24.5.2007 | 17:40
Rok, rok ég ræ ekki
Þetta er nú meira hel... rokið hérna á þessu skeri. Maður bara nær ekki andanum í þessu. Púff. Fékk bílhurðina í andlitið áðan á meðan ég var að hleypa Sigrúnu út. Svei mér þá. Ef ég hefði nú fengið marblett eftir hana þá hefði nú einhver haldið að um heimilisofbeldi væri að ræða. Maður rétt búinn að jafna sig eftir augnaðgerð... en já talandi um augnaðgerð. Rörið fína poppaði nú bara upp úr hjá mér á sunnudaginn síðasta þannig að nú er ég röralaus og ekki hægt að kalla mig Lester Jones lengur Þannig að ég þurfti enn og aftur að hitta Harald augnlækni á miðvikudaginn og hann sagði að næsta skref væri að prufa aðra týpu. Já þetta var einfaldlega ekki mín týpa en hann vill bíða með það fram á haustið. Leyfa bólgunni alveg að hjaðna og auganu að jafna sig og sonna. Gott að það sé alveg búið að lagast þegar á að fara að þjösnast á því á nýjan leik. Þetta er nú meira ástandið. En ok. Ég verð að sætta mig við það að tárast í sumar og mega svo búast við aðgerð á ný upp úr miðjum ágúst. Great!!! Eins gott að þetta virki þá. Spurning um að fá lengra rör næst því þau eru víst til mislöng.
Annars lítið títt af þessum bæ. Fjör í Flóanum um helgina og ætlum við fjölskyldan að reyna að taka aðeins þátt í því á milli þess sem ég smyr á brauðtertur fyrir fermingu Þuríðar sem er á Hvítasunnudag. Var að panta brauðin áðan og þá er bara að skella í salatið á morgun. Smyrja svo á laugardag. Skreyta á sunnudag. Ekki gott plan???
Heyrumst.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.