Harðskafi

Ef þú hefur ekki lesið Harðskafi e. Arnald Indriðason og ætlar að lesa hana þá skaltu hætta að lesa HÉR!  Ég er búin með hana en ég fékk hana í jólagjöf frá Stebba og Sigrúnu.

Ég verð nú að segja það að hver bókin á eftir annarri (e. AI) er þannig að maður lætur hana ekki svo auðveldlega frá sér.  Maður vill vita hvað gerist næst... hverju kemst Erlendur að.  Og eins vill maður vita hvort hugmyndir manns sjálfs séu þær sem gerast í raun og veru.

Þannig var það með Harðskafi.  Mér datt það nú fljótlega í hug þegar ég las bókina að sjálfsmorð Maríu var ekki allt þar sem það var séð.  Auðvitað ekki því þá væri engin spennusaga í uppsiglingu W00t  Það komu þarna lögreglumenn á Selfossi að rannsókninni í upphafi og ég sá auðvitað alltaf fyrir mér ákveðinn ungan lögreglumann í lögreglunni á Selfossi Undecided en mér fannst bókin þó fara rólega af stað.  Svo komu þarna kaflaskil þar sem ég reyndi að lesa mig inn í nóttina en gat það ekki sökum syfju... og einu sinni þurfti ég meira að segja að lesa aftur nokkrar blaðsíður þar sem ég hef verið nánast sofnuð þegar ég las þær Sleeping

En ég sá það fljótlega að Baldvin og Karólína hlytu að hafa eitthvað á samviskunni.  Hún sem miðillinn Magdalena og hann læknirinn sjálfur gat gert ótrúlegustu hluti.  En að helvítis fíflin skulu hafa komist upp með það sem þau gerðu... Angry  AARRRRGGGHHH.  Mér fannst ótrúlegt að María hefði hengt sig sjálf þegar Erlendur var að tala við Baldvin í sumarbústaðnum en svo kom það líka á daginn.  Helv.... stuðtækið var ónýtt og auðvitað setti hann hana í snöruna helvískur.  

En jæja þetta var heljarinnar spennusaga sem maður gleymir sér algjörlega við að lesa Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

best að fara að lesa þessa bók!   kv SVava

svava (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:17

2 identicon

Sæl vinkona og gleðilegt ár!  Þessa bók fékk ég einmitt líka í jólagjöf, frá Laugaborg;)  Já hún er ÆÐI!  Ég gat ekki hætt að lesa hana, las út í eitt þangað til að hún var búin.  Arnaldur er algjör snillingur, heldur manni alveg við efnið frá fyrstu blaðsíðu.  Vona að þú og þínir hafið haft það gott um jólin.  Hlakka til að sjá ykkur, sem verður vonandi sem allra fyrst!  Kveðja frá okkur öllum í "gettóinu".

Þórlaug (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband