Ég trúi þessu varla

Frown  Hún Hildur Sif er látin.  Ég er harmi slegin yfir þeim fréttum sem ég las á blogginu hennar í gær.  Ég kynntist henni aðeins í lyfjagjöfum í gegnum mitt ferli og áttum við stundum gott spjall.  Ég man eftir fyrstu lyfjagjöfinni sem ég fór í.  Það var 19.maí 2005 á fimmtudegi og ég var komin í stól og það var verið að fara að tengja mig.  Ég var ekki komin með lyfjabrunninn og á móti mér sat þessi unga kona, sköllótt og gubbandi.  Ég fékk auðvitað smá sjokk við að sjá þessa ungu konu í þessari vanlíðan en Þetta var hún Hildur Sif.  Hún horfði á mig og spurði mig hvernig ég gæti þetta án þess að vera með brunn.  Brunn hugsaði ég... hvað ætli það sé?  Alveg græn en þetta voru okkar fyrstu kynni.  Lengi vel vorum við á sömu dögum í lyfjum og svo hittumst við stundum á fundum hjá Krafti líka veturinn á eftir.  Það var alltaf gaman að hitta hana, hún var lífsglöð og ákveðin og svakalega dugleg.  

Maður áttar sig alltaf betur og betur á hvað það er virkilega stutt á milli lífs og dauða þegar svona ungar hetjur lúta í lægra haldi fyrir þessu ógeði sem krabbameinið er.  Ég fékk bara áfall í gær þegar ég sá þessar fréttir.  Ömurlegt og óréttlátt.  Hún lætur eftir sig ungan son og eiginmann.  Ég votta allri fjölskyldu Hildar mína samúð.

Blessuð sé minning þín Hildur Sif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinkona!

Já, þetta eru ekki góðar fréttir... en ekki gleyma því hvað þú sjálf ert mikil hetja! Það hefur sko margsannað sig, elsku dúllan mín!

Skilaðu kveðju í sveitina og láttu þér líða vel!! Vonandi fer að koma að "hitting" hjá okkur;)

Bestu kveðjur, Þórlaug og co

Þórlaug (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:51

2 identicon

Hæ hæ og takk kærlega fyrir daginn, það er alltaf notalegt að koma í sveitina til ykkar og eiga góðan dag saman það er eitthvað svo slakandi andrúmsloft í Vorsabænum og kaffisopinn góður hjá þér.  Já þetta eru sorglegar fréttir af þessari ungu konu ótrúlega óréttlátt.  Kærar kveðjur til ykkar og við heyrumst knús Svava

svava (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já, þetta er mikið sorglegt Rannveig mín. Ég get ekki lýst því hvað ég er fegin að allt er að ganga vel hjá þér. Mikið er Sigrún sæt og svo svakalega lík þér að manni bregður, var að skoða myndirnar af henni og þetta er bara eins og að ferðast nokkur ár aftur í tímann.....sama prakkarabrosið og allt. Gangi þér vel elskan

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.7.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Klukk  Kíktu á mína síðu

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Eigðu góðan dag í dag

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband