25.3.2007 | 15:26
Fljótt að líða
Dóttir mín verður fermd áður en ég veit af Hún er að verða 5 ára svkísan. Ég trúi þessu bara varla. Ég keyrði hana í afmæli áðan hjá einni sem er með henni á deild í leikskólanum. Það er sem sagt fyrsta afmælið sem hún fer ein í... eða án okkar foreldranna þ.e.a.s. Mér fannst nú hálf skrítið að skilja hana bara eftir og sækja hana svo aftur eftir nokkra tíma. En það kemur víst að þessu og maður verður bara að sætta sig við það eins og annað
Ég fór til hómópata á föstudaginn. Ég hef farið áður þannig að það var ekkert rosalega margt sem kom mér á óvart eftir mælinguna. Ég á að taka út ger, hvítt hveiti og allan sykur (en ekki hvað) ásamt nokkrum öðrum fæðutegundum. Ég byrja á því að fara í smá hreinsikúr í 10 daga og svo á ég að fá mér slatta af bætiefnum og steinefnum sem mig vantar en lyfjameðferð eins og ég fór í gerir það að verkum að ýmis góð efni skolast bara út. Þá er nauðsynlegt að byggja sig upp aftur. Hún ráðleggur mér að taka B og C vítamín, selen og þaratöflur (hjálpar til við að losna við eiturefnin), og ýmsilegt annað sem ég nenni nú ekki að telja upp. Ég er sko alveg tilbúin í þennan pakka núna. Kominn tími á róttækar breytingar á mínu mataræði. Ég skal halda smá dagbók hér inni til að leyfa ykkur að fylgjast með. Ég þarf að sleppa kaffinu, rauðu kjöti, og borða meira léttfæði á meðan hreinsikúrinn stendur yfir. Það ætti nú ekki að vera svo erfitt .... eða hvað?! 10 dagar eru nú fljótir að líða. En svo þarf ég að taka hitt út í 4-6 vikur og fara svo aftur í mælingu í byrjun maí til að sjá hvernig staðan verður þá hjá mér. Spennandi verkefni og verður örugglega ekkert óyfirstíganlegt. Þetta verður örugglega erfiðast í vinnunni því ég má ekki borða allan matinn sem er þar í boði. Þá er bara að grípa í ávöxt eða eitthvað létt
Kem fljótlega aftur með nánari útlistun á hvernig þetta gengur hjá mér. Ég byrjaði formlega í dag sem sagt.
Þangað til næst
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ snúlla...
Ótrúlegt hvad thú getur litid björtum augum á ad meiga ekki drekka kaffi og borda sykur ég held ég mundi ekki vera jafn jákvæd.. hehe
Vonandi gengur thetta vel hjá thér... sem ég er sossum ekki í vafa um... og pøj pøj hjá svæfingalækninum í dag!!
Knús Thora
Thora (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 06:46
Þetta verður náttlega pís of keik hjá þér er það ekki? Þetta gekk svo vel síðast að breyta. Ég myndi varla meika það að sleppa kaffinu. En gangi þér vel í þessu og ég heyri nú í þér áður en þú ferð í aðgerð. Bestu kveðjur Svava
svava (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:26
Gangi þér vel í hreinsikúrnum, þú hefur nú prófað hann áður og stóðst þig eins og hetja ef ég man rétt og náðir góðum árangri! Dugleg að drekka jurtate og sonna.... bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:38
húff verd eiginlega adeins ad bæta vid;o) er nefnilega lika búin ad vera velta thví fyrir mér hvernig geti stadid á thví ad blessud börnin "stækki" svona hratt.... er ad fara ferma dóttur mína eftir 3 ár og hér á bæ eru hormónarnir algerlega ad taka yfirhöndina... púff... stend stundum bara og stari og fatta hreinlega ekki ad thetta sé "litla" stelpan mín
Vonandi gekk vel hjá lækninum.. thú lætur okkur nú heyra... er hakki???
knús Thóra
Thora (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.