Fjórhjóla-jól

Jæja gott fólk.  Það styttist nú í jólin - eða hvað?  Það mætti halda að þau væru ekki á morgun heldur hinn því það er allt að fyllast af jólaljósum og skreytingum í henni Reykjavík Woundering  og hvur bað um það?!  Ég átti leið í Kringluna í dag og þar var bara allt á fullu í skreytingum - svei mér þá.  Það er reyndar enn lengra síðan verið var að taka upp jóladótið í Debenhams í Smáralind W00t  ég bara skil þetta ekki.  Og hvernig á maður svo að útskýra fyrir elskulegu börnunum okkar að jólin séu ekki alveg á morgun... Undecided

Ég fór sem sagt til krabbameinslæknisins aðeins í dag.  Hann vildi sjá mig núna því ég er að fá einhverjar aukaverkanir sem hann er ekki alveg að kannast við að eiga að geta átt sér stað á þessum töflum sem ég er á ... eða þá Herceptininu sem ég er reyndar hætt að fá (kláraði það í ágúst) en það er 2-3 mánuði að fara úr líkamanum þannig að það er smá séns þar.  Læknirinn vill senda mig til háls-nef og eyrnalæknis til að kanna hvort ég sé með sýkingu...  En það voru teknar blóðprufur í dag og þær komu allar vel út Smile  þannig að ég er ánægð með það.  Við vitum ekki alveg hvað er að orsaka þetta... þessar aukaverkanir eru svipaðar og ég fékk þegar ég var enn að fá krabbameinslyfin (í okt. og nóv. í fyrra) en hurfu svo um leið og ég hætti á þeim.                Æ þetta er furðulegt - að finna allt í einu aftur fyrir sömu leiðindunum... það rifjar óneitanlega upp óþægilegar minningar Angry 

Nú hefur viðtalið við mig verið birt í Dagskránni.  Þar lýsi ég öllu ferlinu eins og það var.  Hægt er að sjá það á http://sudurland.net og velja héraðsblöðin.

It's Raining again ...  og mér finnst rigningin góð  Whistling  la ra la ra la ... voooó!!

Kallinn missti sig í fjórhjólakaup í dag ... og frúin hlær á betra hjóli frá Véla véla veri  InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ, var að lesa viðtalið, fínt hjá þér :) Sjáumst fljótlega, kv. Erla Guðfinna

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 00:50

2 identicon

Flott viðtal við þig dúllan mín  Enda svo sem ekki við öðru að búast sko.  knús og góða helgi

Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 09:25

3 identicon

Hæ hæ elsku frænka,tek undir með Söndru flott viðtalið við þig í dagskránni,kveðja Elín Birna og tvíburarnir Jóhanna Elín og Halldór.

Elín Birna (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 14:49

4 identicon

Hæ las viðtalið á netinu;o) flott hjá þér, góð lesning!!

Knús Þóra:o) 

Þóra (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 18:24

5 identicon

Hæ var að lesa viðtalið í Dagskránni, mjög gott viðtal. Það var gaman að hitta ykkur fjölskylduna í dag. Við verðum endilega að fara að koma í sveitina og taka út síðasta kaupæði húsbóndans!!! Kv. Kristín og co

Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 20:27

6 identicon

Elsku vinkona!  Glæsilegt viðtalið við þig:)  Þú ert yndislegust!!  Mér þykir vænt um þig, sjáumst vonandi sem allra fyrst!

Kveðja til ykkar allra í sveitinni frá okkur Kidda og litla bumbubúanum

Þórlaug Þorfinnsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 23:03

7 identicon

Flott viðtalið í dagskránni, vonandi lagast þú af þessum leiðindum sem eru að hrjá þig . Gangi þér vel að fjórh-jóla.............Sjáumst .Ko-Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 00:18

8 identicon

Hæ hæ viðtalið flott í dagskránni hjá þér.  Vonandi lagast þessi leiðindi í munninum fljótt, frekar fúlt svona. Líst vel á nýja fjórhjólið ekki leiðilegt að rúnta í sveitinni núna á svona flottu hjóli mar, tala nú ekki um að þeysa á því á hálendinu og kíkja við í Fjallaríki....  Sjáumst hressar kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 18:18

9 identicon

Hæ honey pie, algjörlega frábært viðtal við þig í Dagskránni!!!! Og rosalega var gaman að koma til ykkar í sveitina um daginn

Annars bara allt gott að frétta, Ágúst er bara búinn að vera lasinn, eins og venjulega,,,,,,, en hafðu það gott´skan

Kv.Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband