Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Glühwein, Stollen, Schneballen...

Rakst á frábæra síðu þar sem ég fann myndir af jólamarkaðnum í Rothenburg.  Eldgamalt þorp með 12.000 íbúa skilst mér og jólamarkaðurinn sem við förum á er afar spennandi að sjá.  jolamarkadur1     jolamarkadur2  Heilu raðirnar af jólavörum til að skoða og skoða og skoða.... og kaupa og kaupa, hmmmm!!!  Svo er maður náttla ekki maður með mönnum nema maður smakki snjóboltana girnilegu snjoboltar  sem eru einhverskonar bollur og bakaðar á spes hátt og húðaðar með ýmist kanil, súkkulaði eða flórsykri.  Hljómar ekki mjög illa Tounge   Glühwein er svo einhverskonar jólaglögg og það er auðvitað ómissandi í kuldanum um leið og maður kaupir inn... og gómsæta Stollenbrauðinu má ekki gleyma stollen2 sem er sneisafullt af þurrkuðum ávöxtum og gljáð með flórsykri sem gerir það afar jólalegt og ljúffengt.  Nammi namm.      Jiiiiii nú er jólaskapið sko á næsta leyti.  Best að fara að finna jólaskrautið bara þar sem er nú minna en mánuður til jóla.  Og svo er bara að fara að rifja upp framhaldsskóla þýskuna þar sem maður er nú stúdent í þýsku  Wink                     

Auf Wiedersehen meine Freunde (var þetta ekki einhvernveginn svona?) 


Vika í brottför

    Við hittumst í gær nokkrar Bakkaskvísur og borðuðum saman í Rauða Húsinu á Eyrarbakka.  Það er alltaf jafn gaman að hitta þær kellurnar.  Mikið rifjað upp...  mikið djöfull er þetta lítill ísskápur ....  Djöfull brá mér annars þegar Kim kom inn og sagði:  "Rannveig!  Your Mother!" LoL LoL   Ótrúlegt hvað við getum hlegið að þessu.  En ég er ekki sátt við hvað sumar í hópnum eru hryllilega minnugar Blush  ég held að helmingurinn að því sem þær þykjast muna sé bara helber rógburður, he heh he he he........................  Tounge  Já ég segi ekki meir!  FootinMouth  En Sandra mín og Sædís ykkar var sárt saknað.

En nú er bara vika í Heidelbergferðina mína góðu og ég fer nú bara að verða spennt.  Spurning hvort ég þurfi að kaupa mér stærri ferðatösku Woundering  ég talaði við konu í morgun sem bjó í Þýskalandi og hefur farið á fjöldann allan af þessum jólamörkuðum sem í boði eru í Þýskalandi og sagði að við ættum að reyna að kíkja á þá sem flesta.  Þeir væru æðislegir og ýmislegt til á þeim e.o. þýskt handverk, ýmsir fallegir listmunir og örugglega allt þar á milli.  Hljómar vel ekki satt! 

Lokakvöldið á skrautskrift í kvöld.  Ætla að fara að fá mér kvöldmat svo ég geti nú meðtekið eitthvað af því sem á að læra í kvöld.  Er voðalega þreytt eitthvað þessa dagana.   En ég tel nú líklegt að þið fáið smá nasasjón af því sem ég hef lært á þessu námskeiði í jólakortunum þetta árið   

Bless í bili


Sunnudagur til sælu

Jæja viðtalið tókst bara nokkuð vel verð ég að segja Smile  Skrítið að rifja þetta svona upp allt saman.  Ég er ótrúlega fljót að gleyma því erfiðasta...  mundi satt best að segja ekkert að ég hafi fundið fyrir ógleði í seinni lyfjagjöfunum... Woundering  Sem betur fer gleymist fljótt það sem erfitt er. 

 Við hjónin fórum í Skálholt í dag í svona samveru fyrir nývígð hjón á vegum kirkjunnar.  Það voru 2 prestar með okkur og við vorum nú ekki nema 3 hjón.  Öll í yngri kantinum (er ég ekki annars svo agalega ung alltaf Tounge ).  Það voru lögð fyrir okkur nokkur verkefni sem við áttum að leysa í sameiningu.  Mörg viðfangsefnin er mjög nauðsynlegt að ræða og hugsa um.  Í okkar hraða þjóðfélagi vill það oft gleymast og tíminn líður bara áfram.  Við verðum orðin hundgömul hjón áður en við vitum af W00t 

Hafið það gott!


Lúða var það heillin

Ég verð að deila með ykkur uppskrift að lúðu sem ég prófaði í gær.  Uppskriftin kemur úr bók sem heitir 220 gómsætir sjávarréttir og þessi útgáfa er frá árinu 1981.  Snilldar bók sem fylgdi húsinu okkar Smile

En hér kemur uppskriftin:

  • 1 meðalstór smálúða
  • safi úr 1 sítrónu
  • salt og pipar
  • 3 meðalstórir tómatar
  • 2 meðalstórir laukar
  • 2 msk. matarolía
  • 3 dl. fisksoð
  • 2 msk. smjör eða smjörlíki
  • 8 fylltar ólívur
  • 2 mandarínur
  • 1/2 dl. kókosmjöl

Ég notaði 2 stór lúðuflök (annað með hvítu roði og hitt svörtu) og þau voru um 800 gr.  Ég átti ekki sítrónu eða safa þannig að því sleppti ég.  En ég skóf roðið á flökunum, setti flakið með hvíta roðinu í eldfast mót.  Salt og pipar yfir bæði flökin.  Steikti tómatana og laukinn upp úr olíunni í smá tíma (á ekki að brúnast) og hellti yfir flakið í mótinu.  Skellti hinu flakinu yfir og hellti fisksoði yfir.  Svo setti ég ólívurnar og mandarínurnar ofan á svarta flakið.  Stráði kókosmjöli yfir og inn í ofn 180°C heitan í ca 20 mínútur eða þar til lúðan er elduð í gegn.   Rosalega gott og við höfðum ristað brauð og salat með.  Salatið samanstóð af salatblöndu frá Himneskri hollustu og gúrkum og smá fersk mynta yfir.  Balsamic slett yfir.    Klikkar ekki.

Verði  ykkur að góðu   og hafið það gott um helgina kæru vinir.


Kaldur kuldi...

...kælir köttinn!  Kannast einhver við þetta?

Dóttir mín bað mig um pening í dag til að setja í baukinn.  Ég fór í veskið og fann þar slatta af klinki og gaf henni.  Hún byrjaði að telja... einn  tveir  þrír fjórir fimm sex sjö átta níu tíu ellefu tólf... VÁ.  12 peningar.  Ég ætla að setja allar þessar tólf milljónir í baukinn minn Joyful     Já hér duga ekkert minna en nokkrar millur í einu í baukinn.  Tekur því ekki að henda nokkrum smápeningum í hann fyrst það er verið að þessu á annað borð.  Grin

MINNI YKKUR Á KOMPÁS Á SUNNUDAGINN KL. 19.10 Á STÖÐ 2 Í OPINNI DAGSKRÁ.

Var að spá í að horfa á X-Faktor á eftir.  Ætli þetta sé ekki bara svipað og Idolið?

Chiao


Landsmenn allir nær og fjær

Hann Jóhennes í Kompás kom í dag  til mín í leikskólann með myndatökumann með sér og tók stutt viðtal við mig.  Viðtalið sem birtist við mig í fyrra í Kompási (fyrir akkúrat ári síðan) mun verða birt núna á næsta sunnudag og þessi viðbót sem hann tók í dag.  Jói vill sýna viðtalið til að fólk sjái hvernig þetta var og svo hvernig mér líður núna og hvernig er hægt að sigrast á erfiðleikunum og að það sé líf eftir að hafa greinst með krabbamein.  Bara gott mál held ég. 

Svo að nú þurfa bara allir að horfa á Kompás sunnudaginn 19.nóvember kl. 19.10 í opinni dagskrá á Stöð 2.

Fer annars í bæinn á eftir að spjalla við nokkrar konur um þessa lífsreynslu mína.  Já já það er nóg að gera bara.

ÓKÍ DÓKÍ.  Veriði sæl   


Skrautskrift

Bissí vika framundan.  Staffafundur á mánudag.  Ætla að hitta nokkrar kellur í bænum á miðvikudag og fræða þær um hvernig það er að greinast með krabbamein og hvernig ég upplifði það, hvernig er lífið eftir greiningu o.þ.h.  Segi ykkur nánar frá því síðar.

Er svo búin að skrá mig á skrautskriftarnámskeið sem hefst á fimmtudagskvöld.  Það er mjög spennandi og mig er búið að langa í mörg ár að fara á svona námskeið.  Ætlaði einmitt í fyrra því þá hafði ég allan heimsins tíma en það var ekki boðið upp á það á Selfossi þá.  Bara Hellu.  Nennti einhvernveginn ekki að keyra mig þangað GetLost

Við Svava skunduðum í bæinn í dag og hittum nokkrar skvísur sem við útskrifuðumst með úr Kennó.  Hittumst á Red Chillí og borðuðum þar dýrindis mat.  Nammi namm.   Mæli sko með honum.  Tounge  Gaman að hitta þær aftur og sumar höfðum við ekki hitt síðan við útskrift.  2 í hópnum leikskólastjórar og ekki nema 5 ár síðan við útskrifuðumst.  Geri aðrir betur Wink 

Heyrumst


Sveitafólkið í borginni

Jæja þá er maður búinn að kíkja í þetta blessaða nýja IKEA og je minn eini Woundering  Erindið var að kaupa ný húsgögn í prinsessuherbergið.  Við sveitafólkið (ég, Stebbi og Sigrún) fórum inn um þessa fínu gulu hringhurð og komum inn í stóran geim.  Og hvert á maður svo að fara sögðum við?!  Hmmm... Við ákváðum að fara upp rúllustigann (sem gaf kannski eiginlega augaleið að maður ætti að byrja á Blush ) og komum þá að barna-Ikea en bíddu við... hvar eru körfurnar?  Litum niður og sáum þá slattann allan af körfum þar.  Eru engar körfur uppi?  Nú jæja, við gengum þá niður stigann þarna og gripum eina körfu, Sigrún vildi ólm fara í Boltalandið svo að við skráðum hana þar inn og héldum af stað inn í búð (niðri).  Jú jú maður sá auðvitað fullt sem var hægt að kaupa, bráðnauðsynlegan óþarfa sem ÉG henti ofan í körfuna við og við.  Jólavörur, rúmteppi... ætla ekki að telja það allt upp hér Sleeping    en svo vorum við komin hringinn.  Nú þá örkuðum við að lyftunni og fórum upp (MEÐ KÖRFUNA By the way) og stormuðum beint inn í barna-Ikea.  Nú fljótlega sáum við þá að við vorum á móti umferðinni skv. örvunum sem bentu allar í hina áttina Grin  en við sögðum bara nú jæja og héldum áfram hringinn... á móti umferð.  Það var nú ekkert svakalega margt fólk þarna en flestir litu stórum augum á þessar furðuverur sem gengu þarna um með FULLA körfu af dóti því auðvitað var karfan orðin full þegar við loksins komum í barnavörurnar.  Við vorum fljót að labba hringinn því tíminn hjá Sigrúnu var að verða búinn (hún hafði 1 klst.) svo við yrðum nú ekki kölluð upp í hátalarakerfinu í þokkabót Blush og við fórum að kassanum og borguðum.  Ég leitaði að poka sem ég sá nú ekki svona í fljótu bragði en eftir að hafa spurt stúlkuna á kassanum NOKKRUM sinnum um poka fann ég hann loksins og raðaði pent í hann (eða þá *hóst hóst*).  Svo fórum við út í bíl og ræddum saman eins og alvöru hjón gera um þessa upplifun okkar af þessari fyrstu ferð okkar í nýja IKEA.  Föttuðum svo að uppi er eiginlega ekkert til þess að setja í körfu... eða hvað???  Þannig að þar er væntanlega engin þörf fyrir þær uppi LoL   Frekar fyndin ferð verð ég að segja.  Whistling  Ég bý í sveit... á sauðfé á beit... og sællegar kýr út á túni Whistling Skildi það hafa sést???

En úr IKEA fórum við á Pottinn og Pönnuna með prinsessuna og það er sko barnvænn staður.  Frábær aðstaða fyrir börnin, sér herbergi með video og fullt af dóti og svo mátti hún fara með pizzusneiðina bara inn í herbergið og borða þar.  Voða nice Joyful  Enda kom það á daginn.  Staðurinn fylltist af barnafólki 5 mínútum síðar svo þetta var bara gaman. 

Kveð að sinni Smile  verð að fara að skrúfa saman öll húsgögnin Gasp


Fyrsti snjórinn í vetur

Jæja þá er ég búin að skreppa til Reykjavíkur í dag og fór sko á jeppanum, slíkur var snjórinn hér á bæ í morgun Smile  Það er nú nánast enginn snjór í Reykjavík og veðrið á heiðinni var betra en í byggð sunnan heiða í morgun.  Já já það held ég nú.

En ég fór sem sagt til háls-nef og eyrnalæknis kl.10 í morgun og það gekk nú bara vel.  Hann sagði að ástæðan fyrir eymslunum í munninum hjá mér stafaði líklega af því að slímhúðin væri ekki enn búin að jafna sig eftir þessa miklu lyfjagjöf sem ég fór í og hún ætti bara enn eftir að lagast.  Það er engi sýking í þessu hjá mér og ég finn ekkert mjög mikið til en hann ráðlagði mér að forðast að drekka mjög heitt á meðan ég væri svona slæm og finna mér dauft tannkrem til að nota.  Hann kíkti líka á hálskirtlana sem líta nú bara mjög vel út hjá mér Happy og eyrun voru fín og flott.  Dugleg stelpa Grin  Hann tók nú strok úr hálsinum til öryggis því ég fékk nú einu sinni streptokokka sýkingu án þess að verða nokkuð vör við hana og var sett á pensillín um hæl.  Já maður getur sko verið lengi með þessa kokka í hálsinum án þess að verða þess nokkuð var.  Bara svo þið látið athuga ykkur þarna úti sem haldið að sýking sé í uppsiglingu hjá ykkur... allur er varinn góður því hún getur orðið ansi slæm ef hún nær að grassera lengi í manni.  Já þetta eru án vafa verstu kokkarnir sem nokkur getur haft í munninum... hmmmm  Tounge  Grin   

En hér hefur verið brakandi blíða í allan dag og afar fallegt um að litast í fyrsta snjó þessa vetrar.  Læt fylgja hér með nokkrar myndir sem ég tók áðan svo þið getið nú séð hvernig er umhorfs í sveitinni akkúrat NÚNA!!

IMG_2331   IMG_2333   IMG_2335

Ingólfsfjallið í öllu sínu veldi             Flott rakstrarvélin                        Vorsabærinn t.h. og fjósið t.v.  

 

Við förum líklega í bæinn á föstudaginn til að sækja fjórhjólið.  Hlakka ekkert smá til að þeysa um sveitina á fjórhjóli.  Klikkað W00t  Bestu kveðjur til ykkar allra


Fjórhjóla-jól

Jæja gott fólk.  Það styttist nú í jólin - eða hvað?  Það mætti halda að þau væru ekki á morgun heldur hinn því það er allt að fyllast af jólaljósum og skreytingum í henni Reykjavík Woundering  og hvur bað um það?!  Ég átti leið í Kringluna í dag og þar var bara allt á fullu í skreytingum - svei mér þá.  Það er reyndar enn lengra síðan verið var að taka upp jóladótið í Debenhams í Smáralind W00t  ég bara skil þetta ekki.  Og hvernig á maður svo að útskýra fyrir elskulegu börnunum okkar að jólin séu ekki alveg á morgun... Undecided

Ég fór sem sagt til krabbameinslæknisins aðeins í dag.  Hann vildi sjá mig núna því ég er að fá einhverjar aukaverkanir sem hann er ekki alveg að kannast við að eiga að geta átt sér stað á þessum töflum sem ég er á ... eða þá Herceptininu sem ég er reyndar hætt að fá (kláraði það í ágúst) en það er 2-3 mánuði að fara úr líkamanum þannig að það er smá séns þar.  Læknirinn vill senda mig til háls-nef og eyrnalæknis til að kanna hvort ég sé með sýkingu...  En það voru teknar blóðprufur í dag og þær komu allar vel út Smile  þannig að ég er ánægð með það.  Við vitum ekki alveg hvað er að orsaka þetta... þessar aukaverkanir eru svipaðar og ég fékk þegar ég var enn að fá krabbameinslyfin (í okt. og nóv. í fyrra) en hurfu svo um leið og ég hætti á þeim.                Æ þetta er furðulegt - að finna allt í einu aftur fyrir sömu leiðindunum... það rifjar óneitanlega upp óþægilegar minningar Angry 

Nú hefur viðtalið við mig verið birt í Dagskránni.  Þar lýsi ég öllu ferlinu eins og það var.  Hægt er að sjá það á http://sudurland.net og velja héraðsblöðin.

It's Raining again ...  og mér finnst rigningin góð  Whistling  la ra la ra la ... voooó!!

Kallinn missti sig í fjórhjólakaup í dag ... og frúin hlær á betra hjóli frá Véla véla veri  InLove


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123768

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband