6.1.2008 | 22:31
ooo þessi börn!
Dóttir mín kom til mín áðan, niðurlút, hengdi haus og með sorgarsvip í augunum: "mammaaaaaa, mig langar að fá svona" og benti á snakk í skál. Mamman sagði henni að hún væri nú búin að tannbursta og hefði borðað rétt áðan og ætti að vera uppi í rúmi. "En mig langar í svonaaaaaa" sagði hún aftur og mamman sagði að hún gæti fengið holur í tennurnar ef hún borðaði eftir að búið væri að tannbursta. Þá reisti hún líkamann upp, skellihló og sagði bara: "hahahaha ég hef aldrei prufað það, hahahahaha" Og hún fékk auðvitað snakkið. Svo kom hún aftur niður og mamman sagði henni að hún ætti að fara að sofa. "En mamma ég er komin til að fá að borða. Ég hlustaði á magann minn"
Ótrúleg alveg. Hvernig er hægt að neita svona?
En ég var að horfa á Pressu áðan á Stöð 2 og svei mér þá þeir lofa bara góðu þessir þættir. Alveg ágætlega vel leikið og svona raunverulegir hlutir að gerast. Spennandi og hlakka til að sjá fleiri þætti.
Pabbi á afmæli á morgun og ætlum við mæðgur að kíkja á hann með pakka undir hönd. Til hamingju með daginn pabbi minn.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ og takk fyrir síðast
Anna Kristín (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.