Skreytingarnar fundnar

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Ullandi  Við Guðrún syss skruppum í bæjarrúnt í gær í leit að skreytingarefni fyrir brúðkaupið mikla í ágúst.  Við byrjuðum á Ikea.  Þar ætluðum við nú aldeilis að nýta okkur flýtileiðirnar ... já  já og skunduðum í gegnum eina eins og við hefðum aldrei gert neitt annað.  Slíkur var áhuginn.  Nú svo þegar við vorum komnar í gegnum hurðina og gengum áfram litum við á hvor aðra og sögðum nánast í kór:  Mér finnst eins og við höfum verið hér áðan Skömmustulegur  Hehehehehe.....  þá var þetta bara ekki flýtileið!!!   Þetta var frekar fyndið og við gengum framhjá sama starfsfólkinu við sömu básana og sáum sama fólkið (n.b. það var ekki margt fólk þarna inni þannig að þetta var frekar áberandi).  Algerir snillingar úr sveitinni þarna á ferð.

En við fundum nú samt það sem við vorum að leita að og sjálfsagt miklu meira en það Hlæjandi  og fór ég  hæstánægð með fullan bíl af góssi austur fyrir fjall.   Ég hefði ekki komið einum litlum poka í viðbót held ég í skottið.  Ja allavega ekki rafmagnspotti Öskrandi  Ég meina come on!!! Hver stelur heilum RAFMAGNSPOTTI???  Djöfulsins bilun. 

Segi ekki meir.

Góðar stundir   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he sé ykkur í anda þarna í Ikea góðar! Takk fyrir innlitið í dag, bið að heilsa í bili
kveðja SVava

svava (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 16:56

2 identicon

Þetta stefnir bara í brúðkaup ársins, hlakka mikið til!

Verð annars í afslöppun í nýja fína rafmagnspottinum minum um helgina ;)
Góða helgi
Sigga

sigga (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 09:14

3 identicon

Rafmagnspottinum?????? Bíddu, ert þú dularfulli kranamaðurinn sem var á ferðinni í Grímsnesinu í vikunni????? hahahahahah

Það var annars gaman að sjá ykkur í gær Rannveig mín, síðasta sem Daníel Þór spurði um í gær þegar hann fór að sofa var "Hvar er jeppinn hennar Rannveigar??"
Góða helgi gæskan
Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 10:06

4 identicon

Haha alltaf gaman að labba í hringi;o) Gott að heyra að þú fannst það sem þú varst að leita að! En má ég spyrja að einu? hvað er þetta dæmi með rafmagnspottinn?
Var annars að koma heim í gær frá svona barna útihátíð sem ég var á með vinnunni, voða gaman! var reyndar mjög þreytt, svo gott sem ekkert búin að sofa í rúma 2 sólarhringa;o) ekki að maður hefi ekki verið vakandi lengur svosem á þjóðhátíðunum um árið;o) en þetta var soldið annað... einhverjir orðnir eldri (ekki ég samt) og svo vorum við bara 3 og bárum ábyrgð á 35 börnum, ekki sérlega rólegum börnum á aldrinum 10-13 ;o)
Held ég hafi þetta ekki lengra í bili... bið að heilsa
Knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband