Ég skil þetta ekki ...

... ég virðist taka í mig allar pestar sem ganga þessa dagana.  Ég fékk svona líka húrrandi niðurgang um daginn (í byrjun okt.) og það gekk yfir á þremur dögum.  Ég gjörsamlega hreinsaðist og gat eiginlega ekkert borðað í þrjá daga og drakk vatn og vatnsbland til skiptis en hélt því eiginlega ekki niðri nema í stutta stund.  Var svo líka með hausverk dauðans og flökurt.  Já þessi flensa var bara ömurleg og minnti mig hreinlega á þá líðan sem  ég gekk í gegnum fyrir 2 árum þegar ég var í krabbameðferðinni.  Jakk Frown

Svo vakna ég í morgun með sömu helvítis flensuna Crying  Ja ekki sömu náttúrulega.  Hin var farin í klósettið Pinch en alveg sömu einkenni.  Sat á dollunni með blússandi ... you know... og hausverk og öll máttlaus á eftir. 

Hvað er eiginlega að gerast í skrokknum á mér?  Ég sem hef alltaf verið svo heilsuhraust.  Ja fyrir utan helvítis krabbameinið en það er önnur saga.  Mér er skapi næst að hafa samband við Óskar krabbalækninn minn og spyrja hann út í hvort þetta geti verið einhver fylgifiskur lyfjameðferðarinnar eða hvað??!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnurðu ekki á leikskóla?  er ekki altaf eithvað að ganga? annars hef ég heyrt að maður eigi að drekka coniac eða víski á fastandi maga ef maður er með "blússandi" svona til að sótt-hreynsa meltingaveginn?  (Tekk það fram hef ekki prófað það sjálf.) Annars  held ég að það sé mjög góður leikur að tala við Óskar krabbalæknir.

Kv Kolla

Kolla rauða (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æjjjji -greyið - ég meina það - ég vorkenni þér.

En mér datt í hug svolítið skemmtilegt þegar é las um "hausverk dauðans".  Ég þekki unga stúlku sem hefur öll sín bernskuár haft ákaflega gaman af að fara með foreldrunum í sumarbústaðinn. Fallegt hús á friðsælum stað þar sem öllum hefur liðið vel. Nú er stúlkan orðin "unglingur" og er ekki með hýrri há megnið af vikunni af því hún óttast að verða neydd til að fara með "settinu" í "kofa dauðans". Það er það öööömurlegasta sem hún getur hugsað sér.

Helga R. Einarsdóttir, 22.10.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Oj Kolla.  Held ég meiki ekki alveg konna svona snemma morguns.  Eða yfirhöfuð bara.  Ógeðslegasti drykkur sem hefur verið framleiddur.  Ja fyrir utan whiskey og campari

Helga fyndið þetta með kofa dauðans.  Ég þekki líka eina sem sagði við mömmu sína þegar hún var úlli að hún væri komin eitthvert út í þarm þegar hún ÞURFTI að fara með mömmu sinni í bústað eitthvert lengst upp í ****gat

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 22.10.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Benna

Úff myndi bara hafa samband better to be safe then sorry ekki satt:)   Knús á þig skvís, ég er einmitt svona eins og þú alltaf heisluhraust (þegar ég er edrú) sem er alveg merkilegt fæ ekki flensu eða neitt, 7.9 .13

Benna, 22.10.2007 kl. 21:15

5 identicon

Elsku kerlingin mín , hvaða andsk, ólán er þetta vona að þú hressist fljótt og vel . Ekki gott að segja hvað veldur og kanski ráð að hafa samband við þinn lækni . Ónæmiskerfið þitt er kanski ekki alveg komið í samt lag eftir öll átökin. Farðu vel með þig mín kæra. Knús Ko-Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:12

6 identicon

Sæl og blessuð Rannveig mín,

Lýsingarnar á heilsufarinu færa mig í huganum til baka um rúmt ár.  Þá var ég á Kúbu, og allur hópurinn ( 8 manns) upplifði a.m.k. einn svona dag á dollunni.  Mér skilst að það eigi að fylgja með í pakkanum í Kúbuferðum :-)  En sterkt áfengi á fastandi maga gerir alveg örugglega ekkert gagn, nema þá að stíga manni svo til höfuðs að manni verði bara skítsama ?  Ónæmiskerfið þitt er búið að lenda í ægilegum hremmingum undanfarin tvö ár.  Ég held að það væri þjóðráð að tala við lækninn sinn - þó ekki nema bara til að láta hann segja þér að þú sért í fínu lagi, nema bara með grefils pest.  Láttu þér batna sem allra fyrst, kær kveðja til allra, Inga  V.

Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband