Farin að lesa og skrifa

Ég var að tala við mömmu í símann um daginn þegar dóttirin rétti mér blaðsnepil sem hún hafði skrifað þetta á:  Fyrsta skrifaða setningin  Móðirin fylltist auðvitað stolti og rétti barninu símtólið. Grin

Hvernig lærði hún að skrifa svona alveg sjálf???  Svei mér þá.  Barnið er bara farið að lesa og skrifa.  Og ekki enn byrjuð í skóla. 

Ja ég er bara svo hissa Woundering 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Svona nokkuð á náttla ekki að koma leikskólakennaranum á óvart?

Og svo auðvitað ekki mömmu stúlkunnar heldur - hún hlýtur að hafa grun um hvaðan barnið hefur þessar gáfur! 

En svona meðal annarra orða, er gert í því í leikskólum að láta börnin fara ólæs í 1.bekk?   Ég man umræðu um það þegar ég átti mín börn lítil. En bara - því miður það er ekkert hægt að halda aftur af gáfuðum og áhugasömum börnum og á heldur ekki að reyna það. Auðvitað á að ýta undir þau og segja þeim til. Farðu nú að ýta Rannveig mín og gangi þér vel.

Helga R. Einarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Nei Helga þetta kemur mér svo sem ekkert rosalega á óvart þar sem hún lærði alla stafina fyrir löngu síðan.  Hún var t.d. ekki nema 1 1/2 árs þegar hún þekkti stafinn sinn og hvar sem við keyrðum benti hún á "S" ef hún sá það. 

Við gerum ekkert sérstaklega í því að börnin fari læs í 1.bekk enda ekki nein bein kennsla í leikskólunum.  Það er mjög misjafnt hvað er ýtt undir þetta í leikskólum en ég er mjög hlynnt því (og það ætti að vera regla að mínu mati) að örva lestraráhuga elstu barna í leikskólum. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Og ég hef oft heyrt það að kennarar í grunnskólum eru ekkert sérstaklega hlynntir því að börnin kunni að lesa og skrifa stafina þegar þau koma upp í 1.bekk.  Ástæðuna veit ég ekki alveg en hef þó heyrt að þeir kenni skrift hvers stafs á ákv. hátt og það er ekki endilega sú aðferð sem börnin hafa lært í leikskólunum.  En hvernig væri að samræma aðgerðir aðeins meira þá á milli leikskóla og grunnskóla?

Og ég ýti Helga - er dugleg á ýtunni en passa mig að fara þó ekki fram af  

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ aftur!  Við erum sammála í þessu - kv.

Helga R. Einarsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:42

5 identicon

Glæsilegt hjá henni þetta er frábært!  en hvaða brennuvargur varst þú eiginlega sem krakki??hhehehehhee.......

 bestu kveðjur Svava

svava (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:21

6 identicon

Þetta gæti nú orðið vettvangur langra umræðna hér en sem leikskólakennari og leikskólastjóri til margra ára veit ég að í flestum ef ekki öllum leikskólum er ritmál haft sýnilegt og börnin læra mjög oft að lesa ,,af sjálfu sér'' og í gegnum leikinn, en leikurinn er kennsluaðferð leikskólakennara og grunnskólakennarar mættu taka það meira til fyrirmyndar, finnst mér. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband