14.5.2008 | 18:07
Nýtt hjól
Jæja þá er kjellan búin að fá sér nýtt hjól sem er alveg hreint algjör snilld. Ég skellti mér í Hjólabæ á Selfossi í gær og keypti mér fjallahjól sem er hannað af konu - fyrir konur Algjörlega frábært hjól í alla staði og ég mæli sko með Hjólabæ. Frábær þjónusta þar og úrvalið bara ágætt. Ég endurnýjaði líka hjálmaflotann á bænum svo nú geta allir fjölskyldumeðlimir hjólað saman í sveitinni. Ég fór strax í gær og hjólaði 4 km (heim að vegamótum að Hamarsvegi) og fannst það nú lítið mál. Spurning um að fara næst 6 km (heim að Seljatungu og tilbaka) og smá lengja svo leiðina og auðvitað stefni ég á að taka Vorsabæjarhringinn í sumar sem er 10 km. Fer nú létt með hann sko Spurning um að hjóla kannski á Selfoss einn daginn en það eru 14 km Er þá nokkuð annað eftir en að hjóla bara í vinnuna sem eru ca 20 km?
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýja hjólið voða fínt! Já og sætt ljóðið til mömmu þinnar á mæðradaginn. Bestu kveðjur í sveitina Knús Svava
svava (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:38
Það getur verið maus að finna sér almenninlegt hjól...en helv hjóladugnaður er þetta í þér stúlka :)
Sigurjón (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:22
Til hamingju með hjólið.
Ég myndi alveg vilja eiga hjól, en eiginlega er ekki gert ráð fyrir hjólafólki hér innanbæjar. Ég væri skíthrædd að koma mér í gegnum snargalið umferðarfár til að komast út á Gaulverjaveg, en þaðan væri ég ekki í neinum vandræðum með að hjóla til þín. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:47
Helga mín er nokkuð mál að hjóla á gangstéttunum?
Vertu velkomin í kaffi og vöfflur á hjólinu þínu
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:51
Þetta er nú til eftirbreytni. Kannski maður setji það á fimm ára planið að hjóla í kaffisopa til þín...
Íris B (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.