Jólakortaföndur og leikhús

Jább ekki nema 2 mánuðir til jóla og mín á fullu í undirbúningi jólanna ... nei segi svona Tounge  það liggur nú ekkert á nema að ég er búin að föndra hátt í 100 jólakort.  Við í leikskólanum erum nefninlega að fara í kynnisferð til Jótlands næsta vor og ætlum að halda basar í Europrise á Selfossi í næsta mánuði.  Nánar auglýst síðar.  En ég er sem sagt að búa til slatta af jólakortum sem ég ætla að reyna að selja þar á MJÖG SVO SANNGJÖRNU VERÐI N.B.  Það verður ekkert okurverð hjá okkur sko Wink  Svo þeir sem ekki nenna eða hafa tíma til að búa til jólakortin en vilja samt senda öðruvísi jólakort til vina og ættingja ættu að kíkja við á þennan basar eftir tæpan mánuð Smile  Ýmislegt fleira verður auðvitað til sölu þar eins og geggjað gúmmulaði, sætir sokkar, vandaðir vettlingar, skemmtilegar seríur og truflaðar tehlífar LoL  En sem sagt nánar auglýst síðar.

Ég er búin að skemmta mér ágætlega í morgun við að hlusta á Simma og Jóa á Bylgjunni á meðan jólakortin fæðast.  Ótrúlega vitlausir alltaf og FREKAR fyndnir.  Maður kemst nú bara í gott skap við að hlusta á svona hæfilega mikla kjána í útvarpinu W00t

Við mæðgur ætlum að fara í Hafnarfjarðarleikhúsið á morgun með Boggu og Agnesi að sjá Abbababb sýninguna.  Mér skilst að þetta sé skemmtilegur söngleikur með lögum Dr. Gunna um Systu sjóræningja, Prumpulagið, Hr. rokk og fleira og ég man að við á Sæborg hlustuðum mikið á lögin fyrir 10 árum þegar ég vann þar.  Úff.  Leikskólastjórinn tók diskinn í gíslingu á endanum því það hljómaði varla annað í spilaranum á tímabili.  Við skemmtum okkur auðvitað konunglega með börnunum við að syngja og leika prumpulagið Whistling  Ég var sko ekki búin að vinna í mörg ár í leikskóla þegar þetta  var hehheemm. 

OUT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

JÓL ?!?!?!?!?!

GK, 27.10.2007 kl. 16:49

2 identicon

Jóla hvað....

púff... ég er sko ekki tilbúin til að pæla í jólunum núna.... ég sem er vön að geta jóla meirihlutann af árinu...

Er annars á leið til Berlin.... snemma í fyrramálið... svo ég ég segi bara ich liebe dich... und ein wienersnitsel danke... þá er þýskukunnátta mín nánast upptalinn... hehe

knús eða auf wiedersen... (lengi lumar á einhverju;)

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ja bitte nu hopp og hí og trallala   ein beer bitte ... ekki má gleyma því

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:00

4 identicon

Sæl elskan!  Alltaf sami dugnaðurinn á þér;)  Já, ég er líka farin að huga aðeins að jólunum.  Ekkert nema gaman af því!  Auðvitað verður maður að kíkja aðeins á basarinn hjá ykkur stöllum;) Það er nú ekki spurning.  Mín er komin með blog! Endilega kíktu á það við tækifæri.

Bestu kveðjur í sveitina frá okkur öllum

Þórlaug og co

Þórlaug (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 14:31

5 identicon

Hehe já ég man sko eftir fjörinu í salnum á Sæborg veit ekki hver skemmti sér betur við prumpulagið börnin eða starfsfólkið hehehe.......kv Svava

 en jóla hvað???

svava (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:37

6 identicon

Tek undir með Svövu, jólahvað???en ég kíki pottþétt á basarinn hjá ykkur, gangi ykkur vel í föndrinu, bestu kveðjur þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband