16.4.2006 | 15:26
Gleðilega páska
Góðan daginn allan daginn og gleðilega páska alle hjupa!!!
Við erum búin að hafa það ógeðslega gott um páskana og éta á okkur gat og svona. Ja Stebbi er að sauma fyrir núna muuuhhhaaaaaa. Sigrún fékk 3 páskaegg þessa páskana og við leyfðum henni nú að opna það fyrsta á skírdag... það næsta á föstudaginn langa og það síðasta í dag. Hún fékk nú ágætis hjálp við þau blessunin en hefur minnsta lyst á páskaeggi í dag enda er hún lasin. Ég hélt þarna um daginn að hún væri bara öll að hressast en því var fjarri. Hún er búin að vera með hita síðan á fimmtudag og er að kvefast líka. Þannig að við tökum því rólega þessa dagana og pössum okkur á því að fara ekki of snemma út.
Málshátturinn minn var: Fátt er svo ágætt að eigi finnist annað slíkt.
Hjá Stebba var þessi: Góðleiki er mál sem mállausir geta mælt.
Sigrún fékk þessa: Vinum er vandi sannsöglum að vera (frá ömmu Þuru og afa Ragga). Morgunstund gefur gull í mund (frá ömmu Lóu) og Betra er að játa sannri sök en neita (frá okkur). Þar hafiði það. Spurning hvað passar við hvern... hmmmm...
Við vorum í matarboði hjá mömmu og pabba í gær. Fengum læri, nautakjöt, ýmist meðlæti og sælgætisköku á eftir. Voða ljúft og gott. Sibba og co mættu líka og Guðrún og Þuríður en Maggi Palli var lasinn. Vonum við nú að hann fari að hressast ásamt prinsessunni hér á bæ.
Jæja best að fara að kúltrast upp í sófa með páskaeggið mitt
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ elsku frænka það var gaman að hitta þig í bænum,þú lítur svo vel út gaman að þú skulir vera að fara að vinna aftur sjáumst 27.Apríl páskakveðja Elín og krílin 2.
Elín Birna (IP-tala skráð) 16.4.2006 kl. 19:25
Blessuð Rannveig og gleðilega páska. Gott að sjá hvað þið höfðuð það gott um páskana, við vorum á fullu að parketleggja en það var líka rosalega gaman og flott allt saman. Heyrðu þetta með hitamælirinn og Sigrúnu, keyptu þér mælir með engri kúlu, makaðu vel vaselini á oddinn og prófaðu svo. Þessi síða er mun skemmtilegri og persónulegri einhvernveginn. Heyrumst bæjó
Kristrún Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 17.4.2006 kl. 20:00
Gleðilega páskarest(skrifað á annan í páskum) gott að heyra að allt gekk vel í lyfjagjöfinni, vonandi fer Sigrún að hressast. Bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2006 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.