30.7.2007 | 10:51
Hún á afmæli í dag...
...hún á afmæli í dag. Hún á afmæli hún RANNVEIG. Hún á afmæli í dag.
Jább ég var vakin með yndislegum afmæliskossum í morgun. Fyrst af eiginmanni mínum áður en hann fór til vinnu. Sofnaði nú aðeins aftur og svo um leið og Sigrún vaknaði stökk hún upp um hálsinn á mér og kyssti mig og sagði: "Til hamingju með afmælið elsku mamma mín"
Ekki amalegt að vakna við svona
Er búin að hræra í skálatertu og gera góða brauðhringinn frá henni Erlu sem ég var að vinna með. Nú svo er hann Vilberg búinn að skella í eina súkkulaðitertu fyrir mig Á nefninlega von á nokkrum í kaffi í dag.
Stjörnuspáin mín fyrir daginn: LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Hentu þér út í fjörið þótt það liggi kannski ekki endilega lífið á. Það góða við þig er að þú bíður ekki alltaf fram á seinustu stundu með að framkvæma hlutina.
Það er einmitt það já. Eigið góðan dag kæra fólk þarna úti
27.7.2007 | 11:55
Litla nautið
Fann þessa ágætu lýsingu á barni í nautsmerkinu og svei mér þá ef ég kannast ekki við nokkur atriði þarna sem gætu nú átt ágætlega við hana Sigrúnu mína
Barn í nautsmerkinu er í góðu jafnvægi og einbeitt og tekur sér tíma til að gera hlutina og flýtir sér hægt. Þetta er barn sem skilur og metur ferlið sem slíkt. Barn í nautsmerkinu hefur ánægju af því að hugsa um hluti og sýnir staðfestu í nálgun þess. Raunsæi og að hlutirnir séu raunhæfir er stór hluti af þeirra ákvarðanatöku. Þegar þú útskýrir hluti fyrir barni í nautsmerki þá er alls ekki nóg að segja þetta er bara svona. Þetta barn hefur þörf fyrir að skilja af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru og hver lógíkin er á bak við reglurnar sem því eru settar, annars getur það ekki fylgt reglunum. Þetta hljómar sem mikil vinna en leiðir af sér vel aðlagað barn í góðu jafnvægi. Annað sem ber að hafa í huga, er þörf barns í þessu merki fyrir snertingu og ástúð. Þú getur aldrei knúsað þetta barn of mikið. Þetta barn er einnig mikið fyrir fjölskyldulíf og er góð húshjálp. Oft er þetta litla aðsoðarmanneskjan þín og vill gera allt eins og mamma og pabbi. Barn í nautsmerkinu er sælkeri og þú getur búist við að það eyði miklum tíma í eldhúsinu við að elda og borða. Nautið er þrjóskt að eðlisfari og mjög erfitt er að fá það til að skipta um skoðun ef það hefur fengið einhverja flugu í kollinn. Annað ríkt einkenni er þolinmæði og þrautseigja sem gerir barn í nautsmerki að góðum námsmanni og sigurvegara.
Já það er margt þarna sem passar við litla nautið mitt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2007 | 00:32
Klukk klukk klukk
Jæja maður getur varla skorast undan því að hafa verið klukkaður. Djö maður nú reynir á að finna ... hvað var það ... 8 staðreyndir um mig sem ég held að enginn viti nema ja kannski fáir útvaldir... hmmm látum okkur nú sjá.
1. Ég elska Lazy Boyinn minn
2. Ég er haldin vægri tölvufíkn
3. Ég er komin með veiðidellu (uppljóstraði því reyndar hér í síðustu færslu en það er svo stutt síðan að það telst með )
4. Mér finnst haustið skemmtilegasti árstíminn
5. Mér finnst ferlega skemmtilegt að baka en hef þó verið löt við það undanfarið
6. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að leika mér úti í snjó
7. Ég fæ mér oftast stóran kaffi latte á kaffihúsi með dassi af karamellusírópi. Ógisssslega gott (lærði það af Lilju vinkonu )
8. Ég verð 33 ára á mánudaginn næsta VÁÁÁÁ ég trúi þessu ekki. Já og geri aðrir betur. Segir Pétur. Um hávetur. Ef hann getur
Já þetta hafðist allt saman. Issss ég hefði getað sagt miklu meira en geymi það þá þangað til næst.
A D I O S
P.s ég nenni ekki að klukka einhverja bloggara... held þeir hafi bara allir verið klukkaðir!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 11:29
Komin heim í heiðardalinn...
komin heim með slitna skó eftir mjög skemmtilegt ferðalag. Byrjuðum á ættarmóti við Langavatn með öllum Norsurunum. Það var mjög gaman og vel heppnað í góðu veðri allan tímann.
Svo héldum við á vit ævintýranna á Snæfellsnesi næstu daga á eftir og skoðuðum Arnarstapa, Hellnar, Djúpalónssand, Lóndranga við Malarrif, Ólafsvík, Grundarfjörð og ég veit ekki hvað og hvað. Fórum síðan til Sibbu söst og co norður í Vesturhóp og fórum þar út á vatn á litlum álbát og mín veiddi nokkra titti
og svei mér þá ég held ég sé komin með veiðidelluna aftur
Ég hafði ekki farið að veiða síðan ég var krakki og fór þá oft með foreldrum mínum og mér fannst það mjög gaman. Ætli maður fari ekki að grafa upp einhverjar veiðigræjur í kjallaranum og skelli sér út í vatn
Sigrúnu fannst líka frábært að vera úti á vatninu og vorum við hátt í 3 tíma úti á vatninu. Og svei mér ef Stebbi hefur ekki notið sín líka bara. Þegar Stebbi fór á sjóinn....
Nú nú nema hvað... svo komum við heim á fimmtudaginn og stoppuðum stutt við heima því við skelltum okkur á Apavatn á föstudaginn. Við fórum nokkrar í gamla genginu úr Árbæ og vorum fram á sunnudag. Stebbi stakk okkur af fyrir hádegi á laugardag til að steggja Gunnar Svan vin sinn því við erum að fara í brúðkaup á næsta laugardag hjá honum og Áslaugu. Þannig að við Sigrún vorum 2 í fellihýsinu allan laugardaginn og um nóttina og það var nú hálf skrítið. Enginn kall til að grilla ofan í okkur og svona þannig að ég þurfti að grafa gamla sjálfstæðið upp og barasta sjá um þetta sjálf. Og gekk það svona glimrandi vel.
Nú er komin smá pása frá útilegum. Alla vega þangað til um verslunarmannahelgina og þá er nú spurningin hvert maður fer
Kveð í bili. R
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 15:44
Föstudagurinn þrettándi
Við hjónin fórum á ótrúlega fróðlegt námskeið í gærkvöld svo ekki sé meira sagt. Jú jú mín dró karlinn með sér á námskeið í heimilisgarðyrkju og jarðgerð. Við fræddumst þarna um moltugerð og hvað maður á að gera þegar maður ætlar að fara út í þær framkvæmdir. Og hvað maður á ekki að gera
því það verður að gera þetta allt saman rétt. Þumalputtareglan er sú að setja ekkert holdlegt í þetta eins og námskeiðshaldarinn orðaði það. Ekkert sem úldnar. Aðeins flókið ferli sem þarf virkilega að skoða vel.
Svo fór hann út í ræktun á krydd- og matjurtum og þá kom manni nú ýmislegt á óvart. Vissuði t.d. um það að ekki er æskilegt að setja niður spínatfræ fyrir jónsmessuna því þá verður spínatið bara að njóla eða einhverri álíka Óspennandi jurt. Þetta gerist vegna þess að spínatið veit að það fer að koma nótt að nýju og drífur sig þá bara í að koma sér upp en það með þvílíkum ógnarhraða að það verður ekkert spennandi úr þessu. Þess vegna á maður að sá fræjunum eftir miðjan júlí ca og þá færðu almennilegt og gott spínat. En maður verður auðvitað að hugsa rétt um þetta. Það er ekki spurningin og svona... Já þetta er nokkurn veginn svona sem hann útskýrði þetta blessaður. Já og svo er betra að sá radísunum eða hreðkunum eftir miðjan júlí þá fær maður ekki maðkinn í þær
því það tímabil er búið um það leyti.
Jaaahááá það er margt að fræðast um í þessum efnum ha!
Svo gat hann líka gefið okkur nokkur góð ráð varðandi húsapuntinn í beðunum þannig að ég er ánægð að hafa farið á þetta líka FJÖLMENNA námskeið en það mættu alveg 7 manns
En ég hef verið klukkuð enn eina ferðina og ætla ég að reyna að koma með nokkrar mjög svo spennandi staðreyndir um sjálfa mig sem ég held að enginn viti eftir svona viku eða svo. Er farin á vit ævintýranna þannig að við heyrumst og sjáumst og skrifumst síðar kæru landsmenn nær og fjær.
Hafið það gott hvar sem þið eruð Yfir til þín Pétur!
Ætli það sé eitthvað sem enginn veit um mig?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar