9.5.2006 | 15:41
Garðvinna
Húff púff... það er erfitt að eiga stóran garð. Ég er búin að vera í 2 tíma að tína burtu dauða ruslið í garðinum nú eftir hádegið og það er nú samt heilmikið eftir. Búin að vera á hlírabolnum hérna úti og í svitabaði enda er 19 stiga hiti hérna og sólin skín sem aldrei fyrr. Já ég sagði 19 stig. Þetta er bara Kanaríveður alveg hreint yyyyyndislegt. Ég ákvað nú að vera ekki lengur í dag til að drepa mig ekki alveg strax á þessu. Maður verður að taka þetta í áföngum þegar garðurinn er þetta stór og mikil er vinnan. Ætla nú að láta bóndanum það eftir að hirða hrúgurnar svo hann fái nú að taka þátt í þessu þessi elska en það verður nú að viðurkennast að þetta eru ekkert uppáhaldsverkefnin hjá okkur hjónaleysunum. En auðvitað alltaf gaman að sjá hvað kemur undan dauða gróðrinum og þegar allt fer að blómstra á sumrin. Reyndar er orðið ansi mikið illgresi í þessu hjá okkur því það hefur ekkert verið stungið upp í þónokkur ár en ég er með eina hugmynd sem ég ætla að hrinda í framkvæmd bráðlega og ef hún virkar ekki þá verður þessu bara mokað í burtu öllu saman og sett möl eða gras í staðinn. Já og kannski fáum við okkur nokkra rósarunna svona upp á grínið þeir eru svo fallegir. Svo í haust ætla ég að henda niður nokkrum haustlaukum. Gaman að því. En núna er fullt af blómstrandi Liljum í garðinum sem eru voða fallegar og einn og einn túlípani sem er að fara að springa út. Einhverjar leyfar frá því fyrir nokkrum árum Ég skal setja inn myndir bráðlega af þessu afreki mínu (tiltektinni) svona fyrir og eftir myndir.
Jæja best að koma sér í sturtu og skutlast svo á Selfoss eftir prinsessunni. Er sko búin að taka út krítarnar hennar og nú verða gerð listaverk á stéttina
Ekki má gleyma afmæliskveðju dagsins. Hún Anna Kolla frænka mín á afmæli í dag. Óskum við hér í Vorsabæ henni innilega til hamingju með daginn Kossar og knúúúúús. En í dag er nú reyndar akkaúrat eitt ár síðan ég fékk greininguna en það er nú önnur saga... ha? Ég er ekki greind... ertu ekki greind? Nei ég sé það núna... þetta er minn litur!! Ha ha ha ha.... (skaup '87)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já helv. garðvinnan... maður er ekki fyrr búinn en allt er komið í samt horf aftur! Varla tími fyrir einn øl á milli stríða hehe Endalaust knús til þín héðan úr blíðunni .-)
Gunnsa með brenndan nebba
gunnur (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 18:57
Farðu strax úr þessu græna, þetta er minn litur hahaha (nú heldur venjulegt fólk sem les bloggið þitt að við séum endanlega gengnar af göflunum). Já garðvinnan maður, úff, samt ekki leiðinlegt en mikil vinna og lítur svo vel út eftir á!!
Til hamingju með daginn Anna Kolla, mín bara orðin þrjátíu og hvað aftur??????
Kv Bogga
Sigurborg (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.