Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Nýr fjölskyldumeðlimur

Nýr fjölskyldumeðlimur hefur hreiðrað um sig í bænum okkar.  Þeir allra forvitnustu verða hreinlega að koma í heimsókn til að berja hann augum Tounge 

Ég fór alla leið yfir fjallið til að ná í hann Smile  og hann er algjört KRÚTT!


Frestað!

Nýir eldhússtólar    Ég skellti mér í bæinn um daginn með múttu og sá þessa stóla og leist bara vel á.  Ég ákvað (eftir ráðleggingar múttu gömlu Grin) að fá mér ljósa stóla til þess að létta nú aðeins á eldhúsinu.  Vala Matt hefði nú örugglega verið sammála okkur í valinu á nýju stólunum get ég sagt ykkur Tounge  Þeir eru með frekar háu baki og ljómandi gott að sitja í þeim.  Svo verið nú enn velkomnari en áður í kaffi í Vorsabæinn að máta stólana.  En það er ekkert víst að þið fáið mikið annað en gulrót og saltstöng með'ðí því stólarnir kostuðu sitt Sideways

Aðrar fréttir eru þær helstar að það er búið að fresta aðgerðinni hjá mér.  Surprise surprise!  Ég fer í hana 16. okt í stað 2.okt.  En jæja hvað er hálfur mánuður til eða frá þegar á að reyna að laga mann fyrir lífstíð Smile


TAKA 2

Jæja þá er búið að ákveða augnaðgerð að nýju hjá mér.  Nú á að reyna að setja öðruvísi rör í augnkrókinn þann 2. október Smile  Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er nokkuð spennt að sjá hvort það virki eitthvað betur en síðast en eins og þið kannski flest vitið þá var reynt að setja í mig rör í maí á þessu ári en það poppaði upp úr aðeins viku síðar (minnir mig Pouty).   Lester Jones hét rörið en ætli ég verði ekki bara Bridget Jones núna LoL  í flottu ömmunærbuxunum ALL BY MYSELF hehe.

Einn góður í lokin sem Berglind sendi mér.

Hot and Cold Sex

After his exam the doctor asked the elderly man:
'You appear to be in good health. Do you have any medical concerns you would like to
ask me about?'

'In fact, I do,' said the old man. 'After I have sex I am usually cold and chilly,
and then, after I have sex with her the second time, I am usually hot and sweaty.'

Later, after examining his elderly wife, the doctor said:
'Everything appears to be fine. Do you have any medical concerns that you would like
to discuss with me?' She replied that she had no questions or concerns.

The doctor then said to her:
'Your husband had an unusual concern. He claims that he is usually cold and chilly after
having sex with you the first time, and then hot and sweaty after the second time. Do you know why?'

'Oh that crazy old fart,' she replied. 'That's because the first time is usually in January and the second time is in August.'    Grin 


Föndrað á laugardegi

Föndurkonan    Í rigningunni í gær settist prinsessan niður með skæri og liti og föndraði þessa fínu grímu og yfirvaraskegg úr Cheerios pakka.  

Minni enn á WC pappírinn og eldhúsrúllurnar.

Svo hef ég stofnað nýtt blogg hér og til þess að komast inn á það þarftu lykilorð.  Ef þú vilt skoða það þá er það hér til vinstri á þessari síðu undir EFNI.  Þar velurðu Bloggin mín og það heitir ÁTAKIÐ.  Sendu mér bara e-mail ef þú vilt vita leyniorðið Smile  Það munu verða aðeins öðruvísi færslur þar en hér.


Ísköld rigning

Brrrrrrr við hættum við að fara í réttirnar því þegar við vöknuðum í morgun (n.b. löngu áður en við vöknum venjulega á virkum dögum) var svoleiðis greeeeenjandi rigning og dálítill vindur.  Svo núna um 10 leytið í morgun sáum við að það er komin slydda.   Brrrrrr við nenntum því ekki að fara í tilgangslausar réttir að okkar mati til að hýra þarna í skítakulda sem áhorfandi í drullusvaði þannig að við ákváðum að sofa bara lengur og liggja undir heitri sænginni og fara í bíó eftir hádegið í dag með prinsessuna á bænum.  Hún var alsæl með þá hugmynd sem móðir hennar kom með þegar allir voru nývaknaðir eftir vekjaraklukkuna þannig að við snerum okkur bara á hina hliðina og héldum áfram að sofa Sleeping  Svona á að gera þetta hehe. Whistling  Grin

Minni á WC pappírinn sem er til sölu hjá mér (sjá neðri færslu).  Mæli eindregið með því að þið kaupið eins og eina pakkningu því það er svo mikill munur að þurfa ekki að fylla alla innkaupapoka af klósettpappír eða eldhúsrúllum í hverri búðarferð.  Betra að eiga þetta á lager heima bara LoL 

Og svo er að sameinast yfir imbanum í kvöld og horfa á MR. BEAN.  Sigrún bíður spennt eftir að sá mikli snillingur sýnir sig í sjónvarpinu í kvöld.  Shocking


Til hamingju Selfoss ...

... með að ég fæddist hér!  Jább Selfoss er orðið 60 ára bæjarfélag.  TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ KÆRA SELFOSS.  Suðurlandsins eina von... segi ekki meir!

En hvað sem því líður þá er ég farin að selja klósettpappír.  Jú jú nema hvað.  Það er til styrktar námsferðinni sem við í leikskólanum Krakkaborg erum að fara í næsta vor.  Ætlum við til Jótlands og þurfum að selja skeinispappír og berjaljós til þess að komast út Shocking  Spurning um að hafa uppi á Lionsklúbbnum Kidda og spyrja þá hvernig þeir báru sig að í þessum efnum hér um árið haha.  LoL

En til sölu er hann.  Tveggja laga LOTUS klósettpappír.  48 rúllur saman í pakkningu á 2.500,- krónur.

Einnig er ég með aðeins mýkri klósettpappír fyrir blúndurassana Joyful en þar eru 30 rúllur í pakkningunni á 2.500,- kr.

Já og ég á til eldhúsrúllur líka.  Assgoti fínar og eru þær 15 í pakkningu á 2.500,- kall.  Mjúkar og fínar.

Ef þið viljið styrkja þessa ferð okkar í leikskólanum sendið mér tölvupóst á rannveig@emax.is 

Annars er það helst að frétta að ég fékk breyttan tímanum hjá Sigrúnu í fimleikunum.  Hún verður á föstudögum kl. 14 í stað laugardaganna kl. 09 Sleeping  og ég held þetta verði bara betra.  Þá getum við aðeins sofið út á laugardögum.   AAAAhhhhh ég er strax farin að hlakka til.  Reyndar verður þá engin afsökun fyrir réttunum á laugardaginn Pouty  brrrr.  Held það verði ansi blautt og kalt.  Sigrún veit ekki alveg hvað á að gera í þessum réttum en "í svona réttum verður maður allavega að vera í kuldagöllum"  sagði hún mér áðan.   Og jú við þurfum nesti líka.  "Samlokur með salati.  Svona hauskúpusalati."  "Hvað er nú það" spurði ég alveg græn.  "Æi mannstu ekki.  Svona haus"  Happy  Já líklega hefur hún heyrt talað um salathaus stúlkan. 


Réttir eða fimleikar?

Já hún dóttir mín sveiflast frá hægri til vinstri með hvort hún ætli í fimleikana á laugardaginn eða fara í réttirnar.  Vinkona hennar í leikskólanum vill endilega að hún komi í réttirnar (Reykjaréttir á Skeiðum) sem hefjast um 9 leytið á laugardagsmorgun og hana langar alveg svakalega mikið að fara í þessar blessuðu réttir.  Spurning um að skella sér bara en móðirin hefur aldrei á ævi sinni farið í neinar réttir Gasp  Kannski kominn tími til.  Æi mér finnst eitthvað samt svo asnalegt að fara bara til að horfa á því ekki á maður neitt fé (ennþá a.m.k. haha).    Það er greinilegt að hana langar mikið því fimleikarnir eru eitthvað sem hún sleppir nú ekki að vanhugsuðu.  Jæja ég legg þetta í nefnd.

En að öðru.  Hvurslags veðurlag er þetta hérna á þessu skeri.  Fyrst er svoleiðis steikjandi sól og hiti í fleiri vikur en elstu menn á Eyrarbakka muna og hvur bað um það?  Beljurnar sugu svoleiðis frostpinna í öll mál og maður gat sólþurrkað allan fjandann.  Þurrkurinn var svo mikill í sumar að menn vöruðu við vatnsskorti en núna er vatnið mórautt vegna rigninga.  Svo núna er ekki hundi út sigandi vegna bleytu og slagviðris sem er gjörsamlega búið að vera NON stop í allan dag.  Er ekki einhver að stjórna þessu þarna uppi HA!  Hvernig væri að skipta þessu bróðurlega á milli þeirra sem þess þurfa. 

Jæja nöldri dagsins lokið!  Nú er tingið slútt og hana nú!  Næsta færsla verður sölufærsla svo verið viðbúin Grin


Hvað hafa þau svo sem gert annað en spilað fótbolta og verið með stjörnustæla dauðans!?

Ég gæti nú varla verið meira sammála þessu blessaða tímariti því þau eru einmitt þvílíkt OF-metin í mínum augum.  Ég horfði nú að gamni mínu á þáttinn sem sýndur var á Stöð 2 um daginn um það þegar Viktoría kom til Bandaríkjanna og OMG!  Ég horfði á hann einmitt til þess að reyna að sjá hvað væri svona merkilegt við hana.  Og ég er eeeeengu nær Tounge 

Hvað er gaman við það að lifa þannig að þú mátt ekki ropa og reka við án þess að papparassarnir klíni því í blöðin og þú átt þér ekkert einkalíf.  Ég segi nú bara aumingja börnin þeirra.  Hvað skyldi verða úr þeim?


mbl.is Beckhamhjónin eru „ofmetnasta fólk í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er fljótari í vinnuna...

núna þegar ég bý í sveitinni heldur en þegar ég bjó í bænum W00t 

Ég hjó eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fólk er óvenju lengi á leiðinni í vinnu eða skóla þessa dagana í Reykjavík.  Ég man þegar ég var að byrja að vinna á Sæborg fyrir meira en 10 árum síðan (getur það verið Shocking ) þá þurfti ég að taka strætó þar sem ég átti ekki bíl til að byrja með.  Ég var um 20 mínútur á leiðinni með strætó frá heimili mínu í Laugarnesinu og fannst mér það oft ansi langur tími.  Fór aaaaalltaf sömu leiðina með fjarkanum, framhjá sömu búðunum, gatnamótunum, sá sama fólkið jafnvel dag eftir dag. 

Svo keypti ég mér Brúnó, sem var hundgömul mazda 323, sjálfskipt og hann dugði mér nú ótrúlega lengi blessaður.  Ég fermdi hann og allt Wink  Ég skýrði hana Brúnó því kagginn var jú brúnn og ég talaði við hann eins og hann væri besti vinur minn Grin.  Enda virkaði hann oftast þegar ég þurfti á að halda.  En hann var ansi leiðinlegur í bleytu.  Ég man í eitt skipti þegar ég var að koma úr vinnunni á rigningardegi og var að koma að ljósum og það skall á rautt ljós.  Ohhh og hann drap á sér blessaður.  Ég reyndi að koma bílnum í gang aftur en ekkert gekk.  Þá fékk ég mann sem var í bíl fyrir aftan mig til þess að ýta honum með mér upp á eyjuna til þess að ég yrði nú ekki fyrir lengur því þetta var jú seinni part á virkum degi og allir að flýta sér heim.  Svo sat ég inni í bíl og spáði í það hvað ég ætti nú til bragðs að taka... þegar ég tók eftir því að ég hafði gleymt að setja hann í Parkið aftur Blush  Ha ha ha.  Smá mistök.  Þannig að ég gerði það í snarhasti og Brúnó minn rauk í gang Joyful  en fyrir ykkur sem hafið ekki kynnst sjálfskiptum bílum þá er ekki hægt að starta bílnum nema hann sé í parkinu heehheheeee. 

Hann var bestur í frosti hann Brúnó minn en þar kom að því að hann gaf eiginlega upp öndina og ég og maðurinn minn (sem þá var nýr kærasti) keyrðum hann á haugana því þá vorum við búin að kaupa Rauðhettu 1.  Smile

Blessuð sé minning Brúnós     brúnó    Hér má sjá Brúnó við hliðina á Gamla hvít sem Stebbi breytti á sínum tíma. 


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 123770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband