Hæ hó jibbí jei og jibbí jei...

Eigið góðan og gleðilegan Þjóðhátíðardag og munið nú að syngja hátt og skýrt...

17. JÚNÍ

Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir síðast , gott að fá textan til upprifjunar fyrir þjóðhátíðina ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, var aðeins farin að ryðga er þó góð í jibbíjeinu,,,,, get reddað mér þar. Njótið dagsins vonum að hann rigni ekki út í eitt. Kanski hittumst við í fjörinu á morgun. Kveðja Ko-Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 00:25

2 identicon

Hæ elsku Rannveig mín, ég er búin að vera á leiðinni að hringja í þig í nokkrar vikur, er farin að halda að sólarhringurinn hjá mér sé 12 klst. Ég kemst ekki yfir helminginn af því sem ég er alltaf að fara að gera. En alla vega verð ég á ferðinni fyrir austan næstu helgi, er að gæla við að koma í hemsókn,,,,,,,,ef þú verður heima???? Ég heyri í þér í vikunni honey

Kv.Bogga

Bogga (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 18:30

3 identicon

Vonandi hafið þið haft það gott á þjóðhátíðardaginn...það er nú alltaf mesta stuðið í Félagslundi. Bestu kveðjur þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband