11.2.2008 | 16:25
Öskubuskan og sjóræninginn
Ég var ekki búin að sýna ykkur hvernig við mæðgur vorum á Öskudaginn. Ég klæddi mig upp sem sjóræningi og Sigrún fór auðvitað í Öskubuskukjólinn og svo málaði ég hana í leikskólanum. Ég á því miður ekki mynd af henni málaðri í kjólnum og því verður þetta að duga En svona vorum við sem sagt.
Ég gleymdi að segja ykkur frá aðalatriðinu. Ég fór í lyfjaferð til Reykjavíkur í dag og var mun fyrr búin en ég bjóst við. Ég þurfti ekki að fá beinvarnarlyfið og það sem meira er... ég þarf ekki að fá það nema 2x á ári hér með Óskar var á ráðstefnu í Desember þar sem m.a. þetta kom fram og ég er ekkert smá glöð með það. Þetta þýðir að æðarnar mínar fá að jafna sig vel inn á milli og ég þarf ekki að kvíða hverri lyfjaferð Svo sagði Óskar líka að ástæða væri fyrir mig að fagna pínulítið í vor þar sem 3 ár verða liðin frá því ég greindist og að nú væri 3 ára tímabilið það sem mest væri litið til með tilliti til þess að greinast aftur. Þ.e.a.s. langalgengast er að fólk greinist í annað sinn innan þriggja ára og ég fer að skríða í þá tölu Nú er bara að krossleggja fingur og vona hið allra allra besta með tilliti til framtíðarinnar
Knús í kotin ykkar kæru vinir.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst prinsessan fallegri, hef líka alltaf verið svolítið smeyk við sjóræningja. Fyrirgefðu hvað ég hvarf skyndilega í gærkvöldi, ég sá framá að nætursvefninn minn myndi raskast, þorði ekki að taka áhættuna. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 17:11
Minni á KallaTomm í kvöld.
Hvíti Riddarinn er með keflið og
blæs til leiks stundvíslega kl. 22.22.
Hvíti Riddarinn, 11.2.2008 kl. 17:38
Nú fékkstu mig til að tárast kæra vinkona Þetta eru yndislegar fréttir! Við höldum vel og mikið upp á þetta í búst í vor, ekki spurning! Vildi að ég gæti faðmað þig núna Farðu vel með þig og skilaðu kveðju í kotið
Þórlaug (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:31
Ég trúi því varla að það séu næstum þrjú ár liðin, vááá hvað tíminn flýgur. Og auðvitað hefur þú staðist þetta með glans elsku dúllan mín, það er ekki að spyrja að því.
Alveg spurning hvort við klæðum okkur ekki upp í tækifærishæla (manst' ekki eftir þeim?? hehehe) þegar þessum áfanga verður náð, já og skellum okkur kannski á tónleika með lögreglukórnum, gæti trúað að ég gæti reddað miða sem gildir fyrir tvo Nú skilja fáir hvað ég er að röfla en það er líka allt í lagi.
Sjáumst elskan!!
Sandra Dís (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:58
Innilega til hamingju með áfangann og mikið ótrúlega er tíminn fljótur að líða. Finnst svo stutt síðan fréttirnar bárust og man enn og mun alltaf muna stað og stund. Sandra ég skildi húmorinn - aldrei þessu vant. Held þið ættuð að skella ykkur.
Knús í kotið
Íris
Íris Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:20
Frábært til hamingju með það:)
Heyrðu sætust ég sé að þú ert að fara til Kanarý? Hvað verður þú lengi? Var nú bara dáldið svekkt að sjá að þú ert að fara núna hehe þar sem ég fer 5 mars út til Kanarý...jebb á leiðinni með alla fjölskylduna...strákana mína og mömmu og pabba ef heilsa leyfir það er að segja.....
En alla vega kallinn skyldi ekkert í því að ég fussaði yfir því þegar ég sá hvenær þú ert að fara hehe ..alveg bara hvað samgleðstu ekki ...ég jú auðvitað er bara fúl yfir því að þú farir núna hefði verið gaman að hittast úti...hehe
Alla vega knús sæta:)
Benna, 11.2.2008 kl. 21:32
Sæl elsku frænka , mikið eru þetta góðar fréttir , og vonandi gengur þetta svona vel áfram og þú getur sleppt öllum lyfjum. Þrjú ár eftir 3 mánuði, þú ert hetja elskan og hefur staðið þessa baráttu af þér með miklum dugnaði, jákvæðni og kjarki .Gangi þér áfram vel. Þín Ko-Kolla. p.s er ekki komin kanarí spenningur í ykkur ????
Anna Kolla (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:36
Innilega til hamingju með þetta elsku nafna mín, nú er sem aldrei fyrr ástæða til að halda uppá þetta á Kanarý...Bestu kveðjur til Stebba og Sigrúnar, þín nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:48
Hæ,hæ
Þetta eru frábærar fréttir.... og mikið er tíminn fljótur að líða. Þú hefur líka staðið þig eins og hetja. Það verður að halda upp á þetta á eftirminnilegan hátt eins og þér einni er lagið!!
Ég setti Skilaboðaskjóðuna í póst í gær og vona að hún komist sem fyrst til skila í sveitina. Það verður svo gaman hjá Sigrúnu að rifja upp leikritið með því að sjá myndirnar.
Kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:11
Hjartans þakkir kæru vinir :o)
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:21
Hæ eskan
Frááábææært að heyra hvað gengur vel.. til hamingju með þetta allt...
Flottar mæðgur..
einhvern veginn hafði algerlega farið fram hjá mér að þið væruð á leiðinni til kanarí... en frábært að heyra og njótið vel...
knús í kotið, sendu mér kanski línu áður en þú ferð..
Þóra
Þóra Hvanndal, 12.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.