Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
1.11.2007 | 20:19
Ég er frjáls eins og fuglinn...
... tralla lallalalalla... ég er frjáls, dum dum dum, ég er frjáls
Fór í lyf og viðtal hjá dr. Krabba í dag og hann samþykkti að ég gæti farið að koma á þriggja mánaðar fresti í kokteilinn í stað þess að koma mánaðarlega Ég er ekkert smá G L Ö Ð með þetta og finnst eins og þungu fargi af mér létt. ÚFF. Ég var nefninlega farin að kvíða fyrir því að fá beinvarnarlyfið í æð því þær þurftu orðið að reyna þrjár tilraunir til þess að finna æð sem virkaði hjá mér. Þær skruppu alltaf undan eða voru uppþornaðar. Þannig að þegar hann tilkynnti mér þetta fannst mér eins og ég svifi burt um stund
Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig ég verð eftir u.þ.b. 2 1/2 - 3 mánuði því Zolotex sprautan sem ég er að fá til þess að hindra blæðingar og það allt er dálítið stór þegar hún er gefin í þriggja mán. skammti í stað mánaðar og aukaverkanirnar gætu þ.a.l. orðið eitthvað meiri. En það er seinni tíma vandamál og ég vonandi þoli þetta bara alveg.
Svo þarf ég að fara í beinþéttnimælingu aftur (fór fyrir svona ári síðan) til þess að sjá statusinn á beinunum og hvort það sé ekki örugglega í lagi að ég fái Aredia (beinv.lyfið) á þriggja mán. fresti. Keep my fingers krossed
Ég er sko á nokkurs konar tilraunar-meðferð sem er VONANDI að virka svona vel. Það lítur allavega allt mjög vel út í blóðprufum og ég er hress núna.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar