28.9.2008 | 17:10
Gulrætur í annarri og graslaukur í hinni
Sigrún brá sér út í garð áðan og tók upp ALLAR þær gulrætur sem hún sá og VOILA... þetta er afraksturinn Það er nú reyndar ennþá til hellingur af graslauk.
Gulræturnar okkar köfnuðu í arfa sem ég hélt lengi vel að væru gulrótargrös svo mikil er kunnáttan. Komst síðar að því að þetta var valmúi eða eitthvað álíka og reytti eins og ég ætti lífið að leysa. Ég er nú hissa yfir því að uppskeran yrði þó þetta mikil
Ég ætla að gera þetta aðeins öðruvísi næsta vor! Þá verður vandað meira til verka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2008 | 19:18
Afhjúpun minnisvarðans í Timburhól
Við fjölskyldan vorum viðstödd afhjúpun minnisvarðans um hjónin í Vorsabæ þau Stefán Jasonarson og Guðfinnu Guðmundsdóttur í dag við Timburhól. Þetta er hinn myndarlegasti minnisvarði sem listakonan Sigga á Grund gerði og það má með sanni segja að henni hefur tekist vel til. Á þessari mynd eru systkinin með listakonunni, formanni umf. Samygðar, gjaldkera og formanni minnisvarðanefndar. Systkinin frá Vorsabæ buðu svo í kaffi á eftir í Félagslundi þar sem borðin svignuðu undan kræsingum kvenfélagskvenna úr Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Athöfnin fór öll vel fram og "veðurguðirnir" voru okkur nokkuð hliðhollir í Timburhól því þegar við vorum á leiðinni í Félagslund fór að rigna og hefur ekki stytt upp síðan
Við Sigrún tókum nokkrar myndir í dag sem ég læt fylgja hér með
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 08:32
Ranka fór í réttirnar...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 13:01
Konur vs. karlar í hnotskurn!
Mamma segir: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara
uppí rúm. Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi
poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri
eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og
skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.
Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,
straujaði eina skyrtu og festi eina tölu. Hún tók saman dagblöðin sem
lágu á gólfinu.
Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti
símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr
uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.
Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti
peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo
skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.
Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og
greiddi sér.
Pabbin hrópaði úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa.
Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk
úr skugga um að dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á börnin og talaði
við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi sínu stillti hún
vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af
rúminu.
Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.
Á sama tíma slökkti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú
fer ég að sofa - og það gerði hann.
PS.
Svo eru karlarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2008 | 22:02
Hva- er hún þá bara eins og við hin?
Ég er svo aldeilis hissa Getur það verið að manneskjan sé stundum eins og drusla til fara? Eigum við ekki öll okkar slæmu daga? Það er nú varla alltaf hægt að vera eins og klipptur út úr tískublaði og fótósjoppaður í bak og fyrir eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar