30.4.2006 | 09:15
Skrítið afmæli
Jæja þá er afmælisveislan hennar Sigrúnar búin og hún verður nú lengi í minnum höfð Stebbi fór um morguninn í leit upp á Langjökul eftir símtal frá vini okkar um að sá væri búinn að týna félaga sínum. Vinurinn fannst svo um 6 leytið í gærkvöldi heill á húfi en blautur og kaldur. Hann brást hárrétt við þegar hann varð viðskila við félaga sinn og beið við sleðann sinn. En allt er gott sem endar vel og var það mikill léttir þegar Stebbi hringdi í okkur og sagði okkur að hann væri fundinn.
En afmælið gekk vel í alla staði. Gómsætið rann út eins og heitar lummur og Sigrún fékk fullt af fínum gjöfum. Föt, prinsessudót, 2 Dvd diska, liti og litabók, spil, pennaveski, myndaramma, litla skvísutösku, nokkrar bækur, kústasett í Sjónarhól og ekki má gleyma hjólbörunum en um leið og hún sá þær sagði hún að Reynir ætti þessar, he he. Þannig að nú er hann búinn að eignast hjólbörur í sveitinni. Við eigum enn eftir að gefa henni gjöfina en að öllum líkindum verður það hjól.
Stebbi kom svo heim um þrjúleytið í nótt. Þeir höfðu staldrað við með þann týnda í skála þarna innfrá og grillað sér þar og slakað aðeins á.
Nú situr Sigrún á skrifstofunni sinni og horfir á Ávaxtakörfuna. Hún er búin að taka ástfóstri við hana sem er gott mál. Þá hvílast aðrir diskar á meðan og hausinn á mömmunni Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt utan af því maður kann þetta orðið allt vægast sagt.
Svo förum við í afmæli á morgun til Reykjavíkur þannig að það er nóg að gera þessa helgina. Bið annars að heilsa ykkur í bili.
Það eru komnar afmælismyndir í albúmið á heimasíðu Sigrúnar.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Rannveig og til hamingju með stelpuna!! Að hugsa sér að það séu liðin 4 ár hmm. Úff.. já þetta var rosalegur dagur í gær. Gott að allf fór vel.
Kveðja, Benný
Benný (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 17:10
Blessuð Rannveig og til hamingju með Sigrúnu, æðislegar myndir úr afmælinu, flott Sollu kakan og svo maður tali nú ekki um brauðtertuna þína vá.. Já það hefur ýmislegt gengið á hjá ykkur í gær. Það er svo skrýtið hvað þessi blessuðu börn eru fljót að eldast, við erum alltaf eins!!! Hlakka til að hitta þig í FYRRAMÁLIÐ!!! Sjáumst á morgun kær kveðja Kristrún
Kristrún Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 23:01
Hlakka til að hitta þig á EFTIR mín kæra, og til hamingju með dömuna. Þessi afmælisdagur gleymist seint. Gott var að eiga ykkur Svövu að til að fylgjast með fréttum. Kærar kveðjur og þakkir til Stebba fyrir þetta allt saman. Þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.