Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 19:43
Léleg sápuópera
Nú get ég ekki orða bundist lengur. Hvað er þetta með þetta ríkissjónvarp??? Sko það er 1. maí á morgun og þ.a.l. frídagur. Allir löngu hættir að fara í kröfugöngur eða alla vega þeir sem ekki fara í slíkar göngur eru kannski heima og langar jú ef til vill að horfa aðeins á imbann svona til að drepa tímann. Ja alla vega fyrir hádegi svona á meðan maður er að vakna. En nei nei. RÚV tekur sér bara hlé frá kl. 10.07 á morgun og til kl. 15.00 Hvað er að eiginlega???? ER í alvöru ekki hægt að sýna eitthvað fyrir börnin á þessum tíma? T.d. eina eða 2 gamlar og góðar teiknimyndir. Ja eða leiknar myndir. T.d. Ronju Ræningjadóttur, Línu Langsokk eða Emil í Kattholti svo fáar séu nefndar. Ég á bara ekki til orð lengur. Djö..... skylduáskrift. Og maður fær EKKERT fyrir peninginn. Hnuss!!!!
Og hvað er með þetta mál sem Jónína Bjartmarz á að hafa haft bullandi áhrif á. Á ekkert að fara að ræða eitthvað annað í þessu þjóðfélagi? Ég bara spyr. Þetta er orðið eins og léleg sápuópera hérna.
Kveð í bili og eigiði góðan verkalýðsdag EKKI fyrir framan imbann...(RÚV þ.e.a.s.)
Er annars góð bara
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 19:02
Afmælishelgin mikla búin, úfffff
Jæja þá er þessari miklu helgi að ljúka. Búið að vera mikið fjör og mikið gaman Við vorum sem sagt með afmælisveislu bæði á laugardaginn og sunnudag (í dag). Fjölskyldan og vinir komu á laugard. og 10 vinkonur komu í dag. Og það var auðvitað þvílíkt fjör báða dagana og veðrið alveg yndislegt. 15 stiga hiti og nice og trampolínið sem við gáfum Sigrúnu í afmælisgjöf er aldeilis búið að nota um helgina. Stelpurnar vildu helst vera bara úti að hoppa og nenntu varla að borða afmælisköku Við vorum með ostapinna handa stelpunum í dag, samansetta af skólaosti og vínberjum og þeir ruku út eins og heitar lummur. Ég hefði aldrei trúað því að 5 ára pæjur myndu frekar vilja ostapinna heldur en afmælisköku. Sko súkkulaðiköku með miklu nammi á. Ótrúlegt Svo er líka alveg brilljant hugmynd að vera með tortillur smurðar með pizzasósu og sett skinka og ostur á milli og hitað í öbbanum. Þetta var líka mjög vinsælt. En skvísan er búin að fá þvílíkt af flottum gjöfum og alveg slatta af fötum og er auðvitað hæstánægð. Það eru komnar myndir á heimasíðuna hennar úr afmælinu og eins 2 stutt myndbönd. Endilega kíkið á þau. Ég held það verði þreytt fjölskylda sem fer snemma að sofa í kvöld
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2007 | 16:12
Ekkert að gerast hérna....
Hva er ekkert að gerast hérna. Það mætti halda að það væri ekkert að frétta.... og kannski er það einmitt málið. Það ER ekkert að frétta héðan í sveitinni. Nema kannski helst það að prinsessan verður 5 ára á laugardaginn og hér verður slegið upp heljarinnar veislu, með after eight sem við bökum svo mikið úr og bræðum svona upp og notum sem hjúp í afmælum (Skaup 1984 ). Ef þið viljið kasta á hana kveðju þá bendi ég á síðuna hennar sem er www.barnanet.is/sigrunstef og þar er gestabók sem er hægt að kvitta í.
Nú svo erum við að leita okkur að notuðu fellihýsi á góðu verði. Ef þið vitið um eitt slíkt mættuð þið senda mér e-mail.
Best að halda áfram að baka
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 09:11
Það er komið sumar...
... sól í heiði skín. Vetur burtu farinn og tilveran er fín
Gleðilegt sumar kæru landsmenn nær og fjær og kærar þakkir fyrir bloggið á liðnum vetri. Keep up the good work
Hér er sól og blíða eins og vera ber á sumardaginn fyrsta og logn meira að segja. Prinsessan á bænum fékk bolta og ýmist sumardót í sumargjöf og ætlum við mæðgur að fara út á eftir að prufa stöffið. Kannski við tökum einn hjólatúr í leiðinni.
Skvísan fór auðvitað í sólbað um leið og hún vissi að sumarið væri að koma
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 20:30
Enn ein læknisferðin að baki
Jæja þá hef ég lokið enn einni læknisferðinni til Reykjavíkur og gekk bara vel. Ég fór og lét fjarlægja saumana í gær og fékk annan tíma sem verður 8.maí en þá á sem sagt að reyna að skutla rörinu inn. Já Lester Johns heitir þetta rör þannig að ég mun breytast í karlmann frá og með 8.maí og þið getið farið að kalla mig mr. Johns ... ja eða bara Lester. Svei mér þá allt er nú til. En 8. maí fyrir 19 árum síðan þá fermdist ég. Og þann 8. maí fyrir 2 árum greindist ég með brjóstakrabbamein. Eða var það þann 9.??
En í dag fór ég í eftirlit hjá Óskari vini mínum. Já ég segi vini mínum því hann er hreint út sagt frábær læknir. Hann gefur sér tíma með manni til að spjalla aðeins um daginn og veginn og það er bara frábært. Blóðprufurnar komu ótrúlega vel út og ekki að sjá að ég hafi verið í aðgerð fyrir rúmri viku síðan blóðið er fínt, lifrarprófin, sökkið, hvítu og rauðu blóðkornin eðlileg o.s.frv. Bara frábært verð ég að segja. Nú svo fór ég inn á göngudeildina til að fá Zolotex sprautuna og beinalyfið (sem ég man aldrei hvað heitir en er til varnar beinþynningu) og hjúkkan sem setti upp nálina hjá mér þurfti að finna annan stað til að stinga á þar sem fyrri æðin var ekki að virka. Shitt maður. Mér stóð ekki á sama. Hvernig verður þetta eiginlega eftir 3-4 ár þegar verður búið að stinga mig einu sinni í mánuði allan þennan tíma?? Verður að leyta að æðum í fótunum á mér eða hvað?? Því þetta er rétt að byrja og ég þarf að fá þetta beinalyf í æð einu sinni í mánuði í 5 ár takk fyrir. Er ekki alveg að fíla þetta.
Hins vegar gæti þetta verið verra. Ég var að lesa smá viðtal við Guðjón Sigurðsson sem greindist með MND fyrir 3 árum síðan og ég hreinlega táraðist. Þvílíkt sem maðurinn og fjölskyldan hans þarf að upplifa. Hann segist hafa sæst við sjúkdóminn og að maður hreinlega verði að gera það til þess að geta í raun haldið áfram. Að vita hvað bíður þín og leita eftir aðstoð og sækja t.d. um hjálpartæki. Hann segist hafa hugsað mikið um dauðann þangað til presturinn hans hafi sagt að það sem gerist eftir dauða þinn kemur þér bara ekkert við. Hann hugsar miklu frekar um lífið núna, það er miklu skemmtilegra. Ja hérna segi ég nú bara. Þetta er bara ótrúlegt lífsviðhorf. Ja það er ómögulegt að vita hvernig maður myndi bregðast við þeim fréttum að greinast með ólæknandi sjúkdóm. Æ ég veit það ekki... auðvitað gæti dæmið snúist við innan skamms hjá mér og ég greinst með meinvarp í heila eða eitthvað. Maður hugsar bara auðvitað ekkert um það því þá væri erfitt að njóta lífsins. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er svo sem.
En með þessum pælingum kveð ég ykkur að sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2007 | 15:02
Gömul færsla
Já góðan dag og gleðilega páska allir saman (betra seint en aldrei)
Við fórum í bústaðinn til mömmu og pabba á föstudaginn langa og komum heim í gærkvöldi. Höfðum það súper gott í "hinni" sveitinni og það var nú legið í leti í orðsins fyllstu. Stebbi "þurfti" nú að skreppa inn að Smyrlabjörg í Suðursveit til að ná í bíl á Páskadag. Annars var lítið annað gert en að liggja uppi í sófa, borða, drekka, spila Trivial og Kasínu og bara ..... já borða og páskaeggin runnu ljúflega ofan í alla viðstadda.
Annars er einhver bilun búin að vera hér á þessari síðu. Allt í einu poppaði upp eldgömul færsla á forsíðunni og allar hinar virtust bara dottnar út. Furðulegar þessar tölvur verð ég að segja.
Annars hef ég frá litlu að segja í dag. Ég fer á miðvikudaginn að láta taka saumana úr mér og vonandi skrifar hann mig á annan dag til að reyna að ljúka við aðgerðina. Svo á fimmtudag fer ég til Óskars krabbameinslæknis í eftirlit og blóðprufur og svoleiðis.
Læt heyra frá mér eftir þetta allt saman. Þangað til næst. Yfir og út!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2007 | 15:07
Misheppnuð aðgerð...
Já ég segi misheppnuð aðgerð því aðgerðin tókst ekki sem skildi Jú læknirinn gat borað gatið í beinið í nefinu en hann náði ekki að koma glerstubbinum fyrir og rörinu eins og til stóð því það blæddi víst svo mikið. AAAARRRRRGGGHHHH!!! Ég var bara að vonast til að þetta myndi heppnast og ég myndi lifa hamingjusöm til æviloka. En lífið er bara ekki svo einfalt skilst mér þannig að ég verð að bíta í það súra epli að þurfa að koma aftur eftir mánuð eða svo til að reyna aftur. Þá þarf reyndar bara staðdeyfingu og þá ætti hann að geta sett glerstubbinn inn og tengt rörið. Því stærsta vinnan er búin, þ.e. að bora gat í nefið þar sem glerstubburinn á að koma og tengja saman vefi og svoleiðis fínvinna.... þannig að næsta mál er bara pís of keik. Er þakki!? Hvar er Pollíanna núna, haaaa???
En ég er sem sagt komin heim og mér líður vel að öðru leyti. Þarf að taka því rólega næstu daga, það hefur aðeins blætt úr nefinu á mér... aðallega ef ég er mikið að beygja mig og svoleiðis. Þannig að það er best að vera þá bara ekkert að beygja sig.... liggja bara uppi í rúmi með tærnar upp í loft og horfa á úrelda Melrose place þætti á skjá 1 sem eru nú sýndir 2x á dag (já mín er búin að horfa slatta á imbann síðustu 2 daga með sjónvarp beint fyrir ofan rúmið á deildinni). Ég þurfti nú að bíða í 4 tíma uppi í rúmi eftir að vera keyrð á skurðstofuna. Þá voru víst 2 á undan mér og það mixaðist eitthvað í bókuninni þannig að ég varð bara að bíða róleg.... FASTANDI í þokkabót. Ekki alveg mitt svið en þetta hafðist nú allt saman. Ég er sem sagt verkjalaus núna og þarf því ekki að bryðja nein verkjalyf en er hins vegar með glóðarauga og 4 spor saumuð niður með nefinu. Pabbi sagði nú bara að það væri bara eins og ég væri að koma heim af balli og hafi lent í smá slagsmálum... já það er eins og ég hafi hreinlega verið sleginn með brotinni flösku í andlitið og ég læt fylgja með mynd af mér eins og ég lít út í dag. Glæsileg ekki satt!?
Yfir og út
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 18:39
Aðgerð á morgun
Reykjavík ó Reykjavík þú yndisfagra borg Nú er ég stödd hjá Guðrúnu syss og fjölskyldu í Reykjavík og búin að hitta augnlækni, svæfingarlækni og skurðlækni.... og tók þetta nú tímana 3. Ég byrjaði á því að hitta augnlækni sem er nú þýsk kona og talar varla stakt orð í íslensku. Spurði mig strax hvort hún mætti tala smá ensku. Jú ég hélt það nú. Allavega betra en þýskan og bjagaða Íslenskan sem skilst varla. En jæja hún skoðaði mig í bak og fyrir, ætlaði mig gjörsamlega að drepa þegar hún lýsti þvílíkt upp í augun á mér og sagði mér að horfa í ljósið í þokkabót. Þetta var nú bara þvílíkt sársaukafullt að ég þurfti að hörfa undan og táraðist þetta litla. Hún ætlaði sem sagt að skoða á bak við augnbotnana... já já gerðu það bara þegar búið er að svæfa mig En ég var þarna í einn og hálfan tíma. Fór þá yfir á Hringbrautina að hitta svæfingalækninn. Þurfti nú að bíða eftir henni í klukkutíma. Hefði allt eins getað sleppt því. Hún lét mig skrifa undir eitthvað samþykki og ég tölti svo aftur yfir á Eiríksgötuna (augnlæknastofuna). Hitti aftur þessa þýsku og hún reif nú bara blaðið sem ég hafði skrifað undir hjá svæf.lækn. og bað mig að skrifa undir annað sem hún var búin að fylla út sem hin fattað ekki að væri með í bunkanum. Svei mér þá.... þetta lið!! En þá loksins hitti ég Harald skurðlækninn og hann sagði mér að ég þyrfti að liggja inni í ca sólarhring og það gæti blætt verulega úr nefinu á mér eftir þetta.
En aðgerðin verður sem sagt gerð á morgun. Það á fyrst að gera vinstra megin og það voru nett vonbrygði þegar mér var tilkynnt að aðeins væri gert öðru megin í einu. Ohh. Gat nú verið. En jæja það verður að hafa það. Vona bara að þetta lagi lekann því ég nenni hreinlega ekki að leka lengur. Er orðin hreinlega dauðþreytt á því.
Takk fyrir og við heyrumst þegar þetta er búið allt saman. See ya... Ó borg mín borg.....!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar