Kominn júní

    Pæliði í því.  Það er kominn JÚNÍ!!!   Sumarið verður búið áður en maður nær að snúa sér við.  Við ætlum nú að reyna að skella okkur í nokkrar útilegur í sumar.  Það sem er "defenetlí" ákveðið er fjölskylduútilega í Borgarfirði um miðjan júlí en allt fólkið okkar kemur frá Noregi.  Það verður gaman að hitta þau öll.  Nína, Kjell, Gunn Vigdis, Helen og Harald og öll börnin maður vá.  Frábært alveg.  Ætlum svo að halda áfram norður og austur á land í einhverja daga.  Svo stefnum við á Úlfljótsvatn, Laugarás og Þingvelli jafnvel... eina nótt kannski því ekki nennir maður að vera lengi á stað þar sem ekki má heyrast í manni eftir 10 á kvöldin Woundering  ég meina come on!  Börnin eru nú úti að leika langt frameftir á tjaldsvæðum um hásumarið.  Mér skilst allavega að á Þingvöllum verði að vera komin ró á liðið kl. 22.00  TAKK FYRIR!  Sjáum til hvað við gerum.

Reykingabannið á skemmtistöðum hefst á morgun.  Gott mál það.  En það verður nú gaman að sjá hvort blindfullir Íslendingar (og aðrir of course) fari eftir þessu.  Það verða nú örugglega einhverjir úti í horni að reyna að "laumast" til að kveikja sér í og segja svo bara:  "Haaa?  Bannað að reykja?  Hva segirrrru?  Errrrt a meinedda?  Jiiii ég vissi þakki sko!!!"      

 

Óskum eftir ferðafélögum í útilegur í sumar Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skál;o)

Langt síðan ég hef kíkt, enn í próflestri.... En alltaf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar!

Ég vona að við getum farið í einhverja smá útilegu eða eitthvað...En var líka velta fyrir mér hvað fólk ætlar að gera um verslunarmannahelgina??

Við verðum nebblega á landinu og kunnum ekkert á þetta lengur

fer í prófið 11 júní og er þá búin;o) og get farið að pæla betur í þessu öllu saman!!

knús Þóra  

Þóra (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband