Gömul færsla

Já góðan dag og gleðilega páska allir saman (betra seint en aldrei) Smile 

Við fórum í bústaðinn til mömmu og pabba á föstudaginn langa og komum heim í gærkvöldi.  Höfðum það súper gott í "hinni" sveitinni og það var nú legið í leti í orðsins fyllstu.  Stebbi "þurfti" nú að skreppa inn að Smyrlabjörg í Suðursveit til að ná í bíl á Páskadag.  Annars var lítið annað gert en að liggja uppi í sófa, borða, drekka, spila Trivial og Kasínu og bara ..... já borða Tounge  og páskaeggin runnu ljúflega ofan í alla viðstadda. 

Annars er einhver bilun búin að vera hér á þessari síðu.  Allt í einu poppaði upp eldgömul færsla á forsíðunni og allar hinar virtust bara dottnar út.  Furðulegar þessar tölvur verð ég að segja.

Annars hef ég frá litlu að segja í dag.  Ég fer á miðvikudaginn að láta taka saumana úr mér og vonandi skrifar hann mig á annan dag til að reyna að ljúka við aðgerðina.  Svo á fimmtudag fer ég til Óskars krabbameinslæknis í eftirlit og blóðprufur og svoleiðis. 

Læt heyra frá mér eftir þetta allt saman.  Þangað til næst.  Yfir og út!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ eskan Gangi þér vel í þessu öllu saman!!!

ég veit ekki alveg enþá í hvada skóla ég verd í æfingakennslu, er búin ad fá einn í Reykjavík en er en ad kanna möguleika á ad fara kanski út á land... kanski skagann!!!

fer allt ad skýrast vonandi!!

verðum í bandi, kveðja til allra!

knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:34

2 identicon

Vonandi gengur þetta betur í næstu atrennu, það er nú meira sem á þig er lagt mín kæra. Eins gott að þú ert bjartsýn að eðlisfari. Bestu batakveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband