1.11.2007 | 20:19
Ég er frjáls eins og fuglinn...
... tralla lallalalalla... ég er frjáls, dum dum dum, ég er frjáls
Fór í lyf og viðtal hjá dr. Krabba í dag og hann samþykkti að ég gæti farið að koma á þriggja mánaðar fresti í kokteilinn í stað þess að koma mánaðarlega Ég er ekkert smá G L Ö Ð með þetta og finnst eins og þungu fargi af mér létt. ÚFF. Ég var nefninlega farin að kvíða fyrir því að fá beinvarnarlyfið í æð því þær þurftu orðið að reyna þrjár tilraunir til þess að finna æð sem virkaði hjá mér. Þær skruppu alltaf undan eða voru uppþornaðar. Þannig að þegar hann tilkynnti mér þetta fannst mér eins og ég svifi burt um stund
Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig ég verð eftir u.þ.b. 2 1/2 - 3 mánuði því Zolotex sprautan sem ég er að fá til þess að hindra blæðingar og það allt er dálítið stór þegar hún er gefin í þriggja mán. skammti í stað mánaðar og aukaverkanirnar gætu þ.a.l. orðið eitthvað meiri. En það er seinni tíma vandamál og ég vonandi þoli þetta bara alveg.
Svo þarf ég að fara í beinþéttnimælingu aftur (fór fyrir svona ári síðan) til þess að sjá statusinn á beinunum og hvort það sé ekki örugglega í lagi að ég fái Aredia (beinv.lyfið) á þriggja mán. fresti. Keep my fingers krossed
Ég er sko á nokkurs konar tilraunar-meðferð sem er VONANDI að virka svona vel. Það lítur allavega allt mjög vel út í blóðprufum og ég er hress núna.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku frænka . Frábærar fréttir vonandi gengur þessi tilraun vel . Gangi þér vel í þessu öllu saman , þú ert algör hetja mín kæra . Sjáumst og heyrumst.Þín Ko-Kolla.
Anna Kolla (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:22
Fábært að heyra. Gangi þér vel í öllu saman
Sædís Ósk Harðardóttir, 1.11.2007 kl. 21:44
Góð ertu stelpa, gangi þér allt sem allra best. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:20
Þetta eru góðar fréttir. Það er vonandi að tilraunin gangi upp og þú þurfir bara að mæta á 3ja mánaða fresti.
Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:42
Gangi þér vel Rannveig mín ég er alveg viss um að þetta mun ganga vel hjá þér.
Emma Guðlaug Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 16:50
Hæ:) Mikið er gott að heyra þetta kæra vinkona gangi þér vel áfram
Þórlaug (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:52
Takk elskurnar. Ég er sannfærð um það líka. Ég þoli þetta allt saman
Ja það sem ekki drepur mann herðir mann bara.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 2.11.2007 kl. 19:58
hæ sæta - gaman að kíkja á síðuna þína og sjá svona góðar fréttir! húrra!
var annars að lesa eldri færslur og sá fréttina með aukna þyngd. las ekki fréttina nota bene en ...... yours truly er dæmi um 'what the fu** happened?' krabba. reyki ekki, borða hollt, alltaf í kjörþyngd. krabbamein í familíunni jú en ekki brjósta hjá móður til dæmis.
ég átti það til að fá undarlegustu spurningar þegar ég var að segja fólki að ég hefði greinst eins og: "notar þú svitalyktareyði?" ----- fífl og fáviska. eins og það hafi verið mér að kenna að ég fékk krabbamein. sorrí. verð smá pirruð hehe
gaman að heyra að það er gott í þér hljóðið. þú rokkar ;) knús, maríaerla
María Erla (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:32
Þú ert snillingur
hlakka til að sjá þig í vikunni elskan, þín S.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:52
Frábærar fréttir, knús í sveitina.
Erla Guðfinnna (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.