Bloggleysi

Jæja já ... fólk farið að kvarta um lengd á milli færslna hjá mér Undecided  ég nenni bara varla að blogga þegar ég hef frá svo agalega litlu að segja.  Þannig að það tekur því ekki að blogga um ekki neitt. 

Það helsta svona er jú að við skruppum á þorrablót í sveitinni um daginn og það var hin besta skemmtun.  Skemmtiatriðin (heimatilbúin að sjálfsögðu) voru alger snilld.  Mikið gert grín að sameiningunni (í Flóahreppi), möstrunum sem áttu að koma í landi Galtastaða... jú og kvennaferðinni góðu sem farin var í vetur til Þýskalands LoL  Við hjónin vorum samt ekki í okkar besta stuði og vorum komin heim áður en blótinu lauk.  Aldrei slíku vant.  Samt ágætis blót alveg og ég dansaði alveg fullt.  Ekki hægt að segja það sama um bóndann.  Pouty

Nú talandi um bóndann... þá er hann að fara í fjallaferð um helgina þannig að ég verð grasekkja frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag.  Þannig að ef einhver vill kíkja í sveitina í kaffi og meððí þá er það guð velkomið.  Á líka góðar veigar á barnum, hehe. 

Bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rannveig mín, það er skömm af því hvað ég hef verið löt að skrifa þér kveðju. En ég kíki samt reglulega inn á síðuna hjá þér. Við hjónin hérna í Ölfusinu erum farin að vera súr í gegn enda erum við búin að ná að fara á þrjú þorrablót. Maður er líka farin að gera fullt af tilraunum get ég sagt þér.  En mín kæra hafðu það bara gott í kotinu ásamt Sigrúnu um helginu, alltaf gott að poppa og kúra saman undir teppi og gleyma sér yfir góðri barnamynd - ég mæli með þessu.  kv. Sigga Sigf.

Sigríður Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:28

2 identicon

Eskan mín ekki hætta að blogga alltaf gaman að kíkja á síðuna þína. Líst vel á þig Sigga dugleg að blóta þorrann hehe...

Kær kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband