9.4.2007 | 15:02
Gömul færsla
Já góðan dag og gleðilega páska allir saman (betra seint en aldrei)
Við fórum í bústaðinn til mömmu og pabba á föstudaginn langa og komum heim í gærkvöldi. Höfðum það súper gott í "hinni" sveitinni og það var nú legið í leti í orðsins fyllstu. Stebbi "þurfti" nú að skreppa inn að Smyrlabjörg í Suðursveit til að ná í bíl á Páskadag. Annars var lítið annað gert en að liggja uppi í sófa, borða, drekka, spila Trivial og Kasínu og bara ..... já borða og páskaeggin runnu ljúflega ofan í alla viðstadda.
Annars er einhver bilun búin að vera hér á þessari síðu. Allt í einu poppaði upp eldgömul færsla á forsíðunni og allar hinar virtust bara dottnar út. Furðulegar þessar tölvur verð ég að segja.
Annars hef ég frá litlu að segja í dag. Ég fer á miðvikudaginn að láta taka saumana úr mér og vonandi skrifar hann mig á annan dag til að reyna að ljúka við aðgerðina. Svo á fimmtudag fer ég til Óskars krabbameinslæknis í eftirlit og blóðprufur og svoleiðis.
Læt heyra frá mér eftir þetta allt saman. Þangað til næst. Yfir og út!!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ eskan Gangi þér vel í þessu öllu saman!!!
ég veit ekki alveg enþá í hvada skóla ég verd í æfingakennslu, er búin ad fá einn í Reykjavík en er en ad kanna möguleika á ad fara kanski út á land... kanski skagann!!!
fer allt ad skýrast vonandi!!
verðum í bandi, kveðja til allra!
knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:34
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.