Aðgerð á morgun

Reykjavík ó  Reykjavík þú yndisfagra borg LoL   Nú er ég stödd hjá Guðrúnu syss og fjölskyldu í Reykjavík og búin að hitta augnlækni, svæfingarlækni og skurðlækni.... og tók þetta nú tímana 3.  Ég byrjaði á því að hitta augnlækni sem er nú þýsk kona og talar varla stakt orð í íslensku.  Spurði mig strax hvort hún mætti tala smá ensku.  Jú ég hélt það nú.  Allavega betra en þýskan og bjagaða Íslenskan sem skilst varla.  En jæja hún skoðaði mig í bak og fyrir, ætlaði mig gjörsamlega að drepa þegar hún lýsti þvílíkt upp í augun á mér og sagði mér að horfa í ljósið í þokkabót.  Þetta var nú bara þvílíkt sársaukafullt að ég þurfti að hörfa undan og táraðist þetta litla.   Hún ætlaði sem sagt að skoða á bak við augnbotnana... já já gerðu það bara þegar búið er að svæfa mig Shocking  En ég var þarna í einn og hálfan tíma.  Fór þá yfir á Hringbrautina að hitta svæfingalækninn.  Þurfti nú að bíða eftir henni í klukkutíma.  Hefði allt eins getað sleppt því.  Hún lét mig skrifa undir eitthvað samþykki og ég tölti svo aftur yfir á Eiríksgötuna (augnlæknastofuna).  Hitti aftur þessa þýsku og hún reif nú bara blaðið sem ég hafði skrifað undir hjá svæf.lækn. og bað mig að skrifa undir annað sem hún var búin að fylla út sem hin fattað ekki að væri með í bunkanum.  Svei mér þá.... þetta lið!!  Gasp En þá loksins hitti ég Harald skurðlækninn og hann sagði mér að ég þyrfti að liggja inni í  ca sólarhring og það gæti blætt verulega úr nefinu á mér eftir þetta.

En aðgerðin  verður sem sagt gerð á morgun.  Það á fyrst að gera vinstra megin og það voru nett vonbrygði þegar mér var tilkynnt að aðeins væri gert öðru megin í einu.  Ohh.  Gat nú verið.  En jæja það verður  að hafa það.  Vona bara að þetta lagi lekann því ég nenni hreinlega ekki að leka lengur.  Er orðin hreinlega dauðþreytt á því.

Takk fyrir og við heyrumst þegar þetta er búið allt saman.  See ya...  Ó borg mín borg.....!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel á morgun.

Komið nóg að þurfa alltaf að vera að nota tissjúúú........

Mikið að við skildum ekki rekast á hvor aðra þarna á Hringbrautinni í morgun.

kv Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:19

2 identicon

hæ sæta

Gangi þér vel í.... ja dag hlýtur að vera... ef í gær var á morgun...

vonandi að þetta gangi eins og í sögu og að ekki líði á löngu til að þú losnir við leka á báðum!!!

knús og kram og ég hugsa til þín..

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 08:57

3 identicon

Já gangi þér sem best með þetta elskan mín, það er ekki heiglum hent að eiga við þessa lækna.....góðar kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:17

4 identicon

Hefði nú tékkað á þér á spítalanum ef ég hefði verið búin að lesa færsluna elskan, var sem sagt uppá lansa í skoðun og surprise surprise.........það er ekkert að gerast!!!!  Er því komin heim í heiðardalinn enn á ný.  Vona annars að allt hafi gengið vel, sendi góða strauma

lovja Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:16

5 identicon

Oh my god hvað það er langt síðan ég hef kíkt hingað, mín bara farin í aðgerð og allt, vona að það hafi gengið vel!!! Ég hringi í þig á næstu 3 dögum, það er nýtt markmið og loforð!!!!

Og Sandra mín, þú átt samúð mína alla, ég þekki þetta, er búin að setja Íslandsmet í meðgöngulengd, kannski að þú sláir metið????? esssskan:)

Bogga (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband