Nú helgin er liðin...

Áttum yndislega helgi með vinum okkar í sumarbústað í Heiðarbyggð um helgina.  Fórum á föstudaginn og keyrðum inn í rigninguna Óákveðinn  á Flúðum og Svava, Einar og Reynir Örn komu stuttu síðar.  Við elduðum kvöldmat og svo skelltum við okkur í pottinn þegar börnin voru sofnuð.  Það var nú bara notalegt að fara í pottinn í rigningunni.

Á laugardaginn vöknuðum við í sólskini og börnin skelltu sér strax í pottinn með pöbbum sínum Brosandi á meðan við kellurnar útbjuggum desertinn sem vera átti um kvöldið ásamt því að líta í blöð og kíkja út í sólbað með kaffibollann.  Mamma og pabbi kíktu svo í kaffi um miðjan daginn en um kvöldið grilluðum við lamb og naut og borðuðum desertinn góða.  Fórum svo afvelta í bælið Ullandi 

Á sunnudeginum var aftur komin sól og þá skelltum við húsfrúrnar okkur í pottinn (en ekki hvað Glottandi) með börnunum og höfðum það gott.  Svo fórum við að tína dótið út í bíl smátt og smátt eftir hádegið og fórum svo í heimsókn til mömmu og pabba í nýja sumarbústaðinn þeirra sem er í Brekkuskógi.  Þessi líka fíni bústaður á hreint frábærum stað í miklum gróðri.  Og ekki skemmir fyrir að það er heitur pottur á staðnum Glottandi  og rólur og vegasalt sem fylgir bústaðnum.  Svava og co skunduðu heim um kaffileytið en við stöldruðum lengur við og Sibba, Hafþór og Hafsteinn komu og Sigrún og Hafsteinn skelltu sér í pottinn.  Ég held að það hafi verið pottaferð nr. 5 hjá Sigrúnu síðan á föstudaginn Óákveðinn  og nú verður tekin hvíld á böðum hjá prinsessunni til að hlífa húðinni því hún versnar svo við að fara í vatn.  Nú við enduðum á að borða hjá mömmu og pabba grillkjöt og tilheyrandi og svo þegar við vorum að fara þá komu Solla, Gunnar og Bogga amma í heimsókn til þeirra.

Bústaðirnir í Heiðarbyggð eru voðalega fínir og flottir Hissa  eða að minnsta kosti nýtískulegir.  Rándýr hönnun en svo eru þeir nú eiginlega bara kuldalegir þegar inn í þá er komið.  Vantar alveg myndir á veggina og svo eru loftin og veggirnir alveg eins þannig að allt fellur saman í eitt.  Hátt til lofts og það bergmálar um allt þegar stólarnir eru dregnir eftir gólfinu Óákveðinn  En Þetta var nú samt alveg frábær helgi í alla staði.  Sigrún og Reynir voru voða dugleg að leika sér saman alla helgina.  Þau horfðu mikið á Ávaxtakörfuna og Bangsimon, hlupu út á róló og lituðu í litabækur og hjóluðu á milli þess sem þau busluðu í pottinum Hlæjandi  Takk fyrir frábæra helgi Svava, Einar og Reynir Örn.

Yfir og út!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis kæru vinir þetta var meiriháttar helgi hjá okkur. Við komum afslöppuð og fín út úr þessu:-) svo bergmálar náttlega ávaxtakarfan í hausnum á manni hehehe
Kveðja Svava og co

Svava Guðmundsd. (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband