24.8.2008 | 22:33
Landbúnaðarsýningin á Hellu
Við hjónin drifum okkur á föstudaginn með einkabarnið á Landbúnaðarsýninguna á Hellu með fellihýsið aftaní. Fórum með Kollu og Steinari og börnum þeirra og það var grenjandi rigning og hífandi rok en við létum það ekki aftra okkur því við tókum ákvörðun um það snemma í vor að á Landbúnaðarsýninguna skyldum við fara. Og sjáum ekki eftir því að hafa drifið okkur. Þetta tókst allt með ágætum, fengum að sjá ný tæki og tól í landbúnaðinum, fengum að smakka á hinum ýmsu kræsingum eins og nýju og brakandi grænmeti, Krakkaskyri og ýmsum ostategundum, Þykkvabæjarsnakki, hráu hrossakjöti í soyasósu með wasabi sesamfræjum, nautakjöti sem var heilsteikt á teini og ég veit ekki hvað og hvað. Allt hið mesta hnossgæti og svo auðvitað kaffi og súkkulaði á öllum sýningarbásum
Við fórum um allt svæðið nokkrum sinnum og skoðuðum íslensku hænurnar og kusum fallegustu hænuna og fallegasta hanann. Það var ekki létt verk svo fór Sigrún á hestbak fór í hoppukastala, fékk fullt af blöðrum og ýmsu góðgæti, söng með Ingó fékk að halda á hvolpum og ýmislegt fleira skemmtilegt. Við sáum líka þegar kind var rúin og skoðuðum gamlar heyvinnuvélar og fleira og fleira. Svo fórum við á kvöldvökuna á laugardagskvöldið þar sem m.a. Álftagerðisbræður sungu af sinni alkunnu snilld, Guðni Ág. hélt þrusugóða ræðu, Gísli Einarsson kynnti atriðin og fór með gamanmál, Ingó og Veðurguðirnir náðu upp brjálaðri stemningu og Sigrún vildi nú endilega fara nær þannig að pabbi hennar labbaði með hana á háhest að sviðinu og þar settist skvísan hjá Ingibjörgu vinkonu sinni og þær sungu og skemmtu sér vel. Skemmtilegast að vera við sviðið því þar er mesta stemningin Hvaðan skildi hún hafa það blessunin??? Nú nú nema hvað. Árni Johnsen slúttaði kvöldvökunni með kartöflugörðunum heima og svo fór nú fólkið að týnast heim. Að lokum var flott flugeldasýning og það voru þreyttir tjaldgestir sem fóru að sofa um kvöldið og voru ekki lengi að sofna.
Hin flottasta sýning að mínu mati en mér fannst þeir klikka á einu atriði. Og það var að ekki var hægt að kaupa grænmeti, snakk og nýja skyrið á staðnum. Við hefðum viljað geta keypt það sem við vorum að smakka á en það var ekki hægt Vonandi verður bætt úr því næst Allt annað hið besta mál og ég þakka fyrir mig og mína
Skólinn er að byrja hjá Sigrúnu á morgun og það er búið að fjárfesta í bleikri skólatösku(æi já já mamma, keyptu bara eitthvað), blárri möppu og bláu pennaveski (bleiki liturinn er loksins aðeins á undanhaldi) og nú kemur í ljós hvernig þetta á eftir að ganga allt saman. Hún hefur ekkert verið neitt sérlega spennt en svo verður þetta örugglega voðalega gaman allt saman.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha greinilega satt sem er sagt um ad sjaldan falli eplið langt frá eikinni... þó að epli vaxi alls ekki á eik... en það er allt önnur ella... ella hver.. hmmm
En allavega gaman að heyra að sú stutta vill vera upp við sviðið... man nú alveg hvað var nú þægilegt hérna á böllunum um árið að vita alltaf af henni rannveigu sinni upp á sviði ef maður var eitthvað einn og einmanna að þvælast..hehehe í þá gömlu góðu.. og já þetta er ekki villa... Rannveig sat uppi Á sviði ekki bara upp við sviðið..híhí
Ekki satt mín kæra...??
Gott að þið skemmtuð ykkur vel á landbú.... man nú eftir að hafa verið með á bú '87 eða var það kanski '84..
Knús í kotið
Þóra H
Þóra Hvanndal, 25.8.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.