11.7.2007 | 15:27
Ég trúi þessu varla
Hún Hildur Sif er látin. Ég er harmi slegin yfir þeim fréttum sem ég las á blogginu hennar í gær. Ég kynntist henni aðeins í lyfjagjöfum í gegnum mitt ferli og áttum við stundum gott spjall. Ég man eftir fyrstu lyfjagjöfinni sem ég fór í. Það var 19.maí 2005 á fimmtudegi og ég var komin í stól og það var verið að fara að tengja mig. Ég var ekki komin með lyfjabrunninn og á móti mér sat þessi unga kona, sköllótt og gubbandi. Ég fékk auðvitað smá sjokk við að sjá þessa ungu konu í þessari vanlíðan en Þetta var hún Hildur Sif. Hún horfði á mig og spurði mig hvernig ég gæti þetta án þess að vera með brunn. Brunn hugsaði ég... hvað ætli það sé? Alveg græn en þetta voru okkar fyrstu kynni. Lengi vel vorum við á sömu dögum í lyfjum og svo hittumst við stundum á fundum hjá Krafti líka veturinn á eftir. Það var alltaf gaman að hitta hana, hún var lífsglöð og ákveðin og svakalega dugleg.
Maður áttar sig alltaf betur og betur á hvað það er virkilega stutt á milli lífs og dauða þegar svona ungar hetjur lúta í lægra haldi fyrir þessu ógeði sem krabbameinið er. Ég fékk bara áfall í gær þegar ég sá þessar fréttir. Ömurlegt og óréttlátt. Hún lætur eftir sig ungan son og eiginmann. Ég votta allri fjölskyldu Hildar mína samúð.
Blessuð sé minning þín Hildur Sif.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2007 | 09:36
Suðurlandsins eina von...
... mér er í fersku minni Kaupfélagið, Bellubar og Höfn Snilldarlag frá Sniglabandinu um Selfoss, hnakkana, pólitíkusana og allt hitt. Ég er nú orðin það gömul (eða ekki) að ég man vel eftir kaufó, bellubar og höfn og tala nú stundum ennþá um að fara upp á Bellubar þegar ég fer á Olís
Sama má segja um Nóatún. Þetta verður alltaf Kaupfélagið í mínum augum
Ég nota rigninguna til þess að googla eldhússtóla og vá maður. Þvílíkt verð sem getur verið á einum fo... eldhússtól. Helst ekki undir 13.000 kalli. Ja nema þá í Ikea eða Rúmfó. Þar er hægt að fá ágætis stóla fyrir 2000 kallinn. Þarf að spá verulega í þetta því stólarnir okkar eru að syngja sitt síðasta. Held samt að ég kaupi mér ekki stóla sem kosta 13.000 kr. stykkið því ég þarf að kaupa þá nokkra
Fór í lyf í gær. Var í rúma 2 tíma í stólnum í staðinn fyrir korter Ástæðan er sú að búið er að skipta um lyf. Svei mér þá og ég var orðin vön að vera bara í ca 20 - 30 mínútur inni á deildinni en núna þarf ég að vera amk 2 tíma því ef þetta nýja lyf er gefið á styttri tíma en 2 klukkutímum getur það valdið nýrnaskemmdum því þetta er svo mikið álag fyrir nýrun. Já það er ekki á allt kosið í þessum bransa
Yfir til ykkar kæru vinir. Látið nú heyra frá ykkur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2007 | 12:09
S U M A R F R Í




Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 17:46
Fjölmenni í flóanum
Já það var fjölmenni á fundinum sem sveitastjórn Flóahrepps boðaði til í Þjórsárveri í gærkvöld. Fróðlegt var að hlusta á allar þær skoðanir sem fram komu um hvort það ætti að virkja Urriðafoss eða ekki. Langflestir voru á því að fresta virkjunarframkvæmdum og skoða málið betur með tilliti til umhverfisáhrifa. Ég veit samt varla enn í hvorn fótinn ég á að stíga í þessu máli. Þegar ég heyri í fólki sem vill fá virkjunina og færir rök fyrir því þá finnst mér það alveg hið besta mál. Gæti verið svo sammála En svo heyrði ég öll þessi sjónarmið í gærkvöldi og fannst þau rök (mörg hver) alveg eiga rétt á sér líka. Hvað ættum við að gera? Auðvitað er fáránlegt að við þurfum að fórna fossinum til þess að fá betri vegi (bundið slitlag) og betra gsm símasamband
Þessir hlutir eiga bara að vera í lagi og við eigum ekkert að þurfa að fórna einhverri náttúruperlu fyrir það frekar en eitthvert annað sveitarfélag. Ég skal ef þú gerir. Bara fáránlegt. En svona held ég hins vegar að málin verði. Það liggur víst ekki fyrir á næstunni að betrumbæta vegina hér í sveit. Og ekki heldur að bæta gsm sambandið. Á næstu áratugum kannski en ekki nærri strax. Og hvað þá? Eigum við þá að virkja? Það er stór ákvörðun sem sveitastjórnin stendur frammi fyrir á næstu dögum og ekki öfundsverð.
En allavega. Ég er orðin forsíðustúlka ásamt nokkrum sveitungum mínum. Þar kom að því að draumurinn rættist, hehe. RUV var á svæðinu líka í gær og maður er orðinn sólbrúnn af allri flassnotkuninni þarna.
Kveð í bili.
R
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.6.2007 | 21:59
Glimrandi góð sumarhátíð hjá Krafti
Jæja við fórum á sumarhátíðina hjá Krafti í gær í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og tókst hún nú heldur betur vel Við fórum inn í garðinn húsdýragarðsmegin og selirnir voru aðeins skoðaðir og vísindaveröldin líka. Hún var mjög spennandi og ýmislegt spekúlerað. Á methraða þó því Sigrún hafði ekkert mjög mikla þolinmæði gagnvart þessu dótaríi þannig að við héldum áfram og hún fór í hringekjuna en það var einmitt frítt í tækin þennan dag (eins og í garðinn sjálfan reyndar
) og svo aftur í hringekjuna og aftur... já já endalaust. En svo voru nú Skoppa og Skrítla að fara að byrja þannig að við skundruðum áfram til að sjá þær. Ekki var nú verra að Hara systur voru að kynna herlegheitin sem þarna fóru fram og Sigrún byrjaði nú á því að hlaupa til þeirra. Því þær eru jú orðnar vinkonur sko
ekkert smá spennandi. Hún vildi nú svo endilega að ég myndi segja þeim frá því þegar hún fór í fallturninn um daginn og var skíthrædd
því ekki þorði hún því sjálf. Móðirin var nú ekki alveg á því þannig að það gleymdist bara. Svo byrjuðu nú trúðasysturnar með sitt prógramm og Sigrún hæstánægð með þær. Svo komu Dýrin í Hálsaskógi og sýndu okkur hvernig lífið í Hálsaskóginum gengur fyrir sig
Ekkert smá flott og leikhópurinn (sem ég get ómögulega munað hvað heitir) sýndi þarna snilldartakta og BAKARADRENGURINN sló nú algjörlega í gegn. Ekkert smá fyndinn gaur þar á ferð
Leikritið var sýnt inni í skóginum hjá Ökuskólanum og búið að færa þetta í aðeins nútímalegra horf. Mikki refur ætlaði t.d. að borga kökurnar með korti en þurfti svo að fara í hraðbankann
já þetta var algjört æði bara. Systur mínar komu líka og nokkrir fylgifiskar með þeim
og við fengum okkur svo kaffi í veitingahúsinu og áttum bara yndislegan dag í þessu frábæra veðri og á þessum líka dásamlega stað.
Kraftur - takk kærlega fyrir okkur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar