24.11.2007 | 17:51
Mánuður til jóla
Jæja þá er ekki nema mánuður til jóla og ég ætla að taka fyrsta jólaskrautið fram á morgun Set líklega hressan jóladisk í græjurnar og þurrka af og svona og skreyti svo hús með greinum grænum - fa la la la la la la la ... svo gleði ríkja skal í bænum - fa la la la la la la la la. Já já það held ég núh!
Veit ekki alveg hvað er efst á óskalistanum hjá mér þessi jólin. Alla vega ekki diskur með sömu lögunum og ég á fyrir Var að spá í að tuða dálítið yfir því að það er alltaf sama liðið að gefa út einhverja diska ... og sömu lögin svo sem gefin út með sinn hvorum flytjandanum ég fæ gjörsamlega ógleði af þessu. En ég nenni samt eiginlega ekki að tuða yfir því. Kallast þetta tuð kannski??? En þú lesandi góður veist örugglega um hvað ég er að tala. Ég meina hvað ætli séu margir búnir að syngja "til eru fræ" eða álíka ódauðleg lög? Ég meina fínt lag og allt en öllu er hægt að ofgera. Come on!
Jú ætla að halda tuðinu aðeins áfram hérna fyrst ég er komin í gang. Hvað er með þetta litla land okkar hérna. Aaaalltaf sama fólkið í viðtölum í fjölmiðlunum okkar. Oooohhh þetta var svo mikill örlagadagur þú veist... æi nei. Ég er hætt!
Er annars góð bara. Ætla að fara skella nautasteikinni á grillið og opna rauðvínið. Dekurkvöld í kvöld. Ostakaka með ferskum berjum í eftirrétt. Ú je! Yfir og út!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta
ég skellti einmitt jóladisk í tækið í dag og svo bökuðum við Daníel Þór smákökur. Þær voru að vísu ekki góðar, var að prufa eitthvað nýtt en stemningin var góð og bökunar og jólailmur í loftinu. Bara gaman!!!
síjúbæjó (eins og einkasonurinn segir)
Sandra Dís
p.s. það væri nær að þetta lið tæki viðtal við okkur......svona líka skemmtilegar og sætar
Sandra Dís (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:24
Var ekki nautið frábært? svona á að gera á dekurkvöldum. Gaman að hitta þig á basarnum, þessar kleinur voru algjört ÆÐI. Bkv. Nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.