Let it be!

Fór á frábæra sýningu í gær í Hólmaröst (gamla frystihúsinu á Stokkseyri) og ég verð nú bara að segja það að ég skemmti mér frábærlega.  Þetta var hin besta sýning með svaka flottum söngvörum og leikurinn var það bara líka.  Að ógleymdum lögunum.  Þau eru náttúrlega algjört æði.  Já og ekki má gleyma hljómsveitinni... hún var líka góð.  Þarna var nú ein frænka mín í bakröddum og stóð hún sig nú bara vel blessunin.  Enda ekki við öðru að búast sko Brosandi

Ég fékk nú bara smá "flashback" því það rifjaðist upp þegar ég var sjálf að taka þátt í leikritunum í FSu Ullandi  he he... það var nú helvíti gaman.  OOooo í þá gömlu góðu daga þegar Ómar hafði hár... já og ég sjálf,  he he.     Ég var svo sem ekki með stór hlutverk... eitt sinn lék ég djöful sem dansaði eins og vitleysingur og í hitt skiptið einhverja kellingu sem sagði nú bara nokkrar setningar Hlæjandi  En skemmtilegt var það o já já sei sei.  Kominn svefngalsi í mína núna bara Ullandi

En hér eru aðeins 2 bílar á hlaðinu núna.  Búið að selja gamla hvít... já jeppann fína... BARNIÐ hans Stebba Gráta  smá táraflóð í kringum það svona... og svo er hann líka búinn að selja rauðu hættuna, þ.e. gamla vinnubílinn og það var nú bara ágætt.  Enginn grátur þar bara kátur hlátur.  Ja nema þú sért slátur, eeeeehhhhhhh.  Mín bara fyndin í dag, ha!!!!!

Held ég fari bara að sofa.  Góða nótt.  Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er enn að átta mig á nýja blogginu, gamla alltaf svo sein að kveikja, en þetta kemur nú hjá mér fyrir rest. Assgoti góðar myndir, Svava frekar eðlileg við bjórkælinn...he,he.Bestu kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 23:52

2 identicon

hæ snúllan mín

Held svei mér þá að ég eigi myndir af þér frá leiklistar dögum þínum;o) þar að segja af þér og Svövu sem Djöflar... þið senduð mér myndir út til usa þegar ég bjó þar '93, sælla minninga;o)

Ertu alveg hætt með hitt bloggið eða ertu kanski ekki búin að taka ákvörðun um það enþá??

Knús og kossar Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 11:19

3 identicon

já in the old days:) við vorum flottir djöflar ég og þú!!pössuðum bara ágætlega í það hlutverk,,,,, alla vega betur en í engla hlutverkin:) segi svona
Kv. Bogga devil

Sigurborg (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband