Prinsessan veik á Bolludaginn sjálfan :(

Já við mæðgur erum heima í dag því prinsessan á bænum vaknaði í nótt kl. 1.30 og búin að gubba yfir sig alla Frown  Ég hentist í það að þrífa barnið og bóndinn brunaði niður til að ná í dall og þvottapoka og vatn.  Svo kom hún upp í til mín og pabbinn fékk rúmið hennar.  Ég sofnaði náttúrlega ekki aftur fyrr en eftir að hún var búin að gubba í annað sinn Pinch  En svo náði hún nú að sofna og ég svona 2 tímum síðar GetLost Nú í heildina er hún búin að gubba svona 4-5 sinnum en alltaf náð að skutla því í skálina sem betur fer.

Þannig að við erum í rólegheitum hér heima í dag.   Prinsessan fær sér því væntanlega engar bollur í dag... annað með mömmuna sko.  Hún er heil heilsu í dag (fékk vott af flensu í gær Shocking  I wonder why!!) og hér eru nokkrar bollur í ísskápnum sem pabbi vildi endilega að ég tæki með mér heim í gær.  Ætli ég sporðrenni þeim ekki í kaffinu í dag með góðu púðakaffi, nammi namm. 

Etið nú ekki yfir ykkur í dag af bollum.  Það er Sprengidagur á morgun og svo Öskudagur.  Við mæðgur erum búnar að ákveða hvað við ætlum að vera á Öskudaginn... set kannski myndir af okkur á miðvikudaginn í herlegheitunum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já var ekki fjör á blótinu, spyr eins og kjáni, auðvitað eins og alltaf. Aumingja Sigrún að vera með Pestina, þetta hefur gengið ljósum logum. Rosa flott nýja lúkkið á síðunni þinni. Bestu kveðjur, Nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:58

2 identicon

Æææææ ekki gott að heyra... er líka heima með lítinn gubbuling! Búinn að gubba þrisvar yfir helgina, held reyndar að það sé penecillinu að kenna, er með í eyrunum blessaður enn eina ferðina... ætla að hætta að gefa honum þessi óþverra lyf!!!!  Bið að heilsa skvísunni og vonandi jafnar hún sig fljótt. 

P.s. er búin að borða tvær rjómabollur... ummmmmmm

Þórlaug (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:11

3 identicon

Hæ hæ ;)

 Æi ekki gaman að fá þessa gubbupest mín 3 fengu hana öll í einu þannig að það var nóg að gera og að þvo ..

Bestu kveðjur í sveitina og vona að Sigrún jafni sig sem fyrst ;)

Elín Birna og tvíburarnir Jóhanna Elín og Halldór.

Elín Birna (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ! Ég er nú bara heima líka, með pest, en ekki gubbu þó. Verst hvað þetta er leiðinlegt og (kannski) margt sem maður missir af?

Látum okkur batna sem fyrst. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Djö... það eru bara allir með pestina

En Sigrún er orðin hress og við mættum í dag galvaskar og fengum saltkjöt og baunir í hádeginu   Og ætlum sko að mæta á morgun í Öskudagsfjörið í Krakkaborg og slá köttinn úr tunnunni og gera fleira skemmtilegt.  Hjá okkur verður grímuball og fjör

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband