28.12.2006 | 12:49
Allt eðlilegt
Fór í beinþéttnimælingu í morgun og það gladdi mig mjög að beinin mín líta eðlilega út og ég er því ekki með beinþynningu. Mjög ánægjulegt.
Við fjölskyldan fórum á jólaball í Félagslundi á annan í jólum og skemmtum okkur konunglega. Sigrún var mjög hrifin af jólasveinunum sem komu. Það voru þeir Skyrgámur og Þvörusleikir. Hún lenti nú bara á léttu spjalli við þá og það vottar ekki fyrir neinni hræðslu hjá henni í þeirra garð. Hmmm eitthvað annað en hún móðir hennar þegar hún var barn Ég var skíthrædd við þessa blessuðu skelfilegu rauðklæddu verur sem hlupu um eins og vitleysingar með þvílíkum látum að annað eins hefur varla sést í háa herrans tíð. Já kjarkurinn er eitthvað meiri hjá prinsessunni.
Læt fylgja með nokkrar myndir af jólaballinu
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að allt kom vel út í beinþéttnimælingunni. Hafið það sem best um áramótin, bestu kveðjur, nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 15:43
Frábært að frétta að allt er í lagi með beinin. Talandi um jólasveina og ykkur mæðgur , já hún dóttir þín er ekki lík móður sinni þegar kemur að þeim ágætu sveinum , hefur þú annars nokkuð tekið þá í sátt,,,,he he he,. Ég sé að hún hefur notið sín á jólaballi þessi elska , höfuð ,herðar hné.............hann sáði......gekk ég yfir sjó og land ......hún er örugglega með þetta allt á hreinu ef ég þekki mína rétt. Látið ykkur líða vel um áramótin og passið ykkur á stjörnuljósunum. Sjáumst .Ko-Kolla
Anna Kolla (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 23:40
He he nei ég hef varla tekið þá í sátt ennþá annars er mín kenning sú að það eru ekki nærri eins mikil læti í sveinunum í dag en fyrir 25 árum síðan. Og hana núh!!!
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.12.2006 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.