4.9.2007 | 22:58
Ég er fljótari í vinnuna...
núna þegar ég bý í sveitinni heldur en þegar ég bjó í bænum
Ég hjó eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fólk er óvenju lengi á leiðinni í vinnu eða skóla þessa dagana í Reykjavík. Ég man þegar ég var að byrja að vinna á Sæborg fyrir meira en 10 árum síðan (getur það verið ) þá þurfti ég að taka strætó þar sem ég átti ekki bíl til að byrja með. Ég var um 20 mínútur á leiðinni með strætó frá heimili mínu í Laugarnesinu og fannst mér það oft ansi langur tími. Fór aaaaalltaf sömu leiðina með fjarkanum, framhjá sömu búðunum, gatnamótunum, sá sama fólkið jafnvel dag eftir dag.
Svo keypti ég mér Brúnó, sem var hundgömul mazda 323, sjálfskipt og hann dugði mér nú ótrúlega lengi blessaður. Ég fermdi hann og allt Ég skýrði hana Brúnó því kagginn var jú brúnn og ég talaði við hann eins og hann væri besti vinur minn . Enda virkaði hann oftast þegar ég þurfti á að halda. En hann var ansi leiðinlegur í bleytu. Ég man í eitt skipti þegar ég var að koma úr vinnunni á rigningardegi og var að koma að ljósum og það skall á rautt ljós. Ohhh og hann drap á sér blessaður. Ég reyndi að koma bílnum í gang aftur en ekkert gekk. Þá fékk ég mann sem var í bíl fyrir aftan mig til þess að ýta honum með mér upp á eyjuna til þess að ég yrði nú ekki fyrir lengur því þetta var jú seinni part á virkum degi og allir að flýta sér heim. Svo sat ég inni í bíl og spáði í það hvað ég ætti nú til bragðs að taka... þegar ég tók eftir því að ég hafði gleymt að setja hann í Parkið aftur Ha ha ha. Smá mistök. Þannig að ég gerði það í snarhasti og Brúnó minn rauk í gang en fyrir ykkur sem hafið ekki kynnst sjálfskiptum bílum þá er ekki hægt að starta bílnum nema hann sé í parkinu heehheheeee.
Hann var bestur í frosti hann Brúnó minn en þar kom að því að hann gaf eiginlega upp öndina og ég og maðurinn minn (sem þá var nýr kærasti) keyrðum hann á haugana því þá vorum við búin að kaupa Rauðhettu 1.
Blessuð sé minning Brúnós Hér má sjá Brúnó við hliðina á Gamla hvít sem Stebbi breytti á sínum tíma.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það eru sko forréttindi að þurfa ekki að búa í henni Babýlon eins og hún er kölluð á mínu heimili (þeas.Rvk). Alltaf best að vera í sveitinni og bestu kveðjur þangað, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 15:18
Ooooo ég man eftir Brúnó Hann stóð nú fyrir sínu enda algjör eðalkaggi, hehe. Held ég hafi aldrei verið búin að þakka fyrir síðast, þú manst þarna í gleðinni í Vorsabæ um daginn ´skan. Mikið assgoti var gaman að hittast svona, við verðum endilega að gera þetta fljótt aftur.
love S.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:09
Já nafna mín það eru sko algjör foréttindi að vera í sveitinni. Ég var einmitt að lesa svo góðan pistil frá einni samsveitarpíu í Áveitunni (sveitablaðið okkar Flóamanna).
Og elsku Sandra mín ég segi nú bara sömuleiðis. Ég er líka alltaf til í að endurtaka leikinn hvort sem er hér eða hjá einhverri ykkar. Kominn tími á að kíkja á Siggu kannski?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:42
Já Brúnó var nú góður, einu sinni lánaðir þú mér hann í saumaklúbb þegar þú passaðir Þuríði fyrir mig og viti menn hann fór ekki í gang þegar klúbburinn var búinn (var mín þá ekki í sama basli og þú á rauða ljósinu forðum) ég fór því aftur inn og sagði stelpunum að bíllinn færi ekki í gang en ein skvísan í klúbbnu hafði greinilega lent í því svipuðu allavega vissi hún hvað var að og ég komst á honum aftur heim. Kv. Gúa syss.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:22
Ha ha ha ha ha Já hann virkaði oftast á endanum. Ekki samt afturendanum, muuhhaaaaa!!!
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:41
Ooooo ég segi nú bara eins og Sandra, já ég man sko eftir Brúnó og góðu stundunum á Laugarnesveginum þegar þú varst nágranni minn í Rvík það var sko fjör og margt brallað. sérstaklega næs að sötra kaffibolla í eldhúskróknum þarna og svo fékk maður kannski eitthvað gott með því (í staupi) hehe.....og þá var mikið hlegið en þá áttum við kannski að vera að læra eða var það ekki?? hehehe....kær kveðja Svava
Svava (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:50
Kann ágætlega við mig í borg óttans og já umferðin er nú orðin ansi mikil á köflum þó flesta daga sé hún nú viðráðanleg. Bara leggja aðeins fyrr af stað, oft munar nefnilega ekki nema 5 mínútum á mestu umferðartoppunum....
Studdist annars við uppskriftina þína af humarpizzunni í gærkveldi, notaði reyndar ekki speltbotn, heldur Jóa Fel, og svo bara smá pizzasósu (mjög þunnt lag) massa af hvítlauksolíu og osti og svo auðvitað humar, nammi nammi þvílíkt gott.
Og já, takk fyrir síðast, alltaf gaman að hitttast, og þið eruð alltaf velkomnar í Þórðarsveiginn.
kveðja
Sigga
Sigríður Ktistjánsd. (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:02
Það er gott að búa í sveit... margt gott við það. Ég flutti úr borginni 2004 og stytti leikskóla-vinnu rúntinn um rúmlega 2 klst á dag. Fannst ég græða bara heilan helling
Kveðja frá konu sem man svo ótrúlega vel eftir þér í FSU í gamla daga... úbbs þetta hljómaði eins og ég sé orðin gömul
Rannveig Lena Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.