20.8.2007 | 20:29
Hvaðan koma þessi svör???
Sit hér agndofa yfir svörum dóttur minnar Við vorum að skoða tölvupóstinn minn og þar sá hún mynd af 2 börnum frá SOS - Barnaþorpum og spurði hvaða börn þetta væru og ég sagði henni að þessi börn væru munaðarlaus og ættu ekki heima hjá mömmu sinni og pabba. Ég sagði henni að sum börn úti í heimi fengju lítið eða ekkert að borða. "Æ hvað það er nú sorglegt" sagði hún eftir langa umhugsun. "Eru þau þá alltaf svöng?"
Þessi mynd fékk mig til að hugsa alvarlega um að styrkja eitt barn hjá barnaþorpunum. Það kostar 2300 kr. á mán. að gerast styrktarforeldri og þá fær maður mynd af barninu og upplýsingar reglulega um barnið sem maður styrkir. Fær að fylgjast með þroska þess og svoleiðis og mér finnst þetta hljóma mjög spennandi. Manni líður líka svo vel í sálinni vitandi að maður getur skipt sköpum fyrir þó ekki sé nema eitt barn og gefið því von um betra líf.
Svo sat Sigrún áfram með mér og fór að tína rauða glersteina upp úr krukku hérna og sagði að þetta gætu bara verið peningarnir þeirra litla snúllan bara búin að redda málunum.
Annars er það helst í fréttum úr Vorsabænum að við vorum með 2 næturgesti hjá okkur síðustu nótt. Þóra vinkona mín og Eydís 10 ára dóttir hennar eru á landinu (búa úti í DK) og það var nú gaman að fá þær í heimsókn. Eydís hefur bara búið úti í Danmörku og ekki upplifað mikið sveitalíf eins og það gerist hér og var alveg uppveðruð af hestunum, folöldunum, öllum beljunum og fjósinu. Gaman að sjá hana upplifa þetta svona
Nú og hann Stebbi minn er að steypa sökkulinn á hænsnakofanum hér fyrir neðan fjós í þessum töluðu orðum Skyldu verða komnar hænur næsta vor hjá okkur?
Annars er ég að spá í hvort við ættum að fá okkur naggrís. Hvernig líst ykkur á þá hugmynd?
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Húrra húrra fyrir Stefáni og hænsnakofanum, mikið hlakka ég til þegar það koma hænsni í Vorsabæ. Naggrís er líka ágætur. Kv. Gúa og co.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:50
Við eigum naggrís... mjög fínt gæludýr.. ég hef átt síðan ég var krakki... nokkra náttúrulega, hehehe.. Kv. Erla
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:26
Hæ eskan...
Og þúsund þakkir fyrir okkur;o) já það var gaman að fylgjast með henni dóttur minni upplifa svona margt nýtt
Vonandi sjáumst við á fimmtudagskvöldið... og svo þarf ég nú að hringja í þig á morgun og fá númerið hjá þessari með markaðinn... ætla vera með bás fyrir eyrnalokkana mína ef það er ennþá pláss!!! þar sem danska vinkona mín er til í að vera með mér þarna
Knús Þóra
Þóra og Eydís (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 22:30
Detta mér nú allar..........er að rísa hænsakofi????? Nú líst mér á það sko held það sé nú alveg tilefni til að skála fyrir þessu á föstudaginn, hehe. Veit ekki með naggrísinn, er ekki mikil gæludýrakona, líst eiginlega betur á hugmyndina um að taka að sér barn í útlöndum.
hlakka til að sjá þig mín kæra
knús Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:03
Varstu ekki að tala um naggrís ég rakst á þessa auglýsingu í Sunnlenska:
Gullfallegur þrílitur naggrís með búri til sölu. Einnig fylgir ól og matur. Kostar aðeins 7500 kr. Upplýsingar gefur Sesselja í síma 486-6026.
Kv. Kolla
Kolla rauða (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:35
Naggrís já passaðu bara að hann komist ekki í koddann hennar Sigrúnar hehe.. manstu. Líst vel á hænsnakofann þá mætir maður náttlega í egg og bacon á góðum morgni hehe......Kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.