Jæja góðir gestir

Við Sigrún vorum að koma frá Selfossi.  Hittum nokkrar skvísur sem við Svava vorum með í Kennó fyrir nokkrum árum.  Allar með börnin og við erum sex kellur sem höldum mest hópinn (útskrifaðir leikskólakennarar í júní 2001) og 4 af okkur eignast barn á þessu ári.  Smile  Ótrúlega ríkar konur.  Þegar þau eru öll fædd þá eigum við til samans 11 börn Wink   VÁ!!!  Geri aðrir betur.  Þórlaug og Olla komu sem sagt austur fyrir fjall í dag með krílin 2 og við hittumst heima hjá Svövu.  Agalega gaman.  Nú svo er bara vika í að við förum allar saman í bústað í mæðraorlof.    Þá reynir á karlana okkar góðu að vera einir með börnin Joyful  En þetta eru nú svo miklir englar að það verður auðvitað ekkert mál Halo  tíhí.  Ja ein okkar er löglega afsökuð þar sem hún býr í Danmörku og er reyndar að fara að eiga barn á næstu dögum.

Stefnum að því að taka til í garðinum um helgina.  Er eiginlega ekki að nenna því ef ég segi alveg eins og er....   ég vildi óska þess að ég hefði grænni fingur en raun ber vitni.  Mig vantar slatta af áhuga og dass af hugmyndaflugi fyrir skemmtilegan garð sem þarfnast ekki mikillar umhugsunar.  Einhverjar hugmyndir???

Svo vantar okkur ennþá fellihýsi.  Helst Coleman (skilst að þau séu best) og um 10 fet.  Karlinn vill ekkert minna.  Ætli ég taki svona mikið pláss??  Hmmmm     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast fullt af börnum og mikið fjör hehe...já það styttist í mæðraorlof okkar Sexanna (vinkvennahópurinn úr Kennó) og tilhlökkunin magnast enda eru þetta algjörar eðal/dekur ferðir. þetta með garðinn ummm...ágætt að skella bara þökum yfir einhver flókin beð því maður kann alltaf að slá gras er afar einföld aðgerð hehehe.....bið að heilsa í bili kv Svava

svava (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:45

2 identicon

treysti á ykkur að skála hressilega í bústa!

Góða skemmtun og klessuknús á ykkur allar

gunnur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já já já ekki spurning Gunnur mín...  klesstilbage til þín og good luck á þriðjudag esskan.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.5.2007 kl. 21:47

4 identicon

Hæ eskan..

uhhm hvað ég væri til í að vera fara í bústað;o) ekki að það sé mjög langt síðan ég fór í einmitt svona mæðraorlofsferð með stöllunum sem ég er með í saumó... það var sko hugguleg ferð.. en við erum einmitt 6 og ein af okkur er ólétt og þegar það barn bætist í hópinn eru börnin orðin 11 fyndið...

En svona ef þú skildir ekki vita það þá er Bryndís ólétt!!! og á að eiga í ágúst 

Hugmyndir um garðinn... ég vildi að ég gæti hjálpað þér... ég er endalaust að reyna finna út úr hvað ég get gert við þennann brjálaða garð minn.. hefði aldrei trúað að illgresi og annar gróður gæti vaxið svona hratt!!! je minn.. hef sko ekki undann En Andri hefur svosem komið með hugmynd... og þér er velkomið að nota hana.. hehe.. bara malbika yfir allt draslið!!! ja ekki langar mig að nota hana

En bið kærlega að heilsa öllum og við verðum í bandi!!

Knús Þóra 

Þóra (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband