7.9.2008 | 00:19
Ein ég sit og sauma...
... inni í litlu húsi, enginn kemur að sjá mig nema litla músin... eða nei kötturinn hefur náð henni
Sigrún lööööngu sofnuð, ég sit hér ein og sauma tölu á buxur bóndans í nýju stígvélunum mínum Bóndinn á bænum er á 20 ára gagnfræðingamóti og þar er örugglega mikið stuð. Ég var að enda við að horfa á heilmikla spennumynd á RÚV með Cruise. Helvíti góður alltaf og lék skúrkinn assgoti vel. Ég var komin með hækkun á blóðþrýsting í lokin bara
Við mæðgur fórum í Brúarhlaupið í dag með mömmu. Skelltum okkur í skemmtiskokkið (2,5 km) og sú stutta ætlaði nú að gefast upp áður en við náðum yfir brúna til að stilla okkur upp í startið Við örkuðum af stað, skokkuðum aðeins og strunsuðum inn á milli og hún gat þetta á endanum og restaði á að stinga mig af þegar hún hljóp í markið. Hún fékk einhvern ofurkraft þegar hvatningarópin byrjuðu að óma á Bankaveginum og hún brunaði í markið og fékk verðlaunapeninginn sinn. Sú var stolt og ánægð en vá hvað hún var þreytt. Hún var sofnuð um 9 leytið í kvöld og það múkkaði ekki í henni. Held hún hafi ekki sofnað svona snemma síðan hún var ófiðraður ungi
Reykjavíkurferð á morgun. Ætla nú að láta það eiga sig að fara í styrktargönguna en er samt búin að styrkja málefnið um 3.000 kall. Fer kannski næst Sexurnar eru að hittast í bröns heimá hjá einni sem var að flytja upp í Mosó. Ætlum að kíkja á slotið hennar og slúðra dálítið og éta á okkur gat!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 08:28
Styrktarganga fyrir brjóstakrabbameinsrannsóknir
STÓRA STYRKTARGANGAN 2008 VERÐUR ÞANN 7. SEPTEMBER
Elliðaárdalur, Reykjavík: kl. 10:30 frá Árbæjarkirkju
Gengið verður um Elliðaárdal og kostar 3000,- kr. Hægt er að fara 3, 7 og 10 km.
Einn helsti tilgangur Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Fyrsta styrkveiting Göngum saman fór fram 22. október 2007. Hægt er að sjá meira um málið á http://gongumsaman.is
Ég er búin að skrá mig í gönguna en er ekki enn búin að ákveða hversu langt ég geng Kemur einhver með?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 08:33
Aldeilis gott framtak
Það mættu vera fleiri fréttir af þessum toga í íslensku samfélagi. Frábært framtak og miklu fargi létt af bóndanum sem sá líklega ekki fram á að geta haldið búrekstri áfram.
Meira svona
Þetta er eins og að fá fæturna aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 08:28
Skólastelpan í kirkju
Jamm við fórum í kirkju á sunnudaginn. Séra Úlfar er að hætta hér sem prestur og var með síðustu messuna sína á sunnudaginn og svo var kaffiboð í Félagslundi á eftir. Sigrún var nú ekki að fíla þessa messu get ég sagt ykkur. "Æi mamma þetta er alveg HUND-leiðinlegt(með tilheyrandi svipbrygðum). Ég get ekkert gert hérna og kann ekkert þessi lög (sálmana) og get ekki sungið með... hvenæææær er þetta búiiiið???" Ég held að næsta skipti sem þessi unga dama fer í kirkju verði í kringum fermingarfræðsluna
Annars var þetta fínt en messan var líka í það lengsta því það var gengið til altaris og ekki var það nú til að bæta þolinmæðina hjá þeirri stuttu. Fórum svo í Félagslund og fengum okkur kaffi og meððí og þar hitti Sigrún nokkra vini úr leikskólanum og skemmti sér vel þannig að ferðin var ekki alveg til ónýtis fyrir hana
En hún er mjög áhugasöm í skólanum og les nú heima á hverjum degi í bók sem heitir Unugata. Hún verður svo í fimleikum í vetur líka og ég held það sé ágætt að hún fái að sprikla svolítið því orkuna hefur hún svo sannarlega. En ég hef ekki verið svona fljót að vekja barnið í laaaangan tíma svo hún er ansi spennt að fara í skólann á hverjum degi Vona bara að það haldist lengi út.
Vil minna á að ÁTAKIÐ er hafið að nýju
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 11:43
Þegar vindáttin breytist reisa sumir sér skjólveggi en aðrir byggja sér vindmyllur!
Þetta spakmæli er kínverskt og þegar ég var í krabbameinsmeðferðinni (vikulegu lyfjagjöfunum í 11 vikur) þá fórum við Stebbi á námskeið sem heitir "að lifa með krabbamein." Í lok hvers tíma fengum við alltaf einhver góð spakmæli sem er ágætt að hafa til hliðsjónar þegar erfiðleikar steðja að.
Ég var að fletta möppunni með öllum efniviðnum sem við fengum á námskeiðinu og vá þvílkt safn af alls kyns fróðleik. Það var ekki séns fyrir mig að lesa þetta allt saman á þeim tíma sem við vorum þarna því þegar líða tók á námskeiðið leið mér orðið svo illa að ég gat varla mætt í tímana. Eins og einhverjir lesendur hér muna kannski þá var mér orðið ansi óglatt í lokin ásamt því að vera með munnangur eða sár um allan munn þannig að erfitt var fyrir mig að borða og þrekið var hreinlega ekki neitt Mér finnst pínu erfitt að rifja þennan tíma upp núna enda margt vatn runnið til sjávar síðan.
Í lyfjagjöfunum kynntist ég mörgu góðu fólki, bæði hjúkrunarfólki, læknum og svo þónokkrum sjúklingum. Mig langar að skrifa svo margt hér en læt það vera því það eru margir sjúklingarnir horfnir á braut og mér finnst hvert áfallið á fætur öðru hafa komið upp á þessum rúmum þremur árum sem er liðið síðan ég greindist. Ég sit hér með tárin í augunum og rifja þetta upp en einmitt ein ágætis kona sem ég kynntist á göngudeildinni kom í viðtali í Vikunni í okt.2005 og í því viðtali var hún svo glöð að vera búin í lyfjagjöf og hélt hún ætti lífið framundan. Þegar þetta blað kom svo út þá sat hún með það í næstu lyfjagjöf því hún hafði greinst aftur Og nú er hún látin blessunin. Svo sorglegt og ósanngjarnt!
Munum að lifa í núinu og njóta hvers dags því enginn veit hvað gerist á morgun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar