9.8.2006 | 11:52
Bissí krissí
Ég ætlaði aldeilis að hafa það gott í ágúst og njóta þess að undirbúa brúðkaupið í rólegheitum án þess að þurfa að mæta í vinnu og svona en ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er tímafrekt allt saman. Svo er nú ekki auðvelt að föndra eitthvað fínerí með litla 4 ára skottu yfir sér því hún er búin að vera í sumarfríi síðan í byrjun júlí. Svo þarf maður að panta sér tíma í hinu og þessu til þess að líta nú sæmilega út á brúðkaupsdaginn Reyndar koma nú inn í þetta hinir ýmsu tímar í öðru en því sem fylgir brúðkaupinu eins og hjartaómun og brjóstamyndataka (eftirlit því nú er komið heilt ár frá brottnámi). Svo þarf ég að fara í SÍÐUSTU SPRAUTUNA 17. ágúst jei jei jei!!! Nú svo er mátun sama dag... vonandi lokamátunin á kjólnum því það þarf auðvitað að fiffa hann aðeins til fyrir mig og mínar sérþarfir Svo er það klipping, lit & plokk og ýmislegt sem tínist til. Púff ég vildi ekki vera að vinna líka. Mér sýnist mér ekkert veita af þessum tíma því það eru bara rúmar 2 vikur til stefnu. Úhúúú
Sigrún byrjar nú í leiksólanum aftur á morgun og hlakkar skvísunni mikið til að hitta krakkana aftur. "Mamma ég sakna svoooo krakkanna" sagði hún við mig í gær þannig að þetta er að verða ágætistími í fríi. Hún hefur nú tekið svolítið aukafrí með mér því ég fór í frí í júní. Suma daga hefur henni leiðst dálítið en þetta hefur nú sloppið nokkuð vel miðað við að við búum í sveitinni og engir krakkar á næsta bæ til að hlaupa til. Hún hefur reyndar verið með yndislega stelpu sem hefur verið að passa hana af og til í sumar og Sigrún fílar hana í botn. Svo áttum við líka frábæran tíma með frændsystkinum okkar í júní svo þetta sumar er búið að vera nokkuð gott þrátt fyrir kalda daga og BLAUTA, hehe. En við eigum ágætisþak á þessu húsi þannig að okkur líður vel og flest búin að jafna okkur á kvefinu.
Nú framundan er útilega REGNFÓLKSINS í Brekkuskógi. Þar ætlum við að hittast með krakkaskarann og hafa það notó í bústað m & p
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er svolítið stúss en bara gaman :)
Anna Kristín (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 11:28
Hæ skvís!!
Ég skil alveg að þú sért ánægð að vera ekki að vinna á meðan þú ert að stússa í þessu öllu saman... þetta er alveg "full time job") en ógilega gaman samt;o) nú er bara rúm vika þangað til ég kem til landsins... jibbí jei;o)
Knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 18:34
Hæ honey, sorry hvað ég hef verið ódugleg við að kvitta, en bæti úr því hér með,,,, já vá hvað það er stutt í brúðkaupið, ekkert smá spennó!!! Gangi þér rosa vel í undirbúningnum og hafðu það gott um helgina (í rigningunni)
Kv. Bogga
Sigurborg (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 13:13
Sjáumst hressar í búst. Kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 19:12
Sæl esskan, gott að heyra að allt gengur vel í undirbúningnum öllum. Sakna þín úr Árbæ. Bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.