28.5.2007 | 13:45
Hvítasunnuhelgin afstaðin
Jæja margt búið að gera um helgina. Ber helst að nefna að á föstudaginn var opið hús hjá okkur í Krakkaborg og sungum við í kórnum okkar með Hörpukórnum (eldri borgarar) í Þingborg og tókst það ljómandi vel. Við vorum ansi stolt af hópnum okkar og þau stóðu sig svo vel.
Um kvöldið fórum við svo í Timburhól (skógarlundurinn rétt hjá afleggjaranum heim til okkar) því þar var búið að kveikja í kolum og kom hópur saman til að grilla og hafa gaman. Leikhópurinn í Flóahreppi sýndi svo frumsamið verk sem var assgoti gott. Sigrún hitti m.a. Kolbrúnu Kötlu vinkonu sína úr leikskólanum.
Laugardagurinn var nú nokkuð fljótur að líða hér á bæ þar sem húsmóðirin stóð sveitt í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Gerði 2 stórar brauðtertur fyrir fermingu Þuríðar sem var svo í gær. Afrakstur svitans má svo sjá hér agalega fínar og voru hinar bestu á bragðið. Sigrún og Stebbi skelltu sér í Töfragarðinn á meðan.
Nú svo brunuðum við til Reykjavíkur snemma á Hvítasunnudag til að mæta í Langholtskirkju þar sem fermingin fór fram. Þuríður stóð sig eins og hetja og var auðvitað langflottust. Sigrún var nú ekki alveg að nenna þessu og spurði sífellt hvenær þetta væri búið því þetta væri svooooo leiðinlegt!!! Hún reyndi nú að drepa tímann þessi elska með því að tóna með prestinum og fara 2x á klósettið og svona. Svo fórum við í veisluna og fengum þennan líka æææææðislega mat, bland af hinum og þessum réttum og sælkeratertur auðvitað Þetta var voða gaman og svo eftir veisluna ákváðum við litla fjölskyldan að bruna í Skorradalinn að heimsækja Svövu og co í sumarbústað. Það var alveg frábært. Meiriháttar staður alveg, bústaðurinn er nálægt vatninu og svo skógurinn og fjöllin í kring. Sigrún, Reynir og Ísak (frændi Reynis) nutu sín úti í náttúrunni og kallarnir okkar Svövu fóru á seglbát út á vatnið. Voða gaman. Svo keyrðum við Hvalfjörðinn heim og fórum Þingvallamegin.
Nú í dag opnuðum við svo fellihýsið loksins og erum við búin að stúdera allt í sambandi við uppsetninguna á því. Ég er voða spennt að fara í fyrstu útileguna og prufa græjuna. Sigrún vill nú bara sofa þarna úti í nótt Hún skellti sér inn og náði í köku sem hún vildi nú endilega borða í fellihýsinu þannig að fyrsta kökumáltíðin er afstaðin í þessu líka fína húsi Það eru komnar nokkrar nýjar myndir inn í albúm merkt sumar 2007 hér neðar á síðunni. Einnig eru nýjar myndir á heimasíðu Sigrúnar http://barnanet.is/sigrunstef
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skil ég Sigrúnu að vera spennt að gista í þessu líka fína húsi. Nú er líka sumarið komið og farið að hlýna loksins. Verst að augnaaðgerðin skyldi ekki ganga betur en raun bar vitni en vonandi gengur þetta í haust. Það VERÐUR bara að gerast. Sumarkveðjur úr Árbæ, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:33
Takk nafna mín. Já loksins er farið að hlýna á okkar litla Íslandi. Maður var farinn að örvænta.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:50
Það er ekki að spyrja að myndarskapnum í frúnni, flottar brauðtertur maður!!!!! Vill svo líka koma því að í tengslum við skoðanakönnunina á þessari síðu....ég er sko kona með mína fýsísku pensla (er ekki uslon y í því???)
knús
Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:08
He he he he he GÓÐUR sandra! Þetta gætu t.d. verið Þingvellir eða Öxará en þá er þetta gos sem kemur úr iðrum kvenna
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 08:31
Við ætlum að bruna norður á Akureyri 17 júní helgina í fyrstu útilegu sumarsins endilega komið þið með!
Kolla rauða (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:25
Hey Kolla ég set það í nefnd og tala svo við þig. Væri barasta alveg til í það. En annars er planað hjá okkur að fara á Úlfljótsvatn helgina 9.-10. júní (eina nótt). Komiði kannski með í hana?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.