Föstudagurinn þrettándi

Við hjónin fórum á ótrúlega fróðlegt námskeið í gærkvöld svo ekki sé meira sagt.  Jú jú mín dró karlinn með sér á námskeið í heimilisgarðyrkju og jarðgerð.  W00t  Við fræddumst þarna um moltugerð og hvað maður á að gera þegar maður ætlar að fara út í þær framkvæmdir.  Og hvað maður á ekki að gera Undecided  því það verður að gera þetta allt saman rétt.  Þumalputtareglan er sú að setja ekkert holdlegt í þetta eins og námskeiðshaldarinn orðaði það.  Ekkert sem úldnar.  Aðeins flókið ferli sem þarf virkilega að skoða vel.

Svo fór hann út í ræktun á krydd- og matjurtum og þá kom manni nú ýmislegt á óvart.  Vissuði t.d. um það að ekki er æskilegt að setja niður spínatfræ fyrir jónsmessuna því þá verður spínatið bara að njóla eða einhverri álíka Óspennandi jurt.  Þetta gerist vegna þess að spínatið veit að það fer að koma nótt að nýju og drífur sig þá bara í að koma sér upp en það með þvílíkum ógnarhraða að það verður ekkert spennandi úr þessu.  Þess vegna á maður að sá fræjunum eftir miðjan júlí ca og þá færðu almennilegt og gott spínat.  En maður verður auðvitað að hugsa rétt um þetta.   Það er ekki spurningin og svona... Grin   Já þetta er nokkurn veginn svona sem hann útskýrði þetta blessaður.  Já og svo er betra að sá radísunum eða hreðkunum eftir miðjan júlí þá fær maður ekki maðkinn í þær Cool  því það tímabil er búið um það leyti.  Tounge  Jaaahááá það er margt að fræðast um í þessum efnum ha! 

Svo gat hann líka gefið okkur nokkur góð ráð varðandi húsapuntinn í beðunum þannig að ég er ánægð að hafa farið á þetta líka FJÖLMENNA námskeið en það mættu alveg 7 manns Shocking

En ég hef verið klukkuð enn eina ferðina og ætla ég að reyna að koma með nokkrar mjög svo spennandi staðreyndir um sjálfa mig sem ég held að enginn viti eftir svona viku eða svo.  Er farin á vit ævintýranna þannig að við heyrumst og sjáumst og skrifumst síðar kæru landsmenn nær og fjær.

Hafið það gott hvar sem þið eruð Wink  Yfir til þín Pétur!

Ætli það sé eitthvað sem enginn veit um mig? Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

halló halló halló og velkomin í þáttinn........

 Ég sé þú hefur náð að setja inn myndira af boggvinum þínum  ÉG hugsa að það sé nú eitt og annað sem landsmenn vita nú ekki um þig,,, hummm hvað með þegar gist var í tjaldi og laumast svo með sætaferðum á ball humm.

Gangi ´þér vel í að sá og rækta radísur og rófur

knús Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:04

2 identicon

Spennandi námskeið, stórt knús til þín, kv. Erla

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 21:54

3 identicon

Sæl Rannveig mín

Þetta er varla hægt að við erum nánast ekkert búnar að hittast í sumar, það verður væntanlega breyting á því.

Námskeiðið sem þið fóruð á hefur verið fróðlegt og skemmtilegt, gott að vita að maður getur leytað til þín með ráð þegar ég fer að byrja að dúlla mér í garðinum, veit samt ekki alveg hvaða ár það verður. Garðinn er eins og er hjá okkur í algjöri órækt þannig að við erum svona að hanna hann ennþá í huganum.

Núna um helgina er fjölskyldumót hjá okkur á Kirkuferju og hvað annað en riging það er árlegt þessa helgi, klikkar varla. Svo það er búið að kaupa regngalla á litlu skvísuna og hinar búnar að grafa sinn upp þannig að ég er að fara að grafa minn líka upp. Ennnn það skiptir ekki máli það er líka alltaf gaman.

 Sjáumst fljótlega og ég bið kærlega að heilsa Stebba og Sigrúnu, kossar og knússsssss

kv. Sigga

Sigga Sigf (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 123807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband