Nýtt hjól

Nýja hjólið  Jæja þá er kjellan búin að fá sér nýtt hjól sem er alveg hreint algjör snilld.  Ég skellti mér í Hjólabæ á Selfossi í gær og keypti mér fjallahjól sem er hannað af konu - fyrir konur Tounge  Algjörlega frábært hjól í alla staði og ég mæli sko með Hjólabæ.  Frábær þjónusta þar og úrvalið bara ágætt.  Ég endurnýjaði líka hjálmaflotann á bænum svo nú geta allir fjölskyldumeðlimir hjólað saman í sveitinni.  Ég fór strax í gær og hjólaði 4 km (heim að vegamótum að Hamarsvegi) og fannst það nú lítið mál.  Spurning um að fara næst 6 km (heim að Seljatungu og tilbaka) og smá lengja svo leiðina og auðvitað stefni ég á að taka Vorsabæjarhringinn í sumar sem er 10 km.  Fer nú létt með hann sko LoL  Spurning um að hjóla kannski á Selfoss einn daginn en það eru 14 km Undecided  Er þá nokkuð annað eftir en að hjóla bara í vinnuna sem eru ca 20 km?  W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja hjólið voða fínt!  Já og sætt ljóðið til mömmu þinnar á mæðradaginn.  Bestu kveðjur í sveitina Knús Svava

svava (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:38

2 identicon

Það getur verið maus að finna sér almenninlegt hjól...en helv hjóladugnaður er þetta í þér stúlka :)

Sigurjón (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með hjólið.

Ég myndi alveg vilja eiga hjól, en eiginlega er ekki gert ráð fyrir hjólafólki hér innanbæjar. Ég væri skíthrædd að koma mér í gegnum snargalið umferðarfár til að komast út á Gaulverjaveg, en þaðan væri ég ekki í neinum vandræðum með að hjóla til þín. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Helga mín er nokkuð mál að hjóla á gangstéttunum?   

Vertu velkomin í kaffi og vöfflur á  hjólinu þínu

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:51

5 identicon

Þetta er nú til eftirbreytni. Kannski maður setji það á fimm ára planið að hjóla í kaffisopa til þín...

Íris B (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband