8.6.2006 | 19:57
Ligeglad
Ja það er sko ábyggilegt að ég muni hlæja í betri bíl frá og með deginum í dag því nýi bíllinn minn er algjör snilld. Maður verður náttúrlega að passa hraðann... kominn vel í hundraðið áður en ég veit af og þvíííílíkt gott að keyra hana Rauðhettu mína. En hún er sem sagt eldrauð og þeir sem mæta rauðri Corollu á götum bæjarins mega nú fara að passa sig Það er auðvitað þvílíkur munur að keyra um á þessum litla (sæta) bíl í borginni. Betra að komast í stæði og svona og ég tala nú ekki um þegar ég legg í stæði. Svo þarf ég auðvitað ekki að lyfta Sigrúnu upp í bílinn þannig að það er líka mikill munur. En jeppinn stendur auðvitað alltaf fyrir sínu og verður auðvitað gott að eiga hann þegar ALLUR snjórinn kemur næsta vetur hér sunnan heiða. Já já það held ég nú.
Lyfjagjöfin gekk fljótt og vel að vanda. Blóðgildin eru góð og allt það Fór svo í kaffi og vöfflu til Sibbu söst á eftir og brunaði svo austur fyrir fjall.
Gleymdi að segja ykkur að í gær keypti ég mér brúðarskó. Þessa líka fínu skó í Valmiki í Kringlunni. Opnir í tána og með blómi á ristinni. Alveg hvítir að sjálfsögðu. Og svo fékk ég þetta fína brúðarveski í NEXT sem er líka hvítt og passlega stórt fyrir púðurdósina og varalitinn. ÚÚÚÚ þetta er svo gaman. Maður fer bara að verða spenntur.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamlegt! Hvenær fæ ég svo að sjá myndir af herlegheitunum?? Já ég veit smá óþolinmóð... Mæli með að klína einni Jagermeister með í púðurtöskuna hehehehehehehe Aldrei að vita nema hennar verði þörf!
Gunnur (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 19:27
He he he ... góður punktur Gunnur. Gerðir þú það sem sagt?
Ég skal fara að taka myndir af þessu öllu saman og senda þér mjög fljótlega.
Nú situr Sigrún föst fyrir framan Mr. Bean á Stöð 2, he he. Auðvitað kann hún að meta góðan húmor barnið, hvað annað!?
Góða helgi allir sem einn.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 9.6.2006 kl. 19:53
Hæ elsku Rannveig mín, já ég er á lífi, bara stödd í Vík hjá mömmu og kemst varla í tölvuna þar sem systir mín er tölvusjúk og hangir í tölvunni day and night!!! En til lukku með nýja bílinn, getur verið mjög þægilegt að vera á lítilli "púddu" ég þekki það:)
Jæja´skan vonum það besta með augun þín!!!!
Kv. Bogga
sigurborg (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 22:30
Hæ hæ og takk fyrir daginn já nýji bíllinn stóð sig vel í bænum í dag. Frábær bíll og til hamingju með hann. Sjáumst á morgun kv Svava
svava (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 21:56
Já, til lukku með nýja karið enn og aftur. Þær eru nú svo nettar þessar dömudropaflöskur, gæti verið gott að hafa eina svona just in case.......þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 10:03
Hae dullan! Madur klikkar ekki a ad fylgjast med tho madur se a Spani sko :-)
Erum her a Mallorca i godu yfirlaeti skal eg segja ther, sol og sandur og ad sjalfsogdu nog af sangriu og bjor.....thad jafnast ekkert a vid thad...osfrv.
knus og kossar fra okkur ollum
Sandra, Reynir og Daniel Thor
Sandra Dis (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 11:04
Hæ eskan.. nú svona fyrst thú ætlar ad senda myndir til DK á annad bord má ég thá ekki vera svo frökk ad bidja um ad thær verdi sendar á 2 stadi;o)
Er í vinnunni og gjörsamlega ad drepast úr hita;o) thad er 28-30 stiga hiti hérna og glampandi sól... madur er bara búin ad vera ad bída eftir góda vedrinu og svo thegar thad loksins kemur thá finnst manni of heitt;o) madur er náttúrulega aldrei sáttur;o)Annars er thetta nú voda næs..
Læt heyra frá mér fljótt aftur!!
Knús Thora
Thora (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.