Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Vinnumenn úr borginni

Já vinnufólkið mitt góða er komið í sumardvölina sína Smile   Þuríður (dóttir Guðrúnar) og Hafsteinn (sonur Sigurbjargar) eru sem sé komin og það er búið að fara 2x í fjósið og auðvitað leituðu þau uppi einn lítinn kettling sem er algjör dúlla.  Með kettlinginn sæta    Duglegir vinnumenn  Hér eru þau nýkomin frá því að reka kýrnar út í haga.  Það vantar ekki áhugann hjá unga fólkinu Happy

Hún á afmæli í dag...

...hún á afmæli í dag.  Hún á afmæli hún RANNVEIG.  Hún á afmæli í dag.  Whistling

Jább ég var vakin með yndislegum afmæliskossum í morgun.  Fyrst af eiginmanni mínum áður en hann fór til vinnu.  InLove  Sofnaði nú aðeins aftur og svo um leið og Sigrún vaknaði stökk hún upp um hálsinn á mér og kyssti mig og sagði:  "Til hamingju með afmælið elsku mamma mín"   Joyful  Ekki amalegt að vakna við svona Grin

Er búin að hræra í skálatertu og gera góða brauðhringinn frá henni Erlu sem ég var að vinna með.  Nú svo er hann Vilberg búinn að skella í eina súkkulaðitertu fyrir mig Wink  Á nefninlega von á nokkrum í kaffi í dag.

Stjörnuspáin mín fyrir daginn:  LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Hentu þér út í fjörið þótt það liggi kannski ekki endilega lífið á. Það góða við þig er að þú bíður ekki alltaf fram á seinustu stundu með að framkvæma hlutina.

Það er einmitt það já.  Eigið góðan dag kæra fólk þarna úti Happy


 

Litla nautið

Fann þessa ágætu lýsingu á barni í nautsmerkinu og svei mér þá ef ég kannast ekki við nokkur atriði þarna sem gætu nú átt ágætlega við hana Sigrúnu mína Whistling

Barn í nautsmerkinu er í góðu jafnvægi og einbeitt og tekur sér tíma til að gera hlutina og flýtir sér hægt. Þetta er barn sem skilur og metur ferlið sem slíkt. Barn í nautsmerkinu hefur ánægju af því að hugsa um hluti og sýnir staðfestu í nálgun þess. Raunsæi og að hlutirnir séu raunhæfir er stór hluti af þeirra ákvarðanatöku. Þegar þú útskýrir hluti fyrir barni í nautsmerki þá er alls ekki nóg að segja “þetta er bara svona”. Þetta barn hefur þörf fyrir að skilja af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru og hver lógíkin er á bak við reglurnar sem því eru settar, annars getur það ekki fylgt reglunum. Þetta hljómar sem mikil vinna en leiðir af sér vel aðlagað barn í góðu jafnvægi. Annað sem ber að hafa í huga, er þörf barns í þessu merki fyrir snertingu og ástúð. Þú getur aldrei knúsað þetta barn of mikið. Þetta barn er einnig mikið fyrir fjölskyldulíf og er góð húshjálp. Oft er þetta litla aðsoðarmanneskjan þín og vill gera allt eins og mamma og pabbi. Barn í nautsmerkinu er sælkeri og þú getur búist við að það eyði miklum tíma í eldhúsinu við að elda og borða. Nautið er þrjóskt að eðlisfari og mjög erfitt er að fá það til að skipta um skoðun ef það hefur fengið einhverja flugu í kollinn. Annað ríkt einkenni er þolinmæði og þrautseigja sem gerir barn í nautsmerki að góðum námsmanni og sigurvegara.

Já það er margt þarna sem passar við litla nautið mitt Smile  Kakan bökuð


Klukk klukk klukk

Jæja maður getur varla skorast undan því að hafa verið klukkaður.  Djö maður nú reynir á að finna ... hvað var það ... 8 staðreyndir um mig sem ég held að enginn viti nema ja kannski fáir útvaldir... hmmm látum okkur nú sjá.

1.    Ég elska Lazy Boyinn minn

2.    Ég er haldin vægri tölvufíkn

3.    Ég er komin með veiðidellu (uppljóstraði því reyndar hér í síðustu færslu Joyful en það er svo stutt síðan að það telst með )

4.    Mér finnst haustið skemmtilegasti árstíminn

5.    Mér finnst ferlega skemmtilegt að baka en hef þó verið löt við það undanfarið Errm

6.    Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að leika mér úti í snjó

7.    Ég fæ mér oftast stóran kaffi latte á kaffihúsi með dassi af karamellusírópi.  Ógisssslega gott (lærði það af Lilju vinkonu Wink )

8.    Ég verð 33 ára á mánudaginn næsta W00t  VÁÁÁÁ ég trúi þessu ekki.  Já og geri aðrir betur.  Segir Pétur.  Um hávetur.  Ef hann getur LoL 

Já þetta hafðist allt saman.  Issss ég hefði getað sagt miklu meira en geymi það þá þangað til næst.

A D I O S  

P.s ég nenni ekki að klukka einhverja bloggara... held þeir hafi bara allir verið klukkaðir!


Komin heim í heiðardalinn...

komin heim með slitna skó Errm  eftir mjög skemmtilegt ferðalag.  Byrjuðum á ættarmóti við Langavatn með öllum Norsurunum.  Það var mjög gaman og vel heppnað í góðu veðri allan tímann.  IMG_3942  Svo héldum við á vit ævintýranna á Snæfellsnesi næstu daga á eftir og skoðuðum Arnarstapa, Hellnar, Djúpalónssand, Lóndranga við Malarrif, Ólafsvík, Grundarfjörð og ég veit ekki hvað og hvað.  Fórum síðan til Sibbu söst og co norður í Vesturhóp og fórum þar út á vatn á litlum álbát og mín veiddi nokkra titti   Flottir urriðar  og svei mér þá ég held ég sé komin með veiðidelluna aftur LoL  Ég hafði ekki farið að veiða síðan ég var krakki og fór þá oft með foreldrum mínum og mér fannst það mjög gaman.  Ætli maður fari ekki að grafa upp einhverjar veiðigræjur í kjallaranum og skelli sér út í vatn Joyful  Sigrúnu fannst líka frábært að vera úti á vatninu og vorum við hátt í 3 tíma úti á vatninu.   Og svei mér ef Stebbi hefur ekki notið sín líka bara.  Þegar Stebbi fór á sjóinn....

Nú nú nema hvað... svo komum við heim á fimmtudaginn og stoppuðum stutt við heima því við skelltum okkur á Apavatn á föstudaginn.  Við fórum nokkrar í gamla genginu úr Árbæ og vorum fram á sunnudag.  Stebbi stakk okkur af fyrir hádegi á laugardag til að steggja Gunnar Svan vin sinn því við erum að fara í brúðkaup á næsta laugardag hjá honum og Áslaugu.   Þannig að við Sigrún vorum 2 í fellihýsinu allan laugardaginn og um nóttina og það var nú hálf skrítið.   Enginn kall til að grilla ofan í okkur og svona Frown  þannig að ég þurfti að grafa gamla sjálfstæðið upp og barasta sjá um þetta sjálf.  Og gekk það svona glimrandi vel. 

Nú er komin smá pása frá útilegum.  Alla vega þangað til um verslunarmannahelgina og þá er nú spurningin hvert maður fer Errm

Kveð í bili.  R


Föstudagurinn þrettándi

Við hjónin fórum á ótrúlega fróðlegt námskeið í gærkvöld svo ekki sé meira sagt.  Jú jú mín dró karlinn með sér á námskeið í heimilisgarðyrkju og jarðgerð.  W00t  Við fræddumst þarna um moltugerð og hvað maður á að gera þegar maður ætlar að fara út í þær framkvæmdir.  Og hvað maður á ekki að gera Undecided  því það verður að gera þetta allt saman rétt.  Þumalputtareglan er sú að setja ekkert holdlegt í þetta eins og námskeiðshaldarinn orðaði það.  Ekkert sem úldnar.  Aðeins flókið ferli sem þarf virkilega að skoða vel.

Svo fór hann út í ræktun á krydd- og matjurtum og þá kom manni nú ýmislegt á óvart.  Vissuði t.d. um það að ekki er æskilegt að setja niður spínatfræ fyrir jónsmessuna því þá verður spínatið bara að njóla eða einhverri álíka Óspennandi jurt.  Þetta gerist vegna þess að spínatið veit að það fer að koma nótt að nýju og drífur sig þá bara í að koma sér upp en það með þvílíkum ógnarhraða að það verður ekkert spennandi úr þessu.  Þess vegna á maður að sá fræjunum eftir miðjan júlí ca og þá færðu almennilegt og gott spínat.  En maður verður auðvitað að hugsa rétt um þetta.   Það er ekki spurningin og svona... Grin   Já þetta er nokkurn veginn svona sem hann útskýrði þetta blessaður.  Já og svo er betra að sá radísunum eða hreðkunum eftir miðjan júlí þá fær maður ekki maðkinn í þær Cool  því það tímabil er búið um það leyti.  Tounge  Jaaahááá það er margt að fræðast um í þessum efnum ha! 

Svo gat hann líka gefið okkur nokkur góð ráð varðandi húsapuntinn í beðunum þannig að ég er ánægð að hafa farið á þetta líka FJÖLMENNA námskeið en það mættu alveg 7 manns Shocking

En ég hef verið klukkuð enn eina ferðina og ætla ég að reyna að koma með nokkrar mjög svo spennandi staðreyndir um sjálfa mig sem ég held að enginn viti eftir svona viku eða svo.  Er farin á vit ævintýranna þannig að við heyrumst og sjáumst og skrifumst síðar kæru landsmenn nær og fjær.

Hafið það gott hvar sem þið eruð Wink  Yfir til þín Pétur!

Ætli það sé eitthvað sem enginn veit um mig? Undecided


Ég trúi þessu varla

Frown  Hún Hildur Sif er látin.  Ég er harmi slegin yfir þeim fréttum sem ég las á blogginu hennar í gær.  Ég kynntist henni aðeins í lyfjagjöfum í gegnum mitt ferli og áttum við stundum gott spjall.  Ég man eftir fyrstu lyfjagjöfinni sem ég fór í.  Það var 19.maí 2005 á fimmtudegi og ég var komin í stól og það var verið að fara að tengja mig.  Ég var ekki komin með lyfjabrunninn og á móti mér sat þessi unga kona, sköllótt og gubbandi.  Ég fékk auðvitað smá sjokk við að sjá þessa ungu konu í þessari vanlíðan en Þetta var hún Hildur Sif.  Hún horfði á mig og spurði mig hvernig ég gæti þetta án þess að vera með brunn.  Brunn hugsaði ég... hvað ætli það sé?  Alveg græn en þetta voru okkar fyrstu kynni.  Lengi vel vorum við á sömu dögum í lyfjum og svo hittumst við stundum á fundum hjá Krafti líka veturinn á eftir.  Það var alltaf gaman að hitta hana, hún var lífsglöð og ákveðin og svakalega dugleg.  

Maður áttar sig alltaf betur og betur á hvað það er virkilega stutt á milli lífs og dauða þegar svona ungar hetjur lúta í lægra haldi fyrir þessu ógeði sem krabbameinið er.  Ég fékk bara áfall í gær þegar ég sá þessar fréttir.  Ömurlegt og óréttlátt.  Hún lætur eftir sig ungan son og eiginmann.  Ég votta allri fjölskyldu Hildar mína samúð.

Blessuð sé minning þín Hildur Sif.


Suðurlandsins eina von...

... mér er í fersku minni Kaupfélagið, Bellubar og Höfn LoL  Snilldarlag frá Sniglabandinu um Selfoss, hnakkana, pólitíkusana og allt hitt.  Ég er nú orðin það gömul (eða ekki) að ég man vel eftir kaufó, bellubar og höfn og tala nú stundum ennþá um að fara upp á Bellubar þegar ég fer á Olís Grin  Sama má segja um Nóatún.  Þetta verður alltaf Kaupfélagið í mínum augum W00t 

Ég nota rigninguna til þess að googla eldhússtóla og vá maður.  Þvílíkt verð sem getur verið á einum fo... eldhússtól.  Helst ekki undir 13.000 kalli.  Ja nema þá í Ikea eða Rúmfó.  Þar er hægt að fá ágætis stóla fyrir 2000 kallinn.  Þarf að spá verulega í þetta því stólarnir okkar eru að syngja sitt síðasta.  Held samt að ég kaupi mér ekki stóla sem kosta 13.000 kr. stykkið því ég þarf að kaupa þá nokkra Errm

Fór í lyf í gær.  Var í rúma 2 tíma í stólnum í staðinn fyrir korter Angry  Ástæðan er sú að búið er að skipta um lyf.  Svei mér þá og ég var orðin vön að vera bara í ca 20 - 30 mínútur inni á deildinni en núna þarf ég að vera amk 2 tíma því ef þetta nýja lyf er gefið á styttri tíma en 2 klukkutímum getur það valdið nýrnaskemmdum því þetta er svo mikið álag fyrir nýrun.  Já það er ekki á allt kosið í þessum bransa Shocking 

Yfir til ykkar kæru vinir.  Látið nú heyra frá ykkur   


S U M A R F R Í

Ég er komin í sumarfrí Whistling  Grin  Cool  W00t

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband