16.8.2006 | 23:48
Síðasta lyfjagjöfin
Jæja þá fer ég í lokalyfin á morgun Langþráð verð ég að segja. Það verður nú hálf skrítið að fara ekki í bæinn á 2 vikna fresti eins og ég hef gert í heilt ár núna. En mikið assgoti er þetta nú fljótt að líða allt saman. Ég mun nú sakna kaffihúsaferðanna hjá okkur systrum því við höfum nú oft gert ansi gott úr þessu öllu saman og hitt marga og farið víða. Ég hef sjaldan drukkið eins mikið af góðu kaffi og smakkað jafn mikið af góðum réttum og kökum eins og undanfarið ár. Grænn kostur, Á næstu grösum, Maður lifandi, Iðu kaffi, Fjörðurinn, Kringlan, Smáralind og hvað þetta heitir allt saman og að ógleymdum fataleiðöngrunum okkar líka, heheh. Maður verður nú að líta á björtu hliðarnar á málunum því þetta hefur ekki bara verið leiðinlegt. Eiginlega bara ekkert leiðinlegt. Þótt þetta hafi verið erfitt á köflum þá er ég nú fljót að gleyma því slæma (sem betur fer) og lít björtum augum til þess sem er framundan.
Brúðkaupið fer að skella á og ég er nú enn voða róleg yfir þessu. Fatta stundum hvað er nú stutt í þetta og fæ smá panikk-kast yfir því. Það stendur þó stutt yfir og ég hugsa bara... æ ég get nú gert þetta á morgun. Þeir verða nú alltaf færri og færri dagarnir sem ég get hugsað svona. En ég er nú búin að fá mér brúðarstrípurnar og það eru svona spari spari... ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi í hárgreiðslustólnum áður. Og með þetta líka stutta hár. Held að Lóló hafi aldrei sett álstrípur í jafn stutt hár Það er sko dekrað við mann og svo er Það ótrúlegt hvað er hægt að klippa mikið af stuttu hári. En nú er loksins komin LÍNA í hárið. Já já aldeilis fínt bara. Svo er annað dekur í næstu viku. Já þetta er bara gaman og ég mæli með því að þið þarna úti sem eigið eftir að gifta ykkur að drífa bara í því. Þetta er svooooo gaman En þið verðið nú auðvitað að hafa fundið þann eina rétta/réttu. Ekki bara bunast út í eitthvað óhugsað. Neeeei það gengur ekki.
Jæja það er kominn galsi í mína og þá er mál að linni. Svo er bara að sjá hver dettur út úr Rock Star í kvöld, hmmm. Ætli það verði ekki Zayira (loksins) nú eða kannski Patrice Pike. Hún mætti nú alveg fara heim í kvöld mín vegna.
OUT!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sannarlega ástæða til að óska þér til hamingju með daginn í dag, og það geri ég hér með. Ekkert smá verkefni sem þú hefur innt af höndum síðasta árið, Rannveig mín, og frábært hvað allt er bjart fram undan núna. Gangi þér allt í haginn, bestu kveðjur til fjölskyldunnar. Kv. Inga V.
Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 09:01
Takk Inga mín. Alltaf gaman og gott að fá hlýjar kveðjur.
Bestu kveðjur til þín.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.8.2006 kl. 09:37
Ég sömuleiðis óska þér til hamingju með daginn nafna mín, þú hefur staðið þig eins og hetja í öllum þessum erfiðleikum sem þú hefur blásið á eins og ekkert sé. Það hefði einhver látið bugast, en ekki þú, óekkí. Þar kom til hjálpar þín ótrúlega jákvæðni og kímnigáfa sem þú hefur nóg af og ég sakna þín enn og aftur!!!!
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 15:36
Elsku Rannveig, takk fyrir síðast. Allt er gott sem endar vel, á það ekki bara vel við núna. Síðasta lyfjagjöfin í dag og 10 dögum seinna glæsibrúðkaup í Gaulverjabænum, get ekki beðið ;)
Innilega til hamingju með þetta allt saman, ert búin að standa þig þvílíkt vel í þessu öllu saman að það hálfa væri nóg.
kær kveðja
Sigga K
Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 16:11
Hæ hæ kæra vinkona og til hamingju með daginn eskan, ég segi eins og þær hér að ofan þú hefur staðið eins og klettur í gegnum erfitt tímabil og nú er manni aldeilis farið að hlakka til að samgleðjast með ykkur e. 9 daga. Kærar kveðjur Svava
svava (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 20:28
Hæ dúllí, TIL HAMINGJU AÐ VERA BÚIN MEÐ LYFJAGJÖFINA, algjör hetja!!!! Gvuð ert'ekki orðin spennt????? Ég tek undir með Svövu, ég er farin að hlakka þvílíkt til um næstu helgi:) Þetta verður bara gaman, gangi ykkur bara vel í loka undirbúningnum
Kv. Bogga
Sigurborg (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 16:47
Til hamingju með áfangann að vera búin með lyfjagjöfina. Úff heilt ár maður, nógu erfiðir voru 4 mánuðirnir mínir í lyfjagjöf :Z (og búandi í Hafnarfirði n.b.) Skemmtu þér vel í nýja áfanganum....
Dabba (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.