Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Gulrætur í annarri og graslaukur í hinni

Sigrún með sumaruppskeruna  Sigrún brá sér út í garð áðan og tók upp ALLAR þær gulrætur sem hún sá og VOILA... þetta er afraksturinn Blush  Það er nú reyndar ennþá til hellingur af graslauk. 

Gulræturnar okkar köfnuðu í arfa sem ég hélt lengi vel að væru gulrótargrös Tounge  svo mikil er kunnáttan.  Komst síðar að því að þetta var valmúi eða eitthvað álíka og reytti eins og ég ætti lífið að leysa.  Ég er nú hissa yfir því að uppskeran yrði þó þetta mikil Grin 

Ég ætla að gera þetta aðeins öðruvísi næsta vor!  Þá verður vandað meira til verka. 


Afhjúpun minnisvarðans í Timburhól

Við fjölskyldan vorum viðstödd afhjúpun minnisvarðans um hjónin í Vorsabæ þau Stefán Jasonarson og Guðfinnu Guðmundsdóttur í dag við Timburhól.  Afhjúpun    Þetta er hinn myndarlegasti minnisvarði sem listakonan Sigga á Grund gerði og það má með sanni segja að henni hefur tekist vel til.  Við Timburhól  Á þessari mynd eru systkinin með listakonunni, formanni umf. Samygðar, gjaldkera og formanni minnisvarðanefndar.  Systkinin frá Vorsabæ buðu svo í kaffi á eftir í Félagslundi þar sem borðin svignuðu undan kræsingum kvenfélagskvenna úr Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.  Athöfnin fór öll vel fram og "veðurguðirnir" voru okkur nokkuð hliðhollir í Timburhól því þegar við vorum á leiðinni í Félagslund fór að rigna og hefur ekki stytt upp síðan Undecided 

Við Sigrún tókum nokkrar myndir í dag sem ég læt fylgja hér með     Fjölskyldan í Borgarnesi    Tvíbbarnir með afa og pabba    Ásthildur og Sigrún 

 


Ranka fór í réttirnar...

já ég fór í fyrsta sinn í réttir á laugardaginn síðasta og buðum við Ásdísi Báru vinkonu Sigrúnar með okkur.  Þetta var hin mesta skemmtun og við hittum fullt af fólki... og fé Grin   Ég held ég hafi bara aldrei séð eins mikið af kindum samankomnum á einum stað     Kindurnar vinsamlegar  Hvað eru þær margar?  Tralli fékk að fara með  Mikið að gera  Sigrún og Viðja  Nú ef þið getið ekki sofnað eitthvert kvöldið er um að gera að koma hingað og telja kindur Whistling

Konur vs. karlar í hnotskurn!

Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið.

Mamma segir:  Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.  Ég ætla að fara

uppí rúm.  Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi

poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri

eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og

skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.


Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,

straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.  Hún tók saman dagblöðin sem

lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti

símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr

uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.


Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti

peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.

Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.  Svo

skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.


Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og

greiddi sér.

Pabbin hrópaði úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa.

Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.  Gekk

úr skugga um að dyrnar væru læstar.  Loks kíkti hún á börnin og talaði

við eitt þeirra sem enn var að læra.  Í svefnherbergi sínu stillti hún

vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók  rúmteppið af

rúminu.

Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökkti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú

fer ég að sofa - og það gerði hann.

PS.

Svo eru karlarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar.  W00t

Hva- er hún þá bara eins og við hin?

Ég er svo aldeilis hissa Gasp  Getur það verið að manneskjan sé stundum eins og drusla til fara?  Eigum við ekki öll okkar slæmu daga?  Það er nú varla alltaf hægt að vera eins og klipptur út úr tískublaði og fótósjoppaður í bak og fyrir W00t  Sarah Jessica  eða hvað?

 


Ein ég sit og sauma...

... inni í litlu húsi, enginn kemur að sjá mig nema litla músin... eða nei kötturinn hefur náð henni LoL

Sigrún lööööngu sofnuð, ég sit hér ein og sauma tölu á buxur bóndans í nýju stígvélunum mínum Grin  Bóndinn á bænum er á 20 ára gagnfræðingamóti og þar er örugglega mikið stuð.  Ég var að enda við að horfa á heilmikla spennumynd á RÚV með Cruise.  Helvíti góður alltaf og lék skúrkinn assgoti vel.  Ég var komin með hækkun á blóðþrýsting í lokin bara W00t

Við mæðgur fórum í Brúarhlaupið í dag með mömmu.  Skelltum okkur í skemmtiskokkið (2,5 km) og sú stutta ætlaði nú að gefast upp áður en við náðum yfir brúna til að stilla okkur upp í startið LoL  Við örkuðum af stað, skokkuðum aðeins og strunsuðum inn á milli og hún gat þetta á endanum og restaði á að stinga mig af þegar hún hljóp í markið.  Hún fékk einhvern ofurkraft þegar hvatningarópin byrjuðu að óma á Bankaveginum og hún brunaði í markið og fékk verðlaunapeninginn sinn.   Sú var stolt og ánægð en vá hvað hún var þreytt.  Hún var sofnuð um 9 leytið í kvöld og það múkkaði ekki í henni.   Held hún hafi ekki sofnað svona snemma síðan hún var ófiðraður ungi Whistling 

Reykjavíkurferð á morgun.  Ætla nú að láta það eiga sig að fara í styrktargönguna en er samt búin að styrkja málefnið um 3.000 kall.  Fer kannski næst Whistling  Sexurnar eru að hittast í bröns heimá hjá einni sem var að flytja upp í Mosó.  Ætlum að kíkja á slotið hennar og slúðra dálítið og éta á okkur gat!


Styrktarganga fyrir brjóstakrabbameinsrannsóknir

STÓRA STYRKTARGANGAN 2008 VERÐUR ÞANN 7. SEPTEMBER

Elliðaárdalur, Reykjavík: kl. 10:30 frá Árbæjarkirkju

Gengið verður um Elliðaárdal og kostar 3000,- kr.  Hægt er að fara 3, 7 og 10 km. 

Einn helsti tilgangur Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Fyrsta styrkveiting Göngum saman fór fram 22. október 2007.  Hægt er að sjá meira um málið á http://gongumsaman.is

Ég er búin að skrá mig í gönguna en er ekki enn búin að ákveða hversu langt ég geng LoL  Kemur einhver með?


Aldeilis gott framtak

Það mættu vera fleiri fréttir af þessum toga í íslensku samfélagi.  Frábært framtak og miklu fargi létt af bóndanum sem sá líklega ekki fram á að geta haldið búrekstri áfram. 

Meira svona Smile


mbl.is Þetta er eins og að fá fæturna aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólastelpan í kirkju

Jamm við fórum í kirkju á sunnudaginn.  Séra Úlfar er að hætta hér sem prestur og var með síðustu messuna sína á sunnudaginn og svo var kaffiboð í Félagslundi á eftir.  Sigrún var nú ekki að fíla þessa messu get ég sagt  ykkur.  Blush  "Æi mamma þetta er alveg HUND-leiðinlegt(með tilheyrandi svipbrygðum).  Ég get ekkert gert hérna og kann ekkert þessi lög (sálmana) og get ekki sungið með... hvenæææær er þetta búiiiið???"  Ég held að næsta skipti sem þessi unga dama fer í kirkju verði í kringum fermingarfræðsluna LoL 

Annars var þetta fínt en messan var líka í það lengsta því það var gengið til altaris og ekki var það nú til að bæta þolinmæðina hjá þeirri stuttu.  Fórum svo í Félagslund og fengum okkur kaffi og meððí og þar hitti Sigrún nokkra vini úr leikskólanum og skemmti sér vel þannig að ferðin var ekki alveg til ónýtis fyrir hana  Smile

En hún er mjög áhugasöm í skólanum og les nú heima á hverjum degi í bók sem heitir Unugata.  Hún verður svo í fimleikum í vetur líka og ég held það sé ágætt að hún fái að sprikla svolítið því orkuna hefur hún svo sannarlega.  En ég hef ekki verið svona fljót að vekja barnið í laaaangan tíma svo hún er ansi spennt að fara í skólann á hverjum degi Joyful  Vona bara að það haldist lengi út.

Vil minna á að ÁTAKIÐ er hafið að nýju Wink


Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband