OK. Ég fékk krabbamein...

... aðeins þrítug að aldri.  Hef mest alla mína ævi verið yfir kjörþyngd, mismikið þó.  Ég er eins og jójó þegar kemur að þeim þætti.  Já og ég reykti sem unglingur, hætti, byrjaði aftur, hætti aftur... o.s.frv.  Hef drukkið áfengi síðan ég var... ja ætla ekkert að gefa of mikið af upplýsingum hér með það.  Borða rautt kjöt.  Drekk sjaldan (ef nokkurn tímann) sykraða drykki.  Svona gæti ég endalaust talið upp en málið er að ég þekki fuuuuuult af fólki sem hefur lifað svipuðum lífstíl og ég sem ekki hafa greinst með krabbamein.  Svo þekki ég líka til fólks sem hefur lifað mjög svo heilbrigðu lífi alla sína ævi en samt fengið krabbamein.  Ég meina auðvitað vilja vísindamenn reyna að komast til botns í því hvað það er sem veldur krabbameini. 

Hins vegar virðist aldrei vera hægt að sanna eitt né neitt í þessum efnum.  Sko ef rautt kjöt VÆRI krabbameinsvaldandi þá væri nú hægt að taka það af markaðnum er þakki?!  Auðvitað er hægt að misnota öll efni en það er ekki þar með sagt að þú fáir krabbamein af því.  Svo geturðu verið í kjörþyngd alla ævi, aldrei reykt, borðað það sem er kallað hollt fæði o.s.frv. en SAMT fengið krabbamein.

Er eitthvert vit í þessu???


mbl.is Líkur á krabbameini aukast með þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er mjög vanhugsað að láta þetta á prent, því eins og allir vita er ekkert hægt að alhæfa í þessum efnum. Ég get nefnt nokkur dæmi mér nákomin þar sem fólk hefur lifað heilbrigðu lífi í alla staði en SAMT fengið krabbamein. Sem betur fer hefur læknavísindunum  farið fram í að lækna fólk sem fær krabbamein, því með aldrinum þekkir maður fleiri og fleiri sem LÆKNAST af krabbameini og þig þar á meðal dúllan mín. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Morten Lange

Það sem vantar, er að blaðamenn leggja sér fram við að ekki oftúlka svoleiðis rannsóknir.  Og  við sem lesendur sömuleiðis, eins og þið gerið vel í athugasemdunum her að ofan.  En það má alls ekki heldur fara of langt í hina áttina, að dæma svoleiðis rannsóknir sem merkingarlausar, þótt okkur finnast þær ekki standast miðað við okkar eigin reynsluheim.

Í vísindi er mjög mikið talað um líkur, tungumálið er  tölfræði  og líkindafræði.  Og ein rannsókn ein og sér getur sjaldnast "sannað" neitt. Það sem ég hjó eftir í fréttaflutningi um þessa rannsókn var að erfðir geti skýrt kannski 2/3  af krabbameinstilvikum, en svo koma líka inn í þessu umhverfisþættir sem maður hefur lítill áhrif á.  En jafnvel það er einföldun, að sjálfsögðu.  Oft er, að mér skilst, um að ræða samspil margra þátta. 

En fréttamennskan þrifist í mjög miklu mæli á einföldun og æsing.  Það er bæði sölumennskan og okkur "neytendum"  að þakka, að mínu mati.

Loks þarf ég að minnast á danskri rannsókn frá árinu 2000, sem tók til líf og dauða 30.000 manna á ýmsum aldri yfir 14 ár.  Aðalniðurstaðan var að þeir sem hjóla daglega til samgnangna áttu 30%  lægri líkur á ótímabærum dauða á tímabílinu (óháð tegund og meðtalin slys ofl) en þeir sem hjóluðu ekki.  Og var þá búið að leiðrétta miðað við önnur líkamsrækt, menntun og þetta hefðbundna.  Þessar niðurstöður hafa síðan verið staðfestar í breskum gögnum, samkvæmt Lars Bo Andersen, prófessor og aðalhöfundur skýrslunnar. 

Morten Lange, 1.11.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Það er bara ekkert annað   Takk fyrir þetta kærlega.

Auðvitað er um samspil margra þátta þegar fólk greinist.  Enginn einn þáttur er sökudólgurinn NEMA kannski ef þú færð lungnakrabbamein.  Það eru 9 af hverjum 10 lungnakr.meinstilfella sem má rekja BEINT til reykinga.  Og þetta er margsannað. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.11.2007 kl. 19:42

4 identicon

heyr heyr

Ýmsar líkur eins og að þyngd eykur krabbamein, fær fólk til að halda að fólkinu sé sjálfu um að kenna. Ég æfði 5x í viku, grönn, reyklaus, drakk ekki, ekkert í erfðirnar, borðaði baunaspírur osfrv. Fékk samt krabbmein 29 ára að aldri, svo ég hugsaði fuck it, ég er farin að borða nammi og hætt að hreyfa mig hehe. Því ekki dugði heilbrigðislifnaðurinn til. Það er greinilega margt ekki vitað um krabbamein ennþá. Ég vil líka fara að sjá vísindalegar rannsóknir gerðar á öllum náttúrumeðölunum sem allir eru að dreifa.

Er þetta ekki svipað og að meiri líkur eru á að látast í bílslysi en í flugslysi. Þú skellir þér til Mallorca og flugvélin hrapar. Skítur skeður, sama hvaða líkur eru, þær eru 100% eða 0% fyrir einstaklinginn sem um ræðir. Æ ég meka engann sens :O) er farin í háttinn.

dabba (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband