara að verða sér úti um eintak af blöðunum.  Gott að læknaferðin gekk vel. Það er rétt sem þú segir til hvers að lifa í einhverju ef-i, það er miklu skemmtilegra að njóta lífsins.

Kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 23:37

2 identicon

Frábært Rannveig að allt gekk vel hjá lækninum. Er sammála þér að það þýðir lítið að velta sér upp úr því sem getur gerst - það er áhætta að keyra og að lifa í rauninni, þó það sé ekki skemmtilegt að komast í "einhvern" áhættuhóp. Innilega til hamingju með nafnið á leikskólanum - þetta var skemmtilega óvænt og mjög gott nafn. Við sjáumst kannski á landbúnaðarsýningunni. Knús Íris

Íris (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:13

3 identicon

Sæl frænka ! Gott að vel gekk í læknisheimsókninni, það er örugglega betra að njóta lífsins og horfa fram á veg , heldur en að hafa sífeldar áhyggjur af því sem gæti hugsanlega gerst ,,,,,,, ef , ef  , kanski , ???? Er lífið sjálft ekki stórhættulegt ef út í það er farið???? Nóg um það , en þitt jákvæða viðhorf hefur án efa hjálpað þér meira en margt annað. Til hamingju með Jötunheima-verðlaunin ,,,frábært. Bestu kveðjur í sveitina. Ko-Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:14

4 identicon

Elsku Rannveig gott að allt gekk vel. Það er alveg ástæða til að þakka Guði og co.

Kveðja frá Sauðá

Heiða (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:40

5 Smámynd: Þóra Hvanndal

Hæ eskan gott að vel gekk hjá lækninum og frábært að lesa hversu jákvæð þú ert alltaf... ef ég verð eitthvað huglaus yfir einhverju finnst mér oft mjög gott að lesa bloggið þitt og kemst þá strax í betra skap...

Til hamingju með Verðlaunin... Geggjað..híhí..

Ég er nú líka soldið kát.. tók líka þátt í keppni... svona skartgripa-hönnunnar keppni... vann ekki en er að fá heilmikið út úr því að sýna skartgripina mína... þetta er nefnilega líka skartgripa sýning fyrir fagfólk, ein sú stærsta sinnar tegundar hér í landi... skapar allskonar tengsl og kemur mér aðeins inn fyrir "dyrnar" í bransanum..hehe

knús í kotið

Þóra

Þóra Hvanndal, 23.8.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband