Öll að hressast 7-9-13

Ég talaði við dr.krabba í gær og hann taldi líklegustu skýringuna vera þessi týpíska flensa sem virðist vera að ganga yfir þessa dagana.  En ég taldi mig nú nokkuð heppna í gær með að vera BARA með niður en nei nei það var ekki nóg heldur komu svoleiðis spýjurnar út í gærkvöldi.  Maður veit stundum ekki hvort maður á að sitja á dollunni eða krjúpa yfir hana Undecided

Sem minnir mig á einn góðan.  Þegar gömlu hjónin voru að fara að eðla sig spurði karlinn spúsu sína hvort hún vildi krjúpa eða vera á bakinu.  "HAAAA?  ER RJÚPA Á ÞAKINU?"  sagði sú gamla LoL Grin 

En ég er sem sagt öll að hressast og stefni nú loksins á að fara að vinna á morgun.  Rörið er enn á sínum stað og vonandi mun það haldast þannig.  Mig klæjar nú assgoti mikið í augnkrókinn en reyni að klóra mér varlega.  Stundum finnst mér eins og sé að leka úr auganu en þá er það líklega bara vindurinn Joyful  eiginlega frekar fyndið.

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir og gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.  Hvet ykkur ÖLL eindregið til að tjá ykkur í athugasemdunum.  Það er ekki flókið mál.  Mér finnst skemmtilegra að vita hverjir eru að lesa og ég sé það ekki nema þið kvittið Kissing   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er leiðindaflensa sem er að ganga og einmitt svona upp og niður. Gott að þú ert búin að tala við doktorinn, en farðu samt varlega af stað, þetta tekur á að hreinsa sig svona ALGJÖRLEGA. Ókeypis detox eða þannig. Hafðu það sem best ljúfan, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:19

2 identicon

Hæ eskan...

Gott að þú ert að hressast... og að þú talaðir við doktorinn... betra vera viss 

Ég er búin að svara mailnum frá þér og takk fyrir að vilja vita

knús og kram til ykkar allra

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:42

3 identicon

Gott að þú ert að hressast vinkona, þetta er ógeðs pest úff!  heyrumst kveðja Svava.  Já og takk fyrir síðast gaman að fá ykkur í heimsókn.

svava (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:38

4 identicon

ÉG vona að pestin sé gengin yfir hjá þér og að þú hafir komist í vinnuna í dag.  Kveðja Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:48

5 identicon

Ææ, það er leiðindaflensa að ganga núna. Vonandi ferðu að hressast skvísa. Hafðu það gott, kveðja Auður.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband